Sveitarstjórn

71. fundur 02. júlí 2025 kl. 09:00 - 10:45 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Gunnhildur Fjóla Valgeirsdóttir
  • Andrea Sif Snæbjörnsdóttir
  • Axel Á. Njarðvík
  • Gunnar Örn Marteinsson
Starfsmenn
  • Hrönn Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Hrönn Jónsdóttir

Árnesi, 2. júlí 2025

Fundargerð:

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Skýrsla oddvita á 71. sveitarstjórnarfundi

Oddviti fer yfir verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

2. Lóðamál í Árnesi

Hinn 22. janúar 2025 fól, sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sveitarstjóra að senda út bréf til þeirra aðila sem fengið höfðu úthlutaðri lóð á tímabilinu 2021-2023 þar sem lóðahöfum var gefinn kostur á að skila inn upplýsingum um byggingaráform á úthlutuðum lóðum. Í reglum um úthlutun lóða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og lóðarleigusamningum sem gerðir höfðu verið, kemur fram að hefja skuli framkvæmdir á úthlutaðri lóð innan 12 mánaða frá úthlutun. Í framhaldinu bárust upplýsingar frá lóðarhöfum. Skiluðu flestir lóðarhafar inn upplýsingum um stöðu á sínum fyrirætlunum. Hinn 5. mars 2025 samþykkti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að gefa öllum lóðahöfum í Árnesi frest til 5. júní 2025 til þess að skila inn og fá samþykktar teikningar af viðkomandi byggingum og hefja framkvæmdir á lóð. Hjá þeim lóðahöfum sem byrjuðu ekki framkvæmdir fyrir 5. júní 2025 skyldi leiguréttur lóðahafa fallinn úr gildi skv. samningi um viðkomandi lóð og í framhaldinu myndi sveitarfélagið afturkalla lóðirnar og aflýsa lóðaleigusamningum

Lagt er nú fram minnisblað sveitarstjóra um lóðamál í Árnesi í tengslum við frest sem sveitarstjórn veitti lóðahöfum til 5. júní til að hefja framkvæmdir. Engin viðbrögð bárust frá lóðahöfum að Nautavaði 1, Skólabraut 1-3, Hamragerði 1, Hamragerði 5 og Heiðargerði 1. Framkvæmdir eru hafnar við Nautavað 2 og Skólabraut 5, Lóðaleiguréttur við Nautavað 4 og Hamragerði 3 er fallinn aftur til sveitarfélagsins.

Í ljósi þess ferils sem hefur verið farinn, lóðahöfum gefinn viðbótarfrestur til að skila inn gögnum og hefja framkvæmdir en án árangurs, samþykkir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps með fimm atkvæðum að fela sveitarstjóra að innkalla lóðirnar Nautavað 1, Skólabraut 1-3, Hamragerði 1, Hamragerði 5 og Heiðargerði 1 og skal lóðaleigusamningi aflýst úr fasteignabók.

 

3. Beint frá býli - styrkumsókn

Lögð fram beiðni um styrk vegna Beint frá býli dagsins sem haldinn verður sunnudaginn 24. ágúst og smáframleiðendur á Suðurlandi taka þátt í. Leitað er eftir styrk til að standa undir hluta af kostnaði við leigu á salernum, kaffiveitingum og leigu á hoppukastala.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að hafna styrkbeiðninni.

 

4. Umsagnarbeiðni - Stofnun lögbýlis að Sandlækjarmýri L201309

​Lögð fram umsagnarbeiðni til sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis að Sandlækjarmýri. Fyrirhugað er að stunda skógrækt á landinu, að planta nýjum skógi og grisja eldri skóg. Einnig mun hluti landsins verða notaður sem beitiland fyrir hross.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ekki athugasemdir við að stofnað verði lögbýli að Sandlækjarmýri L201309.

 

5. Samningur um íþróttahús- Límtré vírnet

​​Samningur um framleiðslu íþróttahús við Límtré Vírnet ehf lagður fram til kynningar.


6. Samningur um veiðirétt í Fossá 2025-2026

​Samningur um veiðirétt í Fossá sumarið 2025 og 2026 lagður fram til kynningar.

 

7. Samkomulag v/barna með fjölþættan vanda

​Lagt fram til kynningar bréf, samningur og fylgigögn frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu er varðar samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis. Á grundvelli samkomulagsins mun ríkið eigi síðar en 1. janúar 2026 taka ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með flóknar og fjölþættar þjónustuþarfir sem búsett eru utan heimilis. Á móti skuldbinda sveitarfélög sig til að tryggja að viðunandi úrræði séu í boði fyrir þennan hóp barna á fyrsta og öðru stigi þjónustu.


8. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands

Lagt fram aðalfundarboð Eignarhaldsfélags Suðurlands hf sem haldinn verður föstudaginn 4. júlí kl. 11:30 í fundarsal SASS að Austurvegi 56.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að fela Bjarna H. Ásbjörnssyni að mæta á aðalfundinn fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 

9. Fundargerð 305. fundar skipulagsnefndar

Skeiðháholt 1 L166494; Skeiðháholt 1B; Stofnun lóðar - 2506006

Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 07.04.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 7.338,4 fm landeign, Skeiðháholt 1B, úr landi Skeiðháholts 1 L166494.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið. Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins auk þess sem sveitarstjórn bendir á að lóðin er mikið til innan takmarkana sem taka til fjarlægða frá vegum.

 

Húsatóftir 1E; breytt landnotkun; Fyrirspurnir til skipulagsnefndar - 2506082

Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til breytinga á landnotkun á landi Húsatófta 1E. Í breytingunni felst beiðni um tilfærslu áætlaðrar veglínu til austurs auk skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði og frístundasvæði.

Að mati sveitarstjórnar er forsenda aðalskipulagsbreytingar á svæðinu að tilfærsla vegarins geti gengið m.t.t. veghönnunar og staðla. Mælist sveitarstjórn til þess að umsækjandi vinni að hugsanlegri tilfærslu í samráði við Vegagerðina. Að öðru leyti gerir sveitarstjórn ekki athugasemdir við að unnin verði skipulagslýsing með það að markmiði að skilgreina nánar legu áætlaðrar tilfærslu Skeiða- og Hrunamannavegar og skilgreina um leið landnotkun svæðisins með tilliti til forsenda er varða m.a. fjarlægðir frístundahúsa og verslunar- og þjónustubygginga frá vegum, jarðvegsaðstæðna á svæðinu, minja, vatnsöflunar, fráveitu, tenginga við svæðið o.s.frv.

 

Klettar (L166589); byggingarheimild; starfsmannahús og geymsla - breyta innra skipulagi og útliti - 2503091 

Erindi sett að nýju fyrir sveitarstjórn með uppfærðum teikningum. Sótt er um byggingarheimild til að breyta innra skipulagi og útliti á mhl 05 starfsmannahúsi og geymslu 1.476,7 fm á jörðinni Klettar L166589 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum útgáfu byggingarheimildar vegna breytinga á innra skipulagi og útliti á matshluta 05 að Klettum L166589. Byggingarfulltrúa verði falin útgáfa leyfisins.

 

10. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 25-229

​Fundargerð lögð fram til kynningar.

​11. Fundargerðir 23. og 24. Fundar Menningar- og æskulýðsnefndar

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Erindi frá Menningar- og æskulýðsnefnd í fundargerð nr. 24 um Umhverfisverðlaun; Sveitarstjórn samþykkir erindið með fimm atkvæðum og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

 

12. Fundargerð Hússtjórnar Þjóðveldisbæjar frá 11. júní 2025

Fundargerð lögð fram til kynningar.


13. Fundargerðir 85. og 86. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

14. Fundargerðir 981. og 982. fundar stjórnar Sambandsins

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

15. Fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags 2024

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

16. Fundargerðir 30. og 31. fundar Héraðsnefndar Árnesinga

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.


17. Fundargerð 623. fundar stjórnar SASS

Fundargerð lögð fram til kynningar.


18. Fundargerð 245. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

19. Fundargerð 17. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

20. Fundargerð 86. fundar stjórnar Bergrisans bs.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

21. Fundargerð 24. fundar stjórnar Arnardrangans

Fundargerð lögð fram til kynningar.


Fundi slitið kl. 10:45

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 6. ágúst, kl. 9.00, í Árnesi.

Fundargerð undirrituð rafrænt.