- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Skýrsla oddvita á 75. sveitarstjórnarfundi
Oddviti fer yfir verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
2. Rekstrarskýrsla janúar-júlí 2025
Lögð fram rekstrarskýrsla fyrir janúar til júlí ásamt upplýsingum um stöðu fjárfestinga fram í byrjun september. Samhliða fjölgun íbúa á tímabilinu hafa útsvarstekjur aukist um 12,5% á milli ára og tekjur af fasteignaskatti aukist um 9,1%. Allir helstu gjaldaliðir eru á áætlun, en stærsti hluti rekstrarkostnaðar fer í fræðslu og uppeldismál eða tæp 53%. Rekstrarafgangur fyrstu sjö mánuði ársins er 130 milljónir eftir afskriftir og fjármagnsliði, samanber 126 milljónir á sama tíma síðasta árs. Framkvæmdir hafa gengið vel á árinu og í byrjun september er búið að fjárfesta fyrir 523 milljónir á árinu. Framkvæmdum við Skeiðalaug er að mestu lokið. Framkvæmdir við nýja íþróttamiðstöð í Árnesi ganga samkvæmt áætlun og er samtals fjárfesting á þessu ári komin í 367 milljónir og með fjárfestingu síðasta árs er framkvæmdakostnaður við íþróttamiðstöð í Árnesi kominn í 444 milljónir. Í sumar voru breytingar gerðar í Þjórsárskóla þar sem svæði fyrir miðstig var breytt og stækkað ásamt því að minniháttar breytingar voru gerðar á unglingastigi. Í júní hófust framkvæmdir við nýtt 200fm verknámshús á lóð Þjórsárskóla. Búið er að reisa húsið og innanhúss frágangur í gangi. Framkvæmdakostnaður stendur í 37 milljónum en áætlað er að heildarkostnaður verði um 55 milljónir kr. Fram undan eru breytingar í sorpmálum, en núverandi samningur við Íslenska gámafélagið rennur út 30. september. Síðustu vikur hefur verið undirbúningur að því að færa sorpþjónustuna að fullu inn í áhaldahús sveitarfélagsins. Búið er að fjárfesta í öllum helsta búnaði og mun þjónusta verða aukin verulega með aukinni tíðni í losun á heimilum. Framkvæmdir við endurnýjun hitaveitunnar í Brautarholti er að mestu lokið. Búið er að gangsetja nýju borholuna en frágangur er eftir í dæluhúsi ásamt því að settir verða upp rafrænir mælar í öll hús. Framkvæmdir við nýja stofna í kaldavatnsveitunni bæði í Árnesi og Brautarholti eru í undirbúningi og er stefnt á að klárist fyrir veturinn. Heilt yfir gengur rekstur sveitarfélagsins vel, framkvæmdir ganga vel og afkoma er umfram áætlanir.
3. Fjárhagsáætlun 2025-2028 - viðauki III
Lagður fram viðauki III við fjárhagsáætlun 2025. Verið er að uppfæra áætlun í samræmi við þróun á rekstri og framkvæmdum ársins eftir fyrstu sjö mánuði ársins. Fjárfestingar ársins eru lækkaðar um 16 milljónir, úr 801 milljónum í 785 milljónir. Áhrif viðaukans á rekstur eru jákvæð um 43. milljónir kr.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahreppi samþykkir með fimm atkvæðum viðauka III við fjárhagsáætlun 2025 og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðkomandi aðila.
4. Nýting jarðhita Þjórsárholti
Lagt fram bréf frá landeigendum í Þjórsárholti er varðar endurgjald fyrir nýtingu á jarðhitaréttindum samkvæmt samningi frá apríl 1980 þar sem óskað er eftir breytingum á samninginum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
5. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2026
Lagt fram erindi frá Stígamótum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn, enda er öll þjónusta Stígamóta við brota þola þeim að kostnaðarlausu.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa ósk Stígamóta um styrk til vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
6. Erindi frá Kvennaathvarfi
Lagt fram erindi frá samtökum um kvennaathvarf þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2026.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa ósk Kvennaathvarfsins um styrk til vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
7. Umferðarhraði við sumarhúsabyggð Flötunum
Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra um umferðarhraða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í minnisblaðinu er annars vegar tekin fyrir beiðni frá sumarhúsaeigendum á Flötunum um lækkun á umferðarhraða og hins vegar er umfjöllun um umferðarhraða við þéttbýlismörk Árnes. Með aukinni umferð og auknum umsvifum í sveitarfélaginu er mikilvægt að halda á lofti umferðaröryggi í sveitarfélaginu þannig að sýnileiki þess að umferðahraði sé dreginn niður á stofnvegi sé nægilegur.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að hámarkshraði á Flötunum verði lækkaður niður í 30 km hraða og skilti þess efnis sett upp. Framkvæmdin rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar.
8. Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16.gr. laga nr. 55/1992
Lagt fram erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands sem sent er til allra sveitarfélaga á Íslandi er varðar áhrif 16. Gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ. NTÍ beinir sjónum sínum að vaxandi tjónum á nýlegum mannvirkjum á þekktum flóða svæðum og talsverðrar umræðu um enn frekari framkvæmdir á slíkum svæðum. Með þessu bréfi er áréttuð lagaleg staða og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum og réttur almennings til skýrra upplýsinga um takmarkanir á vátryggingarvernd og bótarétti skv. 16. gr. laga nr. 55/1992 þegar byggt er á svæðum með fyrir fram þekkta náttúruvá, einkum vegna vatns- og sjávarflóða
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar erindið og vísar því áfram í vinnu er snýr að upptöku á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
9. Fundargerð 309. fundar skipulagsnefndar
Brautarholt L166445; Parhúsalóð í einbýlishúsalóð; Deiliskipulagsbreyting -2508045
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi sem tekur til þéttbýlisins í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að lóðin Holtabraut 11-13 er breytt út parhúsalóð í einbýlishúsalóð.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkir með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Hlemmiskeið 2C (L174528); byggingarheimild; skemma - 2509011
Móttekin var umsókn þann 01.09.2025 um byggingarheimild fyrir 240 m2 skemmu á íbúðarhúsalóðinni Hlemmiskeið 2C (L174528) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Húsatóftir 4A L222395; Skilgreining svæðis; Deiliskipulag - 2509005
Lögð er fram umsókn um deiliskipulag sem tekur til Húsatófta 4A L222395 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í umsókninni er óskað er eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir Húsatóftir 4A, sem er 7500 m2 að stærð. Heimilt verði að byggja allt að 150 m2 frístundahús og 30 m2 gestahús. Núverandi aðkoma er til suðurs af Vorsabæjarvegi, austan við Efri-Brúnavelli 1. Búið er að leggja vatn og rafmagn að lóðinni. Í aðalskipulagi er landið landbúnaðarsvæði og skv. kafla 2.3.8 um stakar framkvæmdir gilda eftirfarandi heimildir: Stök frístundahús á 0,5-1,0 ha lóðum. Ný hús skulu reist í nágrenni núverandi byggðar til að nýta sem best það þjónustukerfi sem fyrir er. Stök hús skulu að jafnaði reist utan verndarsvæða og landbúnaðarlands í flokki I og II. Nýtingarhlutfall frístundalóða er að jafnaði ekki hærra en 0,03, en getur við sérstakar aðstæður verið allt að 0,05
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mælist til þess að unnið verði deiliskipulagi fyrir svæðið í heild sinni. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
10. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-233
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11. Fundargerð aðalfundar Hitaveitufélags Gnúpverja
Fundargerð og ársreikningur lagt fram til kynningar.
12. Fundargerð 983. fundar stjórnar Sambandsins
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13. Fundargerð 87. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14. Fundargerð 11. fundar oddvitanefndar
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að leggja niður Laugaráshérað, kt. 620169-5879, og að eignarhlutur stofnunarinnar í jörðinni Laugarási verði færður til aðildarsveitarfélaganna. Sveitarstjórn samþykkir einnig með fimm atkvæðum að Steinunn Erla Kolbeinsdóttir verði fengin til að vinna málið áfram með nefndinni. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar
15. Fundargerð 18. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
16. Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar - 2024
Ársskýrsla lögð fram til kynningar.
17. Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga 2024
Ársskýrsla lögð fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 11.08
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 1. október, kl. 9.00, í Árnesi.
Fundargerð undirrituð rafrænt.