- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Óskaði oddviti eftir að bæta máli á dagskrá, Umferðaröryggi á Þjórsárdalsvegi og var það samþykkt og verður dagskrárliður númer 2. Aðrir dagskrár liðir færast til í samræmi við breytinguna.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Skýrsla oddvita á 79. sveitarstjórnarfundi
Oddviti fer yfir þau verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta sveitarstjórnarfundi. Oddviti leggur til að haldinn verði íbúafundur fimmtudaginn 4. desember kl. 19:30 í Árnesi.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að boða til íbúafundar fimmtudaginn 4. desember þar sem fjallað verði um nýsamþykkta fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps ásamt breytingum í sorpmálum í sveitarfélaginu.
2. Umferðaröryggi á Þjórsárdalsvegi (32)
Undanfarin ár hefur oddviti reglulega átt samskipti við hagaðila á svæðinu og Vegagerðina um ástand Þjórsárdalsvegar (32) frá Skeiðavegi inn fyrir Árnes. Umræddur vegakafli er um 9 km langur. Þessi vegakafli er eina leið íbúa um svæðið ásamt því að allur akstur skólabíla fer um þennan vegakafla. Mánudaginn 17. nóvember varð slys á veginum þar sem stærsta gerð að vörubíl með stórum flutningavagni þveraði veginn í hálku og endaði út í skurði. Mikil heppni að engin slys urðu á fólki en búið er að vara við þessum hættulegu aðstæðum í langan tíma. Ljóst er að núverandi ástand gengur ekki lengur og bregðast þarf við.
Samkvæmt Vegagerðinni er Þjórsárdalsvegur á þessum kafla mjórri en veghönnunarreglur kveði á um. Hann er skilgreindur sem C8, sem þýðir tvær 3,5 metra akreinar ásamt 0,5 metra vegöxlum eða samtals 8 metra breiður vegur. Í gögnum frá Vegagerðinni kemur fram að Þjórsárdalsvegur sé einungis 6 - 7,2 metra breiður og er ábyrgð Vegagerðarinnar því gríðarlega mikil ef slys verða á þessum hættulega kafla sökum þess að vegurinn er allt of mjór miðað gefnar hönnunarforsendur vegarins. Þjórsárdalsvegur er aðal aðkomuvegurinn að virkjanasvæði Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Hafnar eru virkjanaframkvæmdir á svæðinu sem munu standa yfir í fjölmörg ár ásamt því að Bláa lónið er í mikilli uppbyggingu í Þjórsárdal sem mun standa yfir fram að vori 2028. Eftir vorið 2028 mun umferð ferðamanna margfaldast um þennan veg á sama tíma og þungaumferð tengt virkjanaframkvæmdum heldur áfram. Því er nauðsynlegt að bregðast við og tryggja strax 7 daga vetrarþjónustu og hálkuvarnir á veginum á framkvæmdatímanum. Nauðsynlegt er að hefja strax undirbúning lagfæringa á veginum þannig að hann uppfylli kröfur sem C8 vegur og þannig verði komið í veg fyrir frekari stórslys.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að fela oddvita og sveitarstjóra að óska eftir fundi með Innviðaráðherra og forstjóra Vegagerðarinnar og krefjast úrbóta strax. Taka þurfi samstundis upp fulla vetrarþjónustu á veginum ásamt því að ráðast strax í vor í úrbætur svo vegurinn sé í samræmi við kröfur Vegagerðarinnar um C8 veg.
3. Álagningarforsendur 2026
Lögð er fram tillaga að álagningarprósenta útsvars árið 2026 verði óbreytt 14,97%.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2026 verði 14,97%.
4. Úthlutun úr Þróunarsjóði skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Lögð fram fundargerð skólanefndar vegna umsókna í Þróunarsjóð skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sjö umsóknir bárust í fjölbreytt verkefni. Eftir yfirferð umsókna í samræmi við matskvarða og reglur þróunarsjóðsins voru þrjár umsóknir sem uppfylltu kröfur til þess að vera styrkhæfar. Þær umsóknir voru vegna verkefnanna:
Samsköpun í námi = styrkumsókn 1.450.000 kr.
Sköpun í skólastarfi – listamenn og sérfræðingar í kennslu = styrkumsókn 800.000 kr.
Útivistarnám með áherslu á ferðalög = styrkumsókn 1.100.000 kr.
Skólanefnd þakkar fyrir umsóknirnar. Verkefnin í þeim eru öll spennandi og áhugaverð. Hins vegar beinir Skólanefnd því til væntanlegra umsækjenda í Þróunarsjóð skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps, að vanda til umsókna og skýra vel alla þá þætti sem þar koma fram.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að úthluta styrkjum úr Þróunarsjóði skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps til allra þriggja verkefnanna, samtals að upphæð 3.350.000 kr.
5. Skil á lóð - Vallarbraut 15-19
Lagt fram erindi frá Leiguþjónustunni ehf, sem fékk úthlutað lóðinni Vallarbraut 15-19 árið 2024, þar sem óskað er eftir að skila lóðinni.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Vallarbraut 15-19 verði skilað og felur sveitarstjóra að ganga endurgreiðslu gatnagerðargjalda samkvæmt reglum Skeiða- og Gnúpverjahrepps um lóðaúthlutun.
6. Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 134/2024.
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 134/2024 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að veita framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjun. Í úrskurðarorðunum kemur fram að kærumálinu sé vísað frá vegna ákvæðis í 2. mgr. 15. gr. skipulagslaga, en þar segir að framkvæmdaleyfi falli úr gildi hefjist framkvæmdir ekki innan tólf mánaða frá samþykki sveitarstjórnar fyrir veitingu leyfisins. Sökum þess að meira en ár er liðið frá samþykkt sveitarstjórnar og framkvæmdaraðili hefur ekki hafið framkvæmdir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er framkvæmdaleyfið því fallið úr gildi.
Axel Á. Njarðvík leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég vil vekja athygli sveitarstjórnarmanna á, að af þessum úrskurði er ljóst að Landsvirkjun mun að nýju sækja um framkvæmdaleyfi. Af þeim sökum er ljóst að undirbúa þarf greinargerð sem dregur þær forsendur sem sveitarstjórnarmenn þurfa að hafa í huga við ákvörðun sína. Óska eftir svari sveitarstjórnarmanna um hvaða háttur verði hafður á þeirri vinnu á næsta fundi sveitarstjórnar.
7. Ósk um að létta Gerði Stefánsdóttur störfum í sveitastjórn
Lagt fram erindi frá Gerði Stefánsdóttur um framlengingu á leyfi frá störfum í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna veikinda.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu málsins.
8. Tillaga að breytingum á stofnsamningi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. - fyrri umræða
Lagðar fram uppfærður stofnsamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa stofnsamningi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs til síðari umræðu.
9. Samþykktir fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga - fyrri umræða
Lagðar fram samþykktir fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa samþykktum Héraðsskjalasafns Árnesinga til síðari umræðu.
10. Samþykktir fyrir Listasafn Árnesinga - fyrri umræða
Lagðar fram samþykktir fyrir Listasafn Árnesinga til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa samþykktum Listasafns Árnesinga til síðari umræðu.
11. Samþykktir fyrir Byggðasafn Árnesinga - fyrri umræða
Lagðar fram samþykktir fyrir Byggðasafn Árnesinga til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa samþykktum Byggðasafns Árnesinga til síðari umræðu.
12. Stafrænt pósthólf
Lögð fram drög að kaupsamningi og þjónustusamningi við Deloitte ehf. vegna stafræns pósthólfs sem gerir opinberum aðilum kleift að tengja skjalaveitu við stafrænt pósthólf Ísland.is og gera þar með gögn aðgengileg til birtingar til einstaklinga og fyrirtækja.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan kaupsamning og þjónustusamning og felur sveitarstjóra að undirrita samningana
13. Beiðni um umsögn v. umsóknar Rauðukamba um nýtingarleyfi f. kalt grunnvatn
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Umhverfis- og orkustofnun þar sem óskað er eftir umsögnum vegna umsóknar Rauðukamba ehf um leyfi til nýtingar á grunnvatni í Þjórsárdal tengt rekstri Fjallabaðanna og gestastofu við Selhöfða.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum að gera ekki athugasemdir vegna fyrirhugaðrar útgáfu leyfis til nýtingar á grunnvatni í Þjórsárdal.
Axel Á. Njarvík situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég skil það svo að það þurfi að liggja fyrir greining á áhrifum fyrirhugaðrar vatnstöku á magnstöðu grunnvatns og eðlis efnafræðilegt ástand viðkomandi grunnvatnshlota. Það þarf að liggja fyrir að Umhverfis- og orkustofnun hafi afgreitt þetta máli í samræmi við lög um stjórn vatnamála. Fyrr getur ekki orðið að afgreiðslu þessa máls. Við þurfum að vera upplýst um þetta af hálfu Umhverfis- og orkustofnunnar áður en umsögn geti gengið eftir.
14. Til umsagnar 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.
Lögð fram umsagnarbeiðni frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis er varðar tillögu til þingsályktunar um innleiðingu landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur undir mikilvægi þess að innleiða landsbyggðarmat sem lögbundna og skyldubundna aðferð við undirbúning frumvarpa, reglugerða og stærri stefnumótunar- og fjárfestingaráætlana ríkisins. Sveitarstjórn felur oddvita að skila inn umsögn um málið í umsagnargátt Alþingis.
15. Til umsagnar 229. mál, Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.
Lögð fram umsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna 229. mál, Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsögn og felur oddvita að skila umsögninni í umsagnargátt Alþingis.
16. Til umsagnar 237. mál – Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Lögð fram umsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna 237. mál, breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða umsögn og felur oddvita að skila umsögninni í umsagnargátt Alþingis.
Axel Á. Njarðvík tekur undir margt í umsögn sveitarstjórnar en leggur fram eftirfarandi bókun:
Skylt þingmál var lagt fram á 152. þingi. Rétt er að benda á bókun mína sem fylgdi umsögn sveitarfélagsins.
Ég lýsi yfir eindreginni andstöðu við að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun séu í raun sett til nýtingar og krefjast þess að þær verði færðar yfir í verndarflokk eða biðflokk vegna mjög neikvæðra og óafturkræfra áhrifa þeirra á náttúru, landslag, umhverfi og samfélög.
Uppistöðulón, vegir og haugstæði sem fylgja framkvæmdunum munu eyða gróðri og jarðvegi, spilla lífríki Þjórsár og leggja laxastofninn í útrýmingarhættu. Framkvæmdir skemma landslag á löngum köflum meðfram Þjórsá, frá mynni Þjórsárdas til sjávar sem aldrei verður hægt að bæta. Kynntar mótvægisaðgerðir duga þar ekki til.
Umræður og undirbúningur virkjananna hafa valdið tortryggni og ósætti í samfélaginu sem skerða lífsgæði. Verði af þessum virkjunum munu sveitirnar hér aldrei verða samar.
Ég skora á Alþingismenn að kynna sér málið vel, athugasemdir fólks 25 ár aftur í tímann en ekki aðeins út frá sjónarhóli framkvæmdaaðila. Öllum ætti að vera löngu ljóst, að tjónið og skaðinn sem þær munu valda á náttúru og samfélagi verður aldrei bætt. Það er ekki að ástæðulausu að barátta gegn þessum tveimur virkjunum hefur varið í yfir aldarfjórðung.
Ég óska eftir því að þessi bókun fylgi umsögn sveitarfélagsins. Og enn fremur myndi ég vilja óska eftir því að fá að koma fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd til að fylgja þessari umsögn minni eftir og eftir atvikum að fá að fjalla frekar um þetta mál.
17. Sveitarfélag ársins 2025 - niðurstöður
Lagðar fram niðurstöður úr könnuninni sveitarfélag ársins, en þar koma fram niðurstöður viðhorfskönnunar Gallup meðal félagsfólks 11 bæjarstarfsmannafélaga. Könnunin veitir mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi og stjórnun. Mælingin nær yfir fjölbreytta þætti en þannig fæst heilsteypt mynd af innra starfsumhverfi sveitarfélaganna. Í ár lenti Skeiða- og Gnúpverjahreppur í 4. sæti, en fjögur efstu sveitarfélögin hljóta nafnbótina sveitarfélag ársins.
18. Yfirlit yfir uppgræðslur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2025
Lagt fram til kynningar fyrir sveitarstjórn minnisblað frá Landi og skógum þar sem fjallað er um yfirlit yfir uppgræðslur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi árið 2025. Land og skógur vann á þremur svæðum í sveitarfélaginu að uppgræðslu / endurheimt en þeir voru, Þjórsárdalur, Virkrar og Hafið. Landbótafélag Gnúpverja vann einnig að landbótum við Sandafell og Rauðá og Afréttarmálafélag Flóa og Skeiða vann að uppgræðslu inni á Vikrum.
19. Styrkumsókn frá Sigurhæðum
Lögð fram umsókn um styrk frá Sigurhæðum í samræmi við þá stefnu sem lögð var til grundvallar rekstri Sigurhæða að sveitarstjórnarstigið á Suðurlandi fjármagni 33% af rekstri Sigurhæða. Umbeðinn styrkumsókn til Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2026 er 302.753 kr.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum styrk til Sigurhæða að upphæð 302.753 kr fyrir árið 2026 og rúmast styrkveitingin innan fjárheimilda í fjárhagsáætlun ársins 2026.
20. Handbók Leikholts um málörvun og læsi
Handbók Leikholts um málörvun og læsi lögð fram til kynningar fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hrósar og þakkar ritnefnd og stýrihóp, sem vann að Handbók um málörvun og læsi, fyrir vel unnin störf. Handbókin er ítarlegur og greinargóður leiðarvísir um þennan grunnþátt menntunar, Læsi, og ljóst að hér er lýst meginstefi í eiginlegu og faglegu starfi leikskólans Leikholts.
21. Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ
Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ lagðar fram fyrir sveitarstjórn.
22. Fundargerð 313. fundar skipulagsnefndar
Langamýri spilda L209076; Aðkomuvegur; Framkvæmdarleyfi – 2510055
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Löngumýri spildu L209076 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í framkvæmdinni felst lagning vegar frá Löngumýrarvegi inn á Löngumýri spildu skv. deiliskipulagi. Þann 16.10.2025 veitti Vegagerðin leyfi fyrir framkvæmdinni.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum útgáfu framkvæmdaleyfis til lagningar vegar frá Löngumýrarvegi inn á Löngumýri spildu á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið.
Stóra-Mástunga 1 L166603; Efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2511005
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Svæðið sem breytingin nær til er Stóra-Mástunga 1 L166603. Í breytingunni felst að sett er inn ný náma í landi Stóru-Mástungu, á svæði fyrir norðaustan bæinn, þar sem landeigandi hefur tekið lítilsháttar af efni til eigin nota. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Markmið með breytingunni er að heimila allt að 45.000. m3 efnistöku á 2 ha svæði.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-236
Fundargerð lögð fram til kynningar.
24. Fundargerð 22. fundar skólanefndar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
25. Fundargerð 19. fundar Afréttarmálanefndar Gnúpverja
Fundargerð lögð fram til kynningar.
26. Fundargerð 20. fundar Afréttarmálafélags Gnúpverja
Fundargerð lögð fram til kynningar.
27. Fundargerð aðalfundar SVÁ frá 15. október 2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.
28. Fjárhagsáætlun SVÁ fyrir 2026
Fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar.
29. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2026
Fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar.
30. Fundargerð 629. fundar stjórnar SASS
Fundargerð lögð fram til kynningar.
31. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.
32. Fundargerð 249. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð lögð fram til kynningar.
33. Fundargerð 338. fundar stjórnar SOS
Fundargerð lögð fram til kynningar.
34. Fundargerð Veiðifélags Þjórsár 13. október 2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.
35. Fundargerð 3. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands
Fundargerð lögð fram til kynningar.
36. Fundargerð 129. fundar stjórnar UTU
Fundargerð lögð fram til kynningar.
37. Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambandsins
Fundargerð lögð fram til kynningar.
38. Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambandsins
Fundargerð lögð fram til kynningar.
39. Fundargerð ársþing SASS 23-24. október 2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.
40. Fundargerð 35. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
41. Fundargerð aðalfundar Brunavarna Árnesinga bs. 14. október 2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.
42. Fundargerð aðalfundar Tónlistarskóla Árnesinga bs. 14. október 2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.
43. Fundargerð aðalfundar Bergrisans 2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 12.12.
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 3. desember, kl. 9.00, í Árnesi.
Fundargerð undirrituð rafrænt.