Sveitarstjórn

36. fundur 05. febrúar 2020 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason oddviti Einar Bjarnason

Árnesi, 5 febrúar, 2020  -  Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202001-0022

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Fish partner ehf samtal. Kristján Páll Rafnsson frá Fish partner ehf mætti til fundar undir þessum lið. Hann lýsti áhuga sínum á að fá ár í efri hluta Þjórsár á leigu. Erindi þess efnis var hafnað af sveitarstjórn fyrir skömmu. Kristján lýsti óánægju sinni með þá afgreiðslu og skoraði hann á sveitarstjórn að endurskoða afstöðu sína.

2. Stjórnsýslukærur vegna gatnagerðargjalda. Holtabraut 14, 16, 25 og  31. Stjórnsýslukærur vegna álagningar gatnagerðargjalda kynntar fyrir sveitarstjórn.  Sveitarstjóra og Lögmönnum Suðurlandi er falið að senda Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti greinargerð ásamt gögnum.

3. Heilsueflandi samfélag stýrihópur. Skipaðir fulltrúar í stýrihóp heilsueflandi samfélags. Samþykkt að leggja til að skipaðar verði Karen Óskarsdóttir Minni- Mástungu, Elín Moquvist Húsatóftum og Hrönn Jónsdóttir Háholti. Sveitarstjóra falið að  ræða við þær.  

4. Búðafossvegur eldra mál.  Lagt fram erindi frá Ólöfu Rós Káradóttur fyrir hönd Landsvirkjunar varðandi fyrirhugaðan Búðafossveg sem til stendur að leggja að nýrri brú yfir Þjórsá ofan við fossinn Búða. Vegurinn fer um jarðir Minna-Hofs og Réttarholts. Staðan er sú sama á báðum jörðum, samningur um lagningu Búðafossvegar og afsal vegsvæðis til Vegagerðarinnar var undirritað í desember 2009.

Skv. bréfi skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2012 til Verkfræðistofu Suðurlands samþykkti skipulagsnefnd tilheyrandi landskipti á fundi 23. apríl 2012 og sendi til sveitarstjórnar til samþykktar. Málinu var frestað á sínum tíma og hefur sveitarstjórn ekki staðfest landskiptin. Samþykkt að vísa málinu að nýju til skipulagsnefndar þar sem langt er um liðið síðan málið var til umfjöllunar.

5. Hólaskógur -samningar. Lögð fram til kynningar drög að samningi milli sveitarfélagsins og Rauðukamba ehf um fjallaskála og landspildu í Hólaskógi. Afgreiðslu samnings frestað. Samþykkt að boða til fundar um málefnið. Á fundinn verði boðaðir aðilar í sveitarfélaginu sem stunda hestatengda ferðaþjónustu auk afréttarmálanefnda.

6. Húsnæðisáætlun til umfjöllunar. Sveitarstjóri greindi frá því að húsnæðisáætlun væri i vinnslu. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði tilbúin til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

7. Þvottahús og starfsmannaíbúðir. Lagt fram bréf frá Ásgeiri Eiríkssyni og Sigrúnu Einarsdóttur á Klettum. Þar er vísað til óska sveitarstjórnar um upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir við byggingu húsakosts á Klettum. Í bréfinu er greint frá framkvæmdaáformum. Sveitarstjórn metur framlagðar upplýsingar ekki fullnægjandi. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að senda bréf vegna málsins til Ásgeirs og Sigrúnar þar sem tilgreint verði hvaða upplýsinga sé óskað.

8. Endurnýjun reiðvegasamnings. Lagt fram erindi frá formanni hestamannafélagsins Smára. Óskað er eftir að samningur við sveitarfélagið um framlag til endurnýjunar reiðvega verði endurnýjaður. Samþykkt að framlag til verkefnisins verði kr. 1.000.000 árlega 2020, 2021 og 2022. Fjárútlát rúmast innan fjárhagsáætlunar.

9. 190. fundur Skipulagsnefndar UTU. Lögð fram og kynnt. Á 190. fundi nefndarinnar voru ekki tekin fyrir mál frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

10. 9. fundargerð skólanefndar Flúðaskóla 30.01.2020. Fundargerð lögð fram og kynnt. Í fundargerð kemur fram að Flúðaskóla var veitt viðurkenningu SASS fyrir framúrskarandi árangur í menntamálum. Sveitarstjórn færir Flúðaskóla hamingjuóskir af því tilefni.

11. Ungmennaráð fundargerð 26.01.20. Fundargerð lögð fram og kynnt.

12. 552. Fundur stjórnar SASS. Fundargerð lögð fram og kynnt.

13. Stjórnarfundur SOS 289. Fundargerð lögð fram og kynnt.

14. Gestastofa í Þjórsárdal samráðsfundur 21. jan.2020

15. Frumvörp lögð fram og kynnt. Frumvarp um Kristnisjóð, frumvarp um innheimtu umhverfisgjalda og frumvarp um innflytjendur.

16. Önnur mál

A. Holtabraut 1-3. Endurskoðun bílastæða deiliskipulag. Breyting komin í grenndarkynningu, lagt fram og kynnt

B. Bréf frá afréttarmálanefnd Flóa- og Skeiða. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að hraða því að lóðir verði stofnaðar undir fjallaskála á afrétti Flóa- og Skeiða. Sveitarstjóri greindi frá því að vinna við stofnun lóða á afréttinum sé í undirbúningi og hefur verið leitað til Sigurðar Unnar Sigurðssonar verkfræðings um að annast verkefnið.

 

Fundi slitið kl. 18.15.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 19. febrúar. kl. 16.00. í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: