Langar þig að flytja í sveitarfélagið?

Í Skeiða- og Gnúpverjahrepp er allt eins og best verður á kosið, hvort sem fólk kýs að búa í þéttbýli eða dreifbýli. 

Þéttbýlisstaðirnir tveir; Árnes og Brautarholt

Árnes

Í Árnesi búa tæplega 100 manns. Byggðin er blönduð af einbýlishúsum, parhúsum og raðhúsum. Grunnskóli sveitarfélagsins, Þjórsárskóli; með fyrstu 7 bekkina er staðsettur í Árnesi. Þar er einnig sundlaugin Neslaug, Tjaldsvæði, Verslunin Árborg, Gistiheimilið Nónsteinn, Kjötkaupmaðurinn Korngrís, gámasvæði sveitarfélagsins, slökkvistöð sveitarfélagsins og í Félagsheimilinu Árnesi er skrifstofa sveitarfélagsins, veitingastaðurinn Brytinn og íþróttaaðstaða grunnskólans. Í Árnesi er því að finna ýmsa þjónustu og fjölskylduvænt samfélag. Frekari upplýsingar um allar þessar stofnanir og þjónustuaðila má finna á tenglunum hér fyrir neðan:

Þjórsárskóli

Þjónustuaðilar í SkeiðGnúp

 

Brautarholt

Í Brautarholti búa rúmlega 100 manns. Þar er leikskóli sveitarfélagsins; Leikholt. Einnig er það sundaugin Skeiðalaug, ærslabelgur í eigu Ungmennafélags Skeiðamanna og gistiheimilið South central. Í Brautarholti er mjög fjölskylduvænt samfélag, byggðin blönduð af einbýlishúsum og parhúsum og mikil uppbygging framundan með fjölgun byggingalóða og uppbyggingu útivistarsvæðis.  Upplýsingar um leikskólann í Brautarholti má finna hér fyrir neðan:                                                                                                                                                                        

Leikholt

 

 

 

Félagsstarf og tómstundir

Í sveitarfélaginu starfa tvö Ungmennafélög; Umf. Skeiða og Umf. Gnúpverja en bæði þessi félög bæði bjóða upp á íþróttir og tómstundir fyrir börn og unglinga auk spilakvölda, borðspilanámskeiða og ýmislegt fleira. Í Ungmennafélagi Gnúpverja er einnig virk leikdeild sem alla jafna hefur sett upp metnaðarfull leikverk annaðhvort ár.

Í sveitarfélaginu er Kirkjukór, sameiginlegur fyrir báðar kirkjurnar, Vörðukórinn er samkór sem æfir ýmist á Flúðum, Árnesi eða Brautarholti. Karlakór Hreppamanna æfir á Flúðum en býður alla velkomna.

Kvenfélögin tvö eru mjög virk og standa fyrir ýmsum fjáröflunum og styrkja hin ýmsu málefni á svæðinu.

Lionsklúbburinn Dynkur stendur fyrir mjög öflugu starfi og nýtur samfélagið allt þeirra góðgerða.

Lóðir og gatnagerðargjöld

Unnið er að deiliskipulagi fyrir bæði Árnes og Brautarholti og í kjölfarið koma margar lóðir til úthlutunar á báðum stöðum. Ekki hefur verið tekið gjald fyrir lóðir á svæðinu og gatnagerðargjöldum stillt mjög í hóf.