Hvenær eru réttir í Skeiða og Gnúpverjahrepp ?

Samkvæmt Fjallskilasamþykkt Árnessýslu  austan vatna (sem m.a. má finna hér)   er réttað í Skaftholtsréttum föstudag innan daganna 7. - 13. september og  Reykjaréttum á laugardegi innan 8. - 14. september.

Þetta þýðir að árið 2023 er réttað föstudaginn 8. september í Skaftholtsréttum og laugardaginn 9. september í Reykjaréttum.

Það styttist í gleðina :)