Vináttuverkefnið Blær er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum á leik- og grunnskólaaldri og foreldrum þeirra sem og námskeiðum fyrir kennara. Efnið er danskt að uppruna og heitir á frummálinu Fri for mobberi. Það er þýtt, staðfært og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku.
Vorönnina 2017 fóru nokkrir starfsmenn á námskeið í forvarnarverkefninu og börnunum var síðan kynntur fyrir bangasanum Blæ í kjölfarið. Vorönnina 2018 fóru síðan börnin í Vörðufelli að hafa vinastundir með Blæ og spjöldunum úr verkefninu í hópastarfi.