Sveitarstjórn

74. fundur 03. september 2025 kl. 09:00 - 12:00 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Axel Á. Njarðvík
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Árnesi, 3. september 2025

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Skýrsla oddvita á 74. sveitarstjórnarfundi

Oddviti fer yfir verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

 

2. Sorpmál í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Lagt fram minnisblað er varðar sorpþjónustu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í lok september rennur út samningur við Íslenska gámafélagið sem hefur séð um söfnun sorps á heimilum, losun grenndarstöðva og gámasvæðis ásamt umsjón með losun gáma fyrir dýrahræ. Lagt er til að framlengja ekki samninginn við Íslenska gámafélagið og ekki bjóða út þjónustuna að nýju, heldur fjárfesta í tækjum og búnaði til að reka heildstætt hringrásarhagkerfi í áhaldahúsi sveitarfélagsins. Með því móti verður hægt að auka þjónustu við íbúa verulega og stöðva þær miklu kostnaðarhækkanir sem hafa orðið í rekstri sorphirðu. Slík breyting mun auka möguleika okkar til endurvinnslu og endurnýtingar ásamt því að geta uppfyllt allar ýtrustu kröfur um vinnslu og meðhöndlun úrgangs.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum af framlengja ekki núverandi samning við Íslenska gámafélagið og hefja undirbúning að rekstri eigin hringrásarhagkerfis. Sveitarstjórn samþykkir fyrirhugaðar fjárfestingar í tækjabúnaði, sem eru innan núverandi heimilda í fjárhagsáætlun. Með nýju fyrirkomulagi verði tíðni losunar hjá heimilum aukin í mánaðarlega losun og opnunartími gámasvæðis aukinn verulega.

 

 

3. Reglur um lóðaúthlutun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

​Lagðar fram uppfærðar reglur um lóðaúthlutun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þar sem bætt er við heimildum til að veita afslátt af gatnagerðargjöldum vegna íþyngjandi jarðvegsaðstæðna á lóðum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahreppi samþykkir með fimm atkvæðum uppfærðar reglur um lóðaúthlutun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 

 

4. Samningur um þjónustu trúnaðarlæknis

​Lagt fram bréf frá Vinnuvernd ehf, þar sem tilkynnt er um uppsögn á verksamningi sem sveitarfélögin í Uppsveitunum eru aðilar að.

 

5. Beiðni frá Félagi fósturforeldra

​​Lagt fram bréf frá félagi fósturforeldra þar sem fjallað er um starfssemi félagsins ásamt því að óskað er eftir styrk að upphæð 25.000 kr.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að veita Félagi fósturforeldra styrk að upphæð 25.000 kr. Styrkurinn rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar.

 

 

6. Ársþing SASS 2025

​Lagt fram til kynningar sveitarstjórnar upplýsingar um komandi ársþing SASS 2025 sem verður haldið 23. og 24. október í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

Fulltrúar sveitarfélagsins á ársþingi SASS 2025 eru skipuð Haraldur Þór Jónsson, Bjarni Hlynur Ásbjörnsson og Gunnar Örn Marteinsson. Varamenn eru Andrea Sif Snæbjörnsdóttir, Axel Á. Njarðvík og Vilborg Ástráðsdóttir.

 

 

7. Umsögn og fylgiskjal Fiskistofu til stjórnvalds, mál nr. 75/2025.

​Lagt fram erindi frá Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála ásamt umsögn Fiskistofu er varðar efnistöku fyrir landi jarðarinnar Fossness.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við lögmenn sveitarfélagsins.

 

 

8. Bakhópar Sambandsins í umhverfismálum

​Lagt fram bréf frá Sambandinu er varðar að leiða saman fulltrúa sveitarfélaga í tvo bakhópa um umhverfismál. Markmiðið er að skapa vettvang þekkingar- og upplýsingamiðlunar hjá þeim sem sinna verkefnum umhverfismála fyrir hönd sveitarfélaga. Óskað er eftir einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi inn í hvorn bakhóp fyrir sig.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að skipa Harald Þór Jónsson í hópinn sem fjallar um úrgangsmál og hringrásarhagkerfi og skipar Hrönn Jónsdóttir í hóp sem fjallar um loftslagsmál.

 

 

9. Fundargerð 308. fundar skipulagsnefndar

​Búrfellshólmi, Búrfell; Nýtt efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2406006

 

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, sem tekur til skilgreiningar á nýju efnistökusvæði á Búrfellshólmum austan Búrfells. Svæðið er í beinu framhaldi af núverandi efnistökusvæði E33. Áætluð efnistaka er allt að 4,5 milljón m3 og að efnisnám nemi um 80.000-300.000 m3 á ári í 10-15 ár. Stærð svæðis er 183 ha. Um er að ræða vikurnámu og er vikurinn einkum unninn til útflutnings. Starfsemi á nýju efnistökusvæði verður að öllum líkindum unnin á sambærilegan hátt og áður hefur verið á Búrfellshólmum og gengið verði frá því svæði þar sem efnistöku er lokið jafnóðum. Umsagnir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna efnistökusvæðis E33 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn mælist til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

 

 

10. Fundargerð 126. fundar stjórnar UTU bs.

​Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

11. Fundargerð 127. fundar stjórnar UTU bs.

​ Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

12. Fundargerð 334. fundar stjórnar SOS

Fundargerð lögð fram til kynningar.


13. Fundargerð 625. fundar stjórnar SASS

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 12.00

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 17. september, kl. 9.00, í Árnesi.

Fundargerð undirrituð rafrænt.