Sveitarstjórn

65. fundur 16. apríl 2025 kl. 09:00 - 14:08 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Axel Á. Njarðvík
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Árnesi, 16. apríl 2025

Mætt til fundar:

Haraldur Þór Jónsson oddviti, Vilborg Ástráðsdóttir, Bjarni H. Ásbjörnsson og Gunnar Örn Marteinsson. Gerður Stefánsdóttir boðaði forföll og í hennar stað kemur Axel Á. Njarðvík.

Sylvía Karen Heimisdóttir ritaði fundinn.

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

1. Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

Skýrsla oddvita á 65. sveitarstjórnarfundi

Oddviti fer yfir verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

 

2. Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2024 - fyrri umræða

​​Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi KPMG kom inn á fundinn og kynnti ársreikninginn og helstu niðurstöður. Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2024 lagður fram til fyrri umræðu.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta við fyrri umræðu var jákvæð um 178 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 189 millj. kr. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.425 millj. kr. í A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.391 millj. kr.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 1.368 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 1.450 millj. kr.

Niðurstöður ársreiknings 2024 teknar til fyrri umræðu. Endurskoðun er enn í gangi með tilliti til byggðasamlaga og annarra samstarfsverkefna sem er ekki að fullu lokið.

 

 

3. Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts 2024 - fyrri umræða

Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts 2024 lagður fram til fyrri umræðu. Rekstrartekjur námu 5,4 millj. kr. á árinu 2024 og hækkuðu um 0,3 millj. kr. milli ára. Rekstrarniðurstaða var neikvæð um 1,1 millj. kr. Eigið fé í árslok var jákvætt um 13,9 millj. kr.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa ársreikningi Hitaveitu Brautarholts 2024 til síðari umræðu.

 

 

4. Umsókn um lóð - Holtstagl 4

​ Lögð fram umsókn um lóðina Holtstagl 4 í Brautarholti frá Rörinu ehf.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að veita Rörinu ehf. vilyrði fyrir lóðinni Holtstagl 4.

 

5. Skil á lóð Hamragerði 3

​​Lagt fram erindi frá Aðalheiði Jónsdóttur sem fékk úthlutað lóðinni Hamragerði 3 þann 17.11.2021. Óskar hún eftir að skila lóðinni aftur til sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Hamragerði 3 verði skilað, að greidd gatnagerðargjöld verði endurgreidd í samræmi við reglur þar um og felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina aftur til úthlutunar.

 

6. Skil á lóð - Þingbraut 15

​Lagt fram erindi frá Traust Tækni ehf sem fékk úthlutað lóðinni Þingbraut 15 þann 19.2.2025. Óskað er eftir því að skila lóðinni aftur til sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Þingbraut 15 verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina aftur til úthlutunar.

 

7. Skil á lóð og úthlutun nýrrar lóðar

​Lögð fram viljayfirlýsing um úthlutun lóðar við Hólabraut 4 og afturköllun leiguréttar skv. lóðaleigusamningi vegna lóðarinnar Nautavað 4.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða yfirlýsingu og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun.

 

8. Deiliskipulag í Árnesi

Páll Jakob Líndal og Anna Leoniak frá Envalys koma inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað til þess að kynna stöðuna á vinnu við deiliskipulag í Árnesi.

 

9. Erindisbréf skólanefndar

Lagt fram uppfært erindisbréf skólanefndar. Megin breytingin frá núverandi erindisbréfi er að hlutverki frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar er bætt við hlutverk skólanefndar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagt erindisbréf skólanefndar.

 

10. Samningur um samstarf við Björgunarsveitina Sigurgeir

Lagður fram samstarfssamningur við Björgunarsveitina Sigurgeir um eflingu öryggis og hjálparstarfs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Samningnum er ætlað að efla og tryggja samstarf milli sveitarfélagsins og björgunarsveitarinnar með áherslu á mikilvægi björgunarsveitarinnar sem viðbragðsaðila á svæðinu og þess forvarnarstarfs sem fram fer innan félagsins samfélaginu til heilla.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan samning við Björgunarsveitina Sigurgeir og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 

11. Erindi frá sveitarstjórn Hrunamannahrepps

Lagt fram erindi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps til aðildarsveitarfélaga UTU þar sem kemur fram ítrekun á ósk um að samþykktum UTU verði breytt til þess að hvert sveitarfélag geti starfrækt sína eigin skipulagsnefnd.

Haraldur Þór Jónsson, Axel Á. Njarðvík og Bjarni Hlynur Ásbjörnsson hafna erindi Hrunamannahrepps og ítreka bókun frá meirihluta sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 4. september 2024 þar sem kemur fram að það sé mat þeirra að núverandi fyrirkomulag sé til fyrirmyndar og er ekki hlynnt breytingum á samþykktum UTU sem heimila einstökum aðildarsveitarfélögum að starfrækja eigin skipulagsnefnd, en með því móti yrði ekki lengur miðlað þeim mikilvægu upplýsingum í skipulagsmálum sem myndast á grundvelli núverandi fyrirkomulags.

 

Gunnar Örn Marteinsson samþykkir erindi Hrunamannahrepps og leggur fram eftirfarandi bókun um málið:

Ég sé engin rök sem mæla gegn því að Hrunamannahreppur reki sína eigin skipulagsnefnd. Það er því tillaga mín að Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykki þessa beiðni enda verður ekki séð að það skaði sveitarfélagið með nokkru móti og er vægast sagt hæpið að við séum að ráðskast með það hvernig önnur sveitarfélög haga sínum málum. Einnig er rétt að benda á í þessu samhengi langt samstarf þessara nágrannasveitarfélaga þar sem haft hefur verið að leiðarljósi að virða þær ákvarðanir sem hinn aðilinn tekur.

Vilborg Ástráðsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

12. Boð á ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) fimmtudaginn 22. maí

Lagt fram boð til sveitarstjórnar um að mæta á ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) fimmtudaginn 22. maí frá kl. 11:30-13:00 á Grand hótel. Allir sveitarstjórnarfulltrúar eru boðnir velkomnir á fundinn.

13. Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands

Lagt fram aðalfundarboð Háskólafélags Suðurlands ehf. miðvikudaginn 30. apríl 2025 kl. 13:30 og verður fundurinn haldinn í Fjölheimum ásamt því að hægt er að tengjast í gegnum fjarfundarbúnað.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að fela oddvita að sækja fundinn fyrir hönd sveitarstjórnar.

 

14. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0509/2025 í Skipulagsgátt

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarstjórnar vegna kerfisáætlunar Landsnets fyrir árin 2025-2034, nr. 0509/2025. Skila þarf inn umsögn fyrir 31.5.2025.

Sveitarstjórn felur oddvita að vinna umsögn og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

 

15. Umsagnarbeiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna 268. mál / Verndar- og orkunýtingaráætlun.

Í umsagnargátt Alþingis er til umsagnar 268. mál / Verndar- og orkunýtingaráætlun þar sem liggja fyrir breytingar á núverandi löggjöf með það að markmiði að bæta málsmeðferð og auka skilvirkni. Eitt af þeim atriðum sem er til breytinga er að takmarka möguleika sveitarfélaga til þess að fara fram á frestun að samræma skipulagsáætlanir virkjanakosta sem Alþingi setur í orkunýtingarflokk.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að fela oddvita að skila inn umsögn í samræmi við framlögð drög umsagnar sem liggja fyrir fundinum.

 

16. Framboð til stjórnar og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2025

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Markaðsstofu Suðurlands föstudaginn 16. maí á Hótel Geysi. Samkvæmt samþykktum Markaðsstofunnar mun aðalfundur, skipaður fulltrúum samstarfsfyrirtækja stofunnar, kjósa 2 fulltrúa í stjórn Markaðsstofunnar fyrir komandi starfsár og sitja þar fyrir hönd Ferðamálasamtaka Suðurlands. Auglýst er eftir framboðum til stjórnar Markaðsstofunnar fyrir starfsárið 2025/2026.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að fela oddvita að mæta á aðalfundinn fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps

 

17. Fundargerð 19. fundar skólanefndar

Tekin er til umræðu 2. tl. fundargerðar og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með skólastjórnendum.

 

Tekin er til umræðu 6. tl. fundargerðar um frístundaheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með formanni skólanefndar og skólastjórum.

Tekin er til umræðu 12. tl. fundargerðar, bókun frá foreldrafélaginu Leiksteini. Umræður urðu um málið.

 

Tekin er fyrir 13. tl. fundargerðar, umsókn um launað námsleyfi. Í samræmi við reglur um launað námsleyfi starfsfólks leikskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi samþykkir sveitarstjórn launað námsleyfi til umsækjanda í 6 mánuði og felur sveitarstjóra að afgreiða málið.

Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

18. Fundargerð 300. fundar skipulagsnefndar

Háholt 1 L176073; Hjáholt; Breytt heiti lóðar - 2503070 

Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir L176073. Óskað er eftir að lóðin Háholt 1 fái nafnið Hjáholt. Fyrir liggja upplýsingar eiganda um hvaðan nafnið er fengið. 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemdir við breytt staðfang lóðarinnar.  

 

Langamýri spilda L209076; Íbúðarhús og hesthús; Deiliskipulag - 2504014 

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Löngumýrar spildu L209076 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindur er byggingarreitur fyrir íbúðarhús og hesthús auk aðkomu að svæðinu. 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. 

 

Kálfhóll 2C (L238875); byggingarleyfi; einbýlishús - 2504018 

Móttekin var umsókn þann 02.04.2025 um byggingarleyfi fyrir 89,3 fm einbýlishús á landinu Kálfhóll 2C L238875 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Fyrir liggur samþykki frá lóðarhöfum aðliggjandi lóðar og lendna. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. 

 

Breiðanes L166542; Breiðanes 1 og 2; Stofnun lóðar - 2504021 

Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 31.03.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun 2ja nýrra landeigna úr landi Breiðaness L166542. Óskað er eftir að stofna annars vegar 6.717,46 fm lóð, Breiðanes 1, undir þegar byggt íbúðarhús og bílskúr og hins vegar 8.194,47 fm lóð, Breiðanes 2, undir þegar byggt útihús. 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið. 

 

Fossnes L166548; Efnistaka; Framkvæmdarleyfi - 2502024 

Lögð er fram uppfærð umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til efnistökusvæðis E26 í landi Fossness L166548 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á svæði E26 er óskað eftir heimild fyrir efnistöku allt að 30.000 m3. Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags er heimild fyrir allt að 500.000 m3 efnistöku á svæðinu. Í fyrri umsókn var einnig sótt um heimild til efnistöku úr svæði E25 og hefur útgáfa þess leyfis verið staðfest af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Uppfærð umsókn tekur því eingöngu til námu E26. 

Að mati meirihluta sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er umsótt framkvæmdaleyfi í samræmi við stefnu aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps og samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á svæði E26 á grundvelli heimilda aðalskipulags.

 

Axel Á. Njarðvík situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

19. Hestamannafélagið Jökull ársskýrsla

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Hestamannafélagsins Jökuls ásamt ársreikningi og skýrslu stjórnar.

20. Samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.

Lagt fram bréf og fundargerð sem fjallar um aðdraganda og ástæðu þess að farið var í heildarendurskoðun samþykkta fyrir Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.

21. Fundargerð 83. fundar stjórnar Bergrisans bs.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

22. Fundargerð og fundargögn aðalfundar Hússtjórnar Þjóðveldisbæjar

Fundargerð og fundargögn lögð fram til kynningar.

23. Fundargerð stjórnar SVÁ 26.mars 2025

Fundargerð lögð fram til kynningar.

24. Fundargerðir 937, 974, 975 og 976 fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

25. Fundargerð öldungaráðs Uppsveita og Flóa frá 2.4.2025

Fundargerð lögð fram til kynningar.

26. Ársreikningur Laugaráslæknishéraðs 2024

Ársreikningur Laugaráslæknishéraðs 2024 lagður fram til kynningar.

27. Ársreikningur Héraðsnefndar Árnesinga bs. 2024

Ársreikningur Héraðsnefndar Árnesinga 2024 lagður fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 14.08

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 7. maí, kl. 9.00, í Árnesi

Fundargerð undirrituð rafrænt.