Sveitarstjórn

31. fundur 01. nóvember 2023 kl. 09:32 - 12:00 Árnesi
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Axel Á. Njarðvík.
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Óskaði Oddviti eftir því að bæta við tveimur málum á dagskrám, þ.e. fundargerð 8. fundar skólanefndar frá 23. október og 100 ára afmæli Þjórsárskóla. Var það samþykkt og verða þessi mál nr. 5. og 6. á dagskrá. Færast aðrir liðir neðar sem því nemur.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Skýrsla sveitarstjóra á 31. sveitarstjórnarfundi

Rekstur Þjórsárdalsins - fundur með Umhverfisstofnun.
Oddvitanefndarfundur.
Skipulagsdagurinn í Grósku.
Orkuslóð Landsvirkjunar á þjórsársvæðinu.
Fundur m/Hrunamannahreppi v/Skólamál.
SASS Ársþing.
Fundur með Vegagerðinni v/Búðafossvegur.
Fundur með Steypustöðinni.
Framkvæmdir á skólalóð Þjórsárskóla.
Þjónustusamningar.

 

2. Fjárhagsáætlun 2023. Útkomuspá 2023.

Lögð fram útkomuspá fyrir árið 2023. Verulegar framkvæmdir hafa verið á árinu á sama tíma og staða sveitarsjóðs hefur orðið sterkari. Ekki hefur komið til neinnar lántöku það sem af er ári. Áætluð rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 123 milljónir og samstæðu A og B hluta jákvæð um 105 milljónir.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fimm ákvæðum útkomuspá vegna ársins 2023.

 

3. Gjaldskrár og álagningarforsendur 2024

​Lögð fram til fyrri umræðu drög að breytingum á gjaldskrám og álagningarforsendum fyrir árið 2024. Lagt er upp með að útsvarsprósenta verði óbreytt og verðskrár haldi í við verðlag.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að gjaldskrár verði til grundvallar á vinnufundi fjárhagsáætlanagerðar og samþykkir sveitarstjórn með fimm atkvæðum að vísa gjaldskrám til síðari umræðu.

4. Fjárhagsáætlun 2024 og 2025-2027 - fyrsta umræða

​Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 og 2025-2027 lögð fram til fyrri umræðu. Farið var yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar og drög að fjárfestingaráætlun. Fyrir liggur vinnufundur sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun á milli umræðna.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2024 og áranna 2025-2027 til síðari umræðu.

 

5. Fundargerð 8. fundar skólanefndar

Sveitarstjórn staðfestir fyrirkomulag vinnutímastyttingar kennara sbr. 10. lið fundar. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

6. Afmælishátíð Þjórsárskóla

Þann 15. nóvember nk. verður haldið upp á 100 ára afmæli Ásaskóla og 90 ára afmæli Brautarholtsskóla. Í tilefni þess samþykkir sveitarstjórn að kaupa ný leiktæki á leiksvæði skólans. Um er að ræða aparólu, ærslabelg og fleiri tæki og verður farið í framkvæmdir við að koma leiktækjunum niður á næstu vikum og mánuðum.

 

7. Refaveiðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

​​Samningur við refaveiðimenn er útrunninn. Refaveiðin hefur verið í höndum Bergs Björnssonar, Skúla Helgasonar og Jóns Bogasonar. Fyrir liggur fyrir að refum og minkum hefur fjölgað í sveitarfélaginu að undanförnu.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að útfæra verklag/reglur um refa- og minkaveiði, og leggja fram drög að frekari samningum.

 

8. Úrskurður í máli nr. 74/2023 Úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála

​​Úrskurður lagður fram til kynningar.

 

9. Erindi frá Aflinu

​Lagt fram erindi frá Aflinu, samtökum fyrir þolendur ofbeldis, um styrk að fjárhæð 100.000 kr. Aðalstarfstöð Aflsins er á Akureyri, auk starfstöðva á Húsavík og Egilsstöðum. Ástæða umsónar um styrk er til að bæta við þjónustu til þolenda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafnar erindinu með fimm atkvæðum á grundvelli þess að sveitarfélagið hefur undanfarin ár styrkt samtök sem starfrækja svipaða þjónustu í nærumhverfi Suðurlands.


10. Fundargerðir og aðalfundargögn UTU

​Fundargerðir og ársskýrsla lagðar fram til kynningar.

 

11. Fundargerð 26. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

12. Fundargerð stjórnar Sambands Ísl. Sveitarfélaga

Fundargerð nr. 935 lögð fram til kynningar.

 

13. Fundargerð hússtjórnar Þjóðveldisbæjar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. Fundargerð 268. fundar skipulagsnefndar

Álftröð L222125 og Engjateigur vegsvæði L222124; Breyttir byggingarskilmálar og niðurfelling vegar; Deiliskipulagsbreyting - 2310038

Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Álfsstaða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin tekur til lóðanna Álftröð L222125 og Engjateigur vegsvæði L222124. Í breytingunni felst m.a. að byggingarreitir hliðrast og vegur, sem gert er ráð fyrir í núverandi deiliskipulagi, er felldur út. Byggingarheimildir fyrir hesthús og íbúðarhús eru óbreyttir úr gildandi deiliskipulagi en stærð gistihúss eykst úr 400 í 1.000 fm.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Votamýri 2 L166505; Votamýri 2A; Stofnun lóðar - 2310036

Lögð er fram umsókn frá Gunnari Má Þórðarsyni um stofnun lóðar úr landi Votumýrar 2 L166505. Um er að ræða 6,1 ha lóð sem fær staðfangið Votamýri 2A.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um uppfærð gögn.

15.  Fundargerð 231. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. Fundargerð aðalfundar Hitaveitu Gnúpverja

Fundargerð lögð fram til kynningar.

17. Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþing 24.8.2023

Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn gerir athugasemd við athugasemdir starfsmanna Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþing í 3. lið fundargerðar um húsnæðismál og ítrekar að húsnæðismál Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sé í samræmi við það sem lagt var með í upphafi að starfsemin í Laugarási yrði til að byrja með í tveimur húsakostum á svæðinu. Mikilvægt er að stjórn SVÁ haldi áfram umræðu um húsnæðismál þjónustunnar í Laugarási í vinnu fjárhagsáætlunar.

 

18. Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþing 17.10.2023

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 12.00. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 22. nóvember nk., kl. 9.00, í Árnesi.