Alltaf annað slagið lenda starfsmenn Íslenska Gámafélagsins í vandræðum með að sækja rúlluplast heim á bæina. Félagið gaf á síðasta ári út góðan bækling um meðferð og frágang á rúlluplasti sem finna má hér (og vistaður er undir þjónusta - Sorpmál hér á síðunni)
Upplýsingar um námskeiðin sem Hestamannafélögin standa fyrir núna í febrúar og mars má finna hér
Skráning á námskeiðin er opin á netfanginu smarakrakkar@gmail.com. Þar þarf að koma fram nafn barns, fæðingarár, nafn forsjáraðila og símanúmer. Þetta eru stök námskeið svo það þarf að taka fram við skráningu hvaða helgar verið er að sækja um.