Heimæðagjald vatnsveitu

Heimæðagjald kaldavatnsveitu Árnesi

Grunnur gjaldsins er samþykkt sveitarstjórnar Skeiða – og Gnúpverjahrepps frá 6. október 2009.

Samþykkt á þeim tíma 150.000,- kr. og miðist við byggingarvísitölu með grunni frá 1987 sem í janúar 2009 var 489,6 stig.

Byggingarvísitala er í desember 2020, 747,7 stig.

Samkvæmt því er heimæðagjald vatnsveitu í janúar 2021, 229.075,-kr.

Skilyrt er að starfsmaður sveitarfélagsins sjái um tengingu við vatnsveitu og samþykki frágang lagnar. Gjaldtaka hefst eftir að starfsmaður sveitarfélagsins hefur staðfest tengingu þó ekki sé lokið byggingum sem til standa á eigninni.