Sveitarstjórn

5. fundur 05. september 2018 kl. 09:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

             5. fundur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 5. september 2018  kl. 09:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

  1. Friðlýsing Gjárinnar. Ferlar og undirbúningur. Hildur Vésteinsdóttir, Jón Smári Jónsson og Ingibjörg Marta frá Umhverfisstofnun mættu til fundarins. Vísað er til þess að sveitarstjórn samþykkti árið 2017 að hefja friðslýsingarferli vegna Gjárinnar. Hildur greindi frá verkferli við friðlýsingar almennt. Fyrst í ferlinu er tillaga að friðlýsingu, eftir það fer fram frumkönnun, upplýsingum er síðan aflað frá fagaðilum, hugmyndir að tilefningaraðila, skipulag svæðis er kannað, tengsl við aðrar áætlanir, tillaga metin og ákvörðun tekin og eftir það aðrir möguleikar skoðaðir ef við á. Farið var yfir friðlýsingarflokka. Að mati Hildar er flokkurinn náttúruvætti ef til vill hentugastur í Gjánni. Næstu skref í ferli friðlýsingarinnar er auglýsa fyrirhugaða friðlýsingu. Frestur til athugasemda er átta vikur. Skipa þarf fulltrúa frá sveitarfélaginu í samráðsteymi um friðlýsingarverkefnið. Samþykkt samhljóða að fela Umhverfisstofnun að auglýsa fyrirhugaða friðlýsingu. Fyrir liggur meðal annars að ákveða þarf mörk friðlýsingarsvæðis og verða reglur lagðar fram í framhaldi. Samþykkt að skipa Skafta Bjarnason, Ingvar Hjálmarsson og Önnu Sigríði Valdimarsdóttur fulltrúa í samráðsteymið.
  2. Hekluskógar. Kynning á verkefni. Hrönn Guðmundsdóttir Frummælandi verkefnisins óskaði eftir frestun málsins til 6. fundar sveitarstjórnar.
  3. Persónuverndarlög- innleiðing. Staða á vinnslu verkefnisins. Sveitarstjóri greindi frá stöðu verkefnisins. Dattacalabs er ráðgjafi sveitarfélagsins í verkefninu. Rætt hefur verið skólastjóra, leikskólastjóra og sveitarstjóra. Skráning á vinnslu persónuupplýsinga er lokið. Vinnu hjá sveitarfélaginu við innleiðingu löggjafarinnar miðar vel áfram. Greiningarvinnu með skrifstofu og bókasafni verður lokið síðar í september.
  4. Skipun fulltrúa í Umhverfisnefnd. Anna Sigríður fulltrúi nefndarinnar biðst lausnar úr nefndinni. Anna Sigríður gerði tillögu um Sigþrúði Jónsdóttur sem fulltrúa í hennar stað. Samþykkt samhljóða að  skipa Sigþrúði í nefndina.
  5. Holtabraut 18-20. Umsóknir um lóð. Félagið Spector fasteignir ehf fékk lóðinni úthlutað árið 2017. Spector fasteignir ehf hefur skilað lóðinni. Tvær umsóknir hafa borist um lóðina. Frá Tré og Straumi ehf og Guðna Vilberg Baldurssyni hins vegar. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við umsækjendur og leggja fram tilheyrandi tillögu á næsta sveitarstjórnarfundi.
  6. Skipulagsmál. Hraunhólar. Leiðrétting á bókun frá 16 maí 2018.

Bókun frá 16. maí er eftirfarandi : Hraunhólar lnr 166567: Íbúða- og frístundabyggð: Stækkun svæðis og fjölgun lóða: Aðalskipulagsbreyting – 1803045 Mál lagt fyrir öðru sinni vegna mistaka í bókun.

Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Skeiða og Gnúpverjahrepps frá Eflu verkfræðistofu dags. 02.05.2018. Tillagan snýr að breyttri landnotkun úr landbúnaðarsvæði í blandaða landnotkun íbúðar og landbúnaðarsvæði svo unnt sé að fjölga lóðum fyrir smábýli á svæðinu. Jafnframt verður svæðið stækkað til austurs um allt að 18 ha og verður alls um 26 ha að stærð.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með fyrirvara um að gögn verði lagfærð í samráði við skipulagsfulltrúa. Leitað verður umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar

Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 2. Mgr. 36.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

  1. Þjórsárholt tillaga að lóð við borholu. Lögð fram tillaga að lóðarblaði 3.975 fermetrar að stærð í Þjórsárholti. Lóðin mun afmarka svæði um borholu. Lagt fram til kynningar og vísað til Skipulagsnefndar.
  2. Samningur um verktöku á útgáfu fréttabréfs. Oddviti lagði fram drög að samningi við RS útgáfu ( Stefán Þorleifsson) um útgáfu fréttabréfsins. Samningurinn er til 31.12.2018. Ekki er gert ráð fyrir kostnaðarauka vegna þessara breytinga á útgáfu fréttarbréfsins Samningur samþykktur samhljóða.

Fundargerðir

  1. Skipulagsnefnd 16. Fundur.22.08.18. Mál nr.12, 13 og 14, þurfa afgreiðslu.

Mál 12. Minni – Mástunga Lögð er fram umsókn Finnboga Jóhannssonar dags. 19.06.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja aðstöðuhús sem verður samtals 32,6 m2 á lóðinni Minni-Mástungur (L166582) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Skipulagsnefnd samþykkir að leyft verði að byggja tvö aðstöðuhús í Minni-Mástungu að undangenginni grenndarkynningu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykki að leyft verði að byggja ofnagreind hús.

13. mál Minni-Mástunga (L166582): Umsókn um byggingarleyfi: Aðstöðuhús mhl 14 – 1806076

Lögð er fram umsókn Finnboga Jóhannssonar dags. 19.06.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja aðstöðuhús sem verður samtals 32,6 m2 á lóðinni Minni-Mástungur (L166582) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

Skipulagsnefnd samþykkir að leyft verði að byggja tvö aðstöðuhús í Minni-Mástungu, að undangenginni grenndarkynningu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að umrædd hús verði byggð.

14. mál Brautarholt á Skeiðum: Ýmsar breytingar: Deiliskipulagsbreyting – 1805007 Lögð fram að lokinni auglýsingu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga á breytingu deiliskipulags Brautarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst m.a að verið er að fjölga parhúslóðum og fækka einbýlishúsalóðum við Vallar- og Holtabraut ásamt að lóðamörk og byggingarreitir þriggja lóða við Malarbraut 2-6 breytast. Einnig er staðsett hreinsivirki skv. mælingu, lóðin stækkuð og byggingarreitur fyrir tengistöð er færður. Skipulagsnefnd mælist til að deiliskipulagsbreytingin verði send skipulagsstofnun. Engar athugasemdir hafa borist. Umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun og Heilbrigðiseftiliti Suðurlands.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun.

  1. Skólanefnd. Fundur 1. 04.09.18. Grunnskólamál.

Fundargerð lögð fram. Lið nr. 3. Akstursskipulag. Máli var vísað til sveitarstjórnar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla gagna um málið. Fundargerð að öðru leyti staðfest.

  1. Skólanefnd. Fundur 1. 04.09.18. Leikskólamál. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  2. Afréttarmálanefnd. Fundur 25.06.18.     Fundargerð lögð fram og staðfest.
  3. Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 24.08.18.     Fundargerð lögð fram og staðfest.
  4. Frumvarp um þjóðgarðastofnun.     Lagt fram til umsagnar frumvarp um Þjóðgarðastofnun. Auk þess lögð fram umsögn frá SASS. Sveitarstjórn tekur undir umsögn SASS.
  5. Önnur mál löglega fram borin.
  1. Oddviti lagði fram eftirfarandi mál : Endurskoðun aðalskipulags.

Oddviti leggur til að tillaga að aðalskipulagi sem liggur fyrir frá fyrrverandi sveitarstjórn verði grundvöllur endurskoðunar aðalskipulags þessa kjörtímabils. Einungis er um litlar breytingar að ræða. Samþykkt samhljóða.

    Mál til kynningar :

  1. Tillaga að að deilsikipulagi á Flötum
  2. Fundargerðir SNS.
  3. Afgreiðslur byggingafulltrúa 18-82.
  4. Afgreiðslur byggingafulltrúa 18-83.
  5. Lóðarblað Vallarbraut 9.
  6. Stjórnarfundur Sorpstöðvar 05.07.18.
  7. Húsnæðismál – kynning Íls.
  8. Vinnufundur um Aðalskipulag. 29.08.18.

Fundi slitið kl. 11:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 19. september næstkomandi. Kl. 09.00.

 

Gögn og fylgiskjöl: