- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundargerð:
72. sveitarstjórnarfundur
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Skýrsla oddvita á 72. sveitarstjórnarfundi
Oddviti fer yfir verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
2. Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 og 2027-2029
Lagt fram til kynningar fyrir sveitarstjórn minnisblað frá Sambandinu um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 og 2027-2029. Í lögum um opinber fjármál (nr. 123/2015) er lögð áhersla á að fjárhagsáætlanir skuli byggðar á traustum forsendum og gögnum. Í reglugerð nr. 1212/2015 segir með beinum hætti í 17. gr. að við vinnslu fjárhagsáætlana skuli sveitarfélög styðjast við þjóðhagsspár Hagstofu Íslands þar sem við á. Til viðbótar getur verið gagnlegt að styðjast við þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands og greiningardeilda viðskiptabankanna, auk mannfjöldaspár Hagstofunnar og Byggðastofnunar. Spárnar gefa vísbendingar um skattheimtu sveitarfélaga á komandi árum. Auk þess sem að verðlagsþróun og gerðir kjarasamningar nýtast vel til áætlunar um þróun kostnaðarliða.
3. Málstefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2025-2029 – fyrri umræða
Lögð fram málstefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2025-2029 til fyrri umræðu. Málstefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps er sett fram í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Málstefna er mikilvægur hluti af stefnu sveitarfélagsins til þess að varðveita íslensku sem aðal tungumál í starfsemi sveitarfélagsins. Markmið málstefnunnar er að tryggja að íslenskan sé meginmál í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins og að málnotkun sé vönduð, skýr og aðgengileg öllum íbúum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa Málstefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps til fastanefnda sveitarfélagsins
Gunnar Örn Marteinsson vék af fundi
4. Skólaakstur 2025-2026
Lögð fram drög að akstursleiðum og samningi um skólaakstur fyrir skólaárið 2025-2026. Skólaakstur er að breytast og minnka á milli ára með fækkun nemenda sem fara á Flúðir en einungis 10 bekkur fer á Flúðir í komandi skólaári. Einnig liggur fyrir að umfang skólaaksturs minnkar verulega frá og með haustinu 2026 þegar Þjórsárskóli verður orðinn 1-10. bekkur og ekki verður lengur akstur á Flúðir. Lagt er til að núverandi samningar verði framlengdir í samræmi við skipulag akstursleiða.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum drög að akstursleiðum og samningum um skólaakstur fyrir skólaárið 2025-2026 og felur sveitarstjóra að klára samningagerð og undirritun.
Gunnar Örn Marteinsson kemur aftur inn á fundinn
5. Trúnaðarmál
Fært til bókar í trúnaðarmálabók.
6. Landbótafélag Gnúpverja. Viðauki við samning um landbótaverkefni á Gnúpverjaafrétti
Lögð fram drög að viðauka við samning við Landbótafélag Gnúpverja sem undirritaður var 2019. Markmið samningsins er framkvæmd landbótaáætlunar á Gnúpverjaafrétti sem er í gildi á hverjum tíma. Landbótaáætlun er unnin í samstarfi við Land og skóga.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum viðauka við samning um landbótaverkefni Gnúpverjaafréttar og felur sveitarstjóra að undirrita viðaukann. Viðaukinn rúmast innan fjárhagsáætlunar.
7. Ungmennafélag Skeiðamanna og Ungmennafélag Gnúpverja styrkur
Frá síðasta skólavetur hefur verið unnin vinna við að breyta fyrirkomulagi vegna verðandi nemenda í 1. bekk Þjórsárskóla á þann hátt að í stað þess að börnin fari aftur inn í leikskólann eftir sumarfrí verði skapaðar aðstæður til vistunar eða frístundar. Ungmennafélag Skeiðamanna og Ungmennafélag Gnúpverja í samstarfi við sveitarfélagið standa nú sameiginlega að leikjanámskeiði fyrir börn í sveitarfélaginu fædd árið 2015-2019. Lagt er upp með fjölbreytta dagskrá. Lagt er til að ungmennafélögin verði styrkt um samtals 500.000 kr. til að standa undir rekstri námskeiðsins, auk þess sem sveitarfélagið greiði niður hádegismáltíðir barnanna á móti greiðslum foreldra líkt og í öðru skólastarfi. Styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar árið 2025.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum styrk til ungmennafélaganna að upphæð 500.000 kr.
8. Kaupsamningur lausafé Tjaldsvæði Árnes
Lagður fram til staðfestingar sveitarstjórnar kaupsamningur v. lausafé á Tjaldsvæði Árnes, þ.e. salernisgámur og rafmagnstenglar milli sveitarfélagsins og núverandi rekstraraðila.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagðan samning með fimm atkvæðum og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
9. Samningur um Nónstein- viðauki
Lagður fram viðauki við samninginn um leigu á Nónstein á milli sveitarfélagsins og Árnes ferðaþjónustu á Íslandi. Lagt er til að leigusamningur verði framlengdur út árið 2027 í tengslum við breytingu á deiliskipulagi í Árnesi
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagaðan viðauka með fimm atkvæðum og felur sveitarstjóra að undirrita viðaukann.
10. Forkaupsréttur á Holtabraut 11 - F2218219
Skeiða- og Gnúpverjahreppur er með forkaupsrétt að íbúðahúsnæðinu að Holtabraut 11, en fyrir liggur kaupsamningur um eignina þar sem taka þarf afstöðu til þess hvort sveitarfélagið nýti forkaupsréttinn.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að nýta ekki forkaupsrétt að Holtabraut 11.
11. Lántaka Brunavarna Árnessýslu
Á vorfundi Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var í Hveragerði 28. apríl 2025 var samþykkt að fela slökkviliðsstjóra og stjórn Brunavarna Árnessýslu að vinna að fjármögnun fyrir fjárfestingum ársins 2025, eins og gert var ráð fyrir í gildandi fjárhagsáætlun, að upphæð 180 milljónum króna. Fjárfestingar ársins samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun eru tankbifreið fyrir stöðina í Þorlákshöfn fyrir 30 milljónir króna og fyrir bíla- og tækjageymslur á Flúðum fyrir 150 milljónir króna. Nú liggja fyrir lánakjör og er viðskiptasamningur upp á 180 millj kr. lagður fram til samþykktar. Hlutdeild Skeiða- og Gnúpverjahrepps í lántökunni er 5,35% miðað hlutfall sveitarfélagsins á árinu 2025.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að veita Sylvíu Karen Heimisdóttur, kt. 290882-5679, sveitarstjóra fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins lánasamning við Landsbankann sbr. framangreint sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast framangreindri lántöku, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
12. Umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II – C Minna gistiheimili.
Lögð fram umsókn um rekstrarleyfi í flokki II – C Minna gistiheimili fyrir Söruhús, Áshildarvegi 2, Fasteignanúmer F2505756 miðað við hámarksfjölda gesta 3.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ekki athugasemdir við umsóknina.
13. Umsögn vegna stofnun lögbýlis - Hólabraut 2
Lögð fram umsagnarbeiðni til sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis að Hólabraut 2.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ekki athugasemdir við að stofnað verði lögbýli að Hólabraut 2, L215753.
14. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0613/2024 í Skipulagsgátt, Aðalskipulag Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ekki athugasemdir varðandi mál 0613/2024, Aðalskipulag Skagafjarðar.
15. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0534/2025 í Skipulagsgátt, Vaðfitjanáma efnistökusvæði
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ekki athugasemdir varðandi mál 0534/2025, Vaðfitjanáma efnistökusvæði.
16. Innviðaráðherra. Skýrsla um gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Lögð fram til kynningar fyrir sveitarstjórn skýrsla starfshóps sem var skipaður af innviðaráðherra til að leggja mat á nýtingu og áhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða.
17. Aflétting frestun kærumála nr. 126-129 og 132-144/2024
Lagt fram til kynningar fyrir sveitarstjórn bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem tilkynnt er um afléttingu á frestun mála sem ÚUA hefur haft til umfjöllunar er varða Hvammsvirkjun.
18. Vettvangsganga framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjun
Lögð fram gögn til kynningar fyrir sveitarstjórn vegna vettvangsgöngu sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála boðaði til þann 28. júlí 20205.
19. Bráðabirgðaúrskurður í ÚUA í máli nefndarinnar nr. 127/2024
Lagður fram til kynningar fyrir sveitarstjórn bráðabirgðaúrskurður um kröfu hluta kærenda um stöðvun framkvæmda við Hvammsvirkjun, sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp þann 31. júlí 2025.
20. Umfjöllun um eldhraun i úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 127/2024
Lagt fram til kynningar fyrir sveitarstjórn bréf frá Landsvirkjun þar sem fjallað er um umfjöllun um eldhraun i úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 127/2024
21. 2506101 Bali (L239322); byggingarleyfi; íbúðarhús
Móttekin var umsókn þann 26.06.2025 um byggingarleyfi fyrir 202,5 m2 einbýlishúsi á landinu Bali (L239322) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
22. Fundargerð 306. fundar skipulagsnefndar
Markhóll L230917; Skilgreining landsspildu, íbúðarhús, 2 gestahús og skemma; Deiliskipulag - 2501020
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga deiliskipulags sem tekur til landspildunnar Markhóls. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á byggingarreit og byggingarheimildum innan spildunnar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir íbúðarhúsi, bílskúr, skemmu auk tveggja gestahúsa. Umsagnir bárust við auglýsingu skipulagstillögunnar sem eru lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna þar sem við á. Unnin hefur verið minjaskráning á lóðinni og hefur tillagan verði uppfærð í takt við þá skráningu. Að mati sveitarstjórnar er fjallað með fullnægjandi hætti um umhverfisáhrif tillögunnar innan greinargerðar. Hraun á svæðinu er uppgróið. Eins og sjá má í minjaskráningu svæðisins er töluvert af gömlum mógröfum á svæðinu sem gefur vísbendingar um landgerð þess. Að mati sveitarstjórnar eru framlagðar byggingarheimildir innan skipulagsins á 3,5 ha landsvæði ekki líklegar til að hafa veruleg áhrif á vistgerðir og fuglalíf umfram það sem fyrir er á svæðinu sem um ræðir. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sandlækur 2 L166591; Ferðaþjónusta og íbúðarhús; Fyrirspurn - 2507006
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Sandlæk 2 L166591 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Óskað er eftir því að vinna breytingu á aðalskipulagi til að ramma inn framtíðar fyrirkomulag atvinnustarfsemi og íbúðarhúsnæðis á lóðinni og einnig á lóðum L212043, L217870, L209688, L219035 og L201306. Fyrirhuguð er uppbygging á ferðaþjónustu, geymsluhúsnæði og íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk og eigendur á lóðunum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemdir við að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi í takt við framlagða fyrirspurn.
Reykjahlíð spilda 5 L216354; Sólbakki; Breytt heiti lóðar - 2506112
Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir L216354. Óskað er eftir að Reykjahlíð spilda 5 fái nafnið Sólbakki.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu. Sveitarstjórn samþykkir erindið með fimm atkvæðum.
23. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 25-230
Fundargerð lögð fram til kynningar.
24. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 25-231
Fundargerð lögð fram til kynningar.
25. Fundargerð 123, 124 og 125. fundar stjórnar UTU bs.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
26. Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands 2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.
27. Ársreikningur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2024.
Ársreikningur lagður fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 12.46
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 20. ágúst, kl. 9.00, í Árnesi.
Fundargerð undirrituð rafrænt.