Auglýsing um skipulagsmál Hvammsvirkjun

Kjálkaversfossinn
Kjálkaversfossinn

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og GnúpverjahreppiSamkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun.  Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggja sameiginlega fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun. Framkvæmdasvæði Hvamm­svirkjunar er í báðum sveitarfélögunum.  Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi.

   Deiliskipulag             Greinargerð             Yfirlitsuppdráttur

Ofantalin tillaga er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.is og Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is Jafnframt má nálgast frummatsskýrsluna hjá Skipulagsstofnun eða á vef þeirra www.skipulag.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. júlí 2017

Haraldur Birgir Haraldsson, Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra og

Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps