Uppsveitahringurinn haldinn í Reykholti 15. ágúst n.k.

Glaðir þátttakendur
Glaðir þátttakendur

Uppsveitahringurinn verður haldinn í Reykholti laugardaginn 15. ágúst. Þátttakendur verða ræstir sem hér segir: Kl. 10.00 - 46 km keppnishjólreiðahópur leggur af stað og endar í Reykholti Kl. 10:30 - 10 km keppnishlauparar leggja af stað frá Flúðum og enda í Reykholti Kl. 10:30 - 10 km hjólreiðahópur leggur af stað frá Flúðum og endar í Reykholti Kl. 13:00 - Krakkahlaup á íþróttavellinum 400 metrar Kl. 13:30—Verðlaunaafhending og frábær skemmtidagskrá—Tvær úr Tungunum.

Skráning er á www.hlaup.is, skráningarfrestur er til kl. 23:00 fimmtudaginn 13. ágúst. Þátttökugjald er 2.000 kr., nema í 10 km hjólreiðunum þar sem gjaldið er 1.000 kr. Frítt í krakkahlaup Keppendur geta nálgast keppnisnúmer og keppnisgögn milli kl. 16:00-18:00, föstudaginn 14. ágúst í íþróttamiðstöðinni í Reykholti. Þá er einnig hægt að nálgast keppnisgögnin milli kl. 8:00 - 9:00 að morgni keppnisdags í íþróttamiðstöðinni. Hægt er að skrá sig í keppnina á þessum tíma en þá bætast 1.000 kr. við þátttökugjaldið.

Uppsveitahringurinn 2015