Sveitarstjórn

76. fundur 01. október 2025 kl. 09:00 - 11:10 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Axel Á. Njarðvík
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

76. sveitarstjórnarfundur
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:


1. Skýrsla oddvita á 76. sveitarstjórnarfundi
Oddviti fer yfir verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

2. Boð um þátttöku í samráði: Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011
Lögð fram skjöl úr samráðsgátt stjórnvalda er varðar frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Lagðar eru til töluverðar breytingar á sveitarstjórnarlögum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur oddvita um að vinna umsögn í samræmi við umræðum fundarins og skila í samráðsgátt stjórnvalda.

 

3. Matsskyldufyrirspurn fyrir sorpbrennslu í Árnesi
Lögð fram til kynningar fyrir sveitarstjórn matsskyldufyrirspurn fyrir sorpbrennslu í Árnesi sem búið er að senda til Skipulagsstofnunar. Stefna sveitarfélagsins er að stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu í takt við hringrásarhagkerfið, draga úr myndun og urðun úrgangs eins og kostur er og stuðla að bestu mögulegu mengunarvörnum sem völ er á. Hingað til hefur sorp verið flutt af svæðinu til frekari meðhöndlunar og urðunar og því telur sveitarfélagið að með brennslustöð sé um miklar úrbætur að ræða sem draga mun úr óþarfa flutningi sorps. Gert er ráð fyrir tveimur brennsluofnum innan móttöku- og sorpbrennslustöðvarinnar, annar fyrir dýrahræ en hinn fyrir almennt rusl. Báðir brennsluofnarnir uppfylla þau skilyrði sem sett eru um meðhöndlun úrgangs skv. tilskipun Evrópusambandsins um úrgang 2008/98/EB, með síðari breytingum, sem gildir á Íslandi og hafa fengið fullnaðarvottun frá stjórnvöldum í Bretlandi þess efnis.

4. Boð á viðburðinn, Sveitarfélag ársins 2025
Lagt fram boð á viðburðinn Sveitarfélag ársins 2025.

5. Ályktun frá á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands
Lagt fram bréf frá skógræktarfélagi Íslands sem sent er til allra sveitar- og skipulagsstjórna er varðar ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið. Samkvæmt ályktuninni er því beint til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfum umfram það sem gildir um annan landbúnað.

6. Aðalfundarboð Bergrisans bs. fyrir árið 2025
Lagt fram aðalfundarboð Bergrisans bs. sem haldinn verður á Teams fimmtudaginn 9. október kl. 13:00. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur 3 fulltrúa á fundinum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að skipa Harald Þór Jónsson, Sylvíu Karen Heimisdóttur og Bjarna H. Ásbjörnsson sem aðalmenn og Gunnar Örn Marteinsson, Gunnhildi Valgeirsdóttur og Sigríði Björk Marínósdóttur sem varamenn. Sveitarstjóra falið að senda inn kjörbréf.

7. Til umsagnar 85.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Lagt fram til umsagnar 85. Mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.

8. Fundargerð 310. fundar skipulagsnefndar

Skógarlundur L236998; Skógræktarsvæði; Verslunar- og þjónustustarfsemi; Aðalskipulagsbreyting - 2312032

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 eftir auglýsingu. Svæðið sem breytingin nær til er Skógarlundur L236998. Í breytingunni felst að hluti af skógræktar- og landgræðslusvæðinu SL6 og landbúnaðarsvæði breytist í verslunar- og þjónustusvæði. Þar verður heimilt að vera með gistingu fyrir 192 gesti í allt að 70 gestahúsum. Einnig verður heimild fyrir þjónustubyggingar og skógrækt. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn mælist til þess að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Axel Á Njarðvík greiðir atkvæði gegn breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps eftir aulgýsingu og leggur fram eftirfarandi bókun:
Eftir að hafa lesið og kynnt mér vinnu Eflu og Reykjavík Arkitekta við breytingar á aðalskipulagi sem nær til er L166491þá tel ég að hafna eigi þessari breytingu. Gengið er á skógræktarland og þessi skógur er ekki að fullu vaxinn. Loftslagslega er þetta slæm aðgerð að ganga á skóginn sem farinn er að binda kolefni. Svæðið fellur undir Bændaskóga og fól í sér langtímaskuldbindingu og í raun samstarfssamning til margra áratuga þar sem ríkið lagði til plöntur og þekkingu, en bóndinn skuldbatt sig til að verja, rækta og hlúa að skóginum þar til hann var orðinn sjálfbær. Skóginn mátti ekki nýta landið til annarra nota (svo sem beitar eða ræktunar) á meðan skógurinn var að vaxa. Sveitarfélagið verður að setja stefnumörkun um landnotkun í sveitarfélaginu sem hluti umhverfisstefnu sveitarfélagsins til að geta höndlað svona málaflokka og erindi um að raska viskerfum, móum og mýrlendi.


Reykir L166491; Breytt landnotkun, skógrækt í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2311057
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar, sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar hluta skógræktarsvæðis í landi Reykja L166491. Í breytingunni felst að hluti skógræktarsvæðis breytist í frístundasvæði. Tillaga deiliskipulags er lögð fram samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn mælist til þess að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Axel Á. Njarðvík greiðir atkvæði gegn breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu og leggur fram eftirfarandi bókun:
Eftir að hafa lesið og kynnt mér vinnu Landhönnun við breytingar á aðalskipulagi í landi Reykja L166491 þá tel ég að hafna eigi þessari breytingu á aðalskipulagi. Ásókn í land er vaxandi og sveitarfélagið verður að gæta þess að að setja stefnumörkun um landnotkun í sveitarfélaginu sem hluti umhverfisstefnu sveitarfélagsins til að geta höndlað svona málaflokka. Sömuleiðis er mikil ásókn í lítið raskað viskerfi eins og móa og mýrlendi.

Hæll 1 L166569; Afmörkun 4 landskika og byggingarheimildir; Deiliskipulag - 2502076
Lögð eru fram uppfærð gögn vegna tillögu deiliskipulags sem tekur til jarðarinnar Hæls 1 L166569. Í deiliskipulaginu felst afmörkun fjögurra landskika á bilinu 1,3 - 4,6 ha að stærð auk skilgreiningar á byggingarheimildum innan þeirra. Á hverjum skika er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, aukahúsa og fjölnotahúsa til atvinnurekstrar tengdum búskap.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Axel Á. Njarðvík situr hjá við afgreiðslu málins og leggur fram eftirfarandi bókun:
Fjöldamörg sambærileg mál hafa borist inn á fundi sveitarstjórnar og verið samþykkt en í ljósi þess að ásókn í land er vaxandi og sveitarfélagið verður að gæta þess að að setja stefnumörkun um landnotkun í sveitarfélaginu sem hluti umhverfisstefnu sveitarfélagsins til að geta höndlað svona málaflokka. Þess vegna sit ég hjá við þessa ákvörðun.


9. Fundargerð 21. fundar skólanefndar
Fundargerð lögð fram til kynningar.


10. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-234
Fundargerð lögð fram til kynningar.

11. Fundargerð 87. fundar stjórnar Bergrisans
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12. Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambandsins
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. Fundargerð 626. fundargerð stjórnar SASS
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. Fundargerð 214. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. Fundargerð 335. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. Fundargerð 247. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Ársskýrsla lögð fram til kynningar.


Fundi slitið kl. 11.10

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 15. október, kl. 9.00, í Árnesi.

Fundargerð undirrituð rafrænt.