Velferðar-og jafnréttisnefnd

2. fundur 05. apríl 2016 kl. 20:15
Starfsmenn
  • Kristjana Gestsdóttir form. Bergljót Þorsteinsdóttir meðstjórnandi og Oddur Guðni  Bjarnason ritari  og ritaði hann fundargerð

2.  fundur Velferðar- og Jafnréttisnefndar Skeiða og Gnúpverjahrepps haldinn í Árnesi þriðjudagskvöldið  05. apríl . 2016  Kl. 20:15

1.     Jafnréttisstefna Skeiða – og Gnúpverjahrepps.

Jafnréttisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagða jafréttisstefnu sveitarfélagsins 2014 til 2018 sem unnin hefur verið í samráði við Jafnréttisstofu.

2.      Kynjahlutfall í deildum og nefndum sveitarfélagsins.

Nefndin rýndi í kynjahlutfall starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Í öllum launuðum störfum sveitarfélags er kynjahlutfallið um 30% karlar og 70% konur. Það er álit jafnréttisnefndarinnar  að sveitastjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps megi horfa til  þess þegar ráðið er í stöður sveitafélagsins.

Heilt yfir stendur sveitarfélagið sig allvel í skipan  kynjanna í nefndir.

3.     Önnur mál.  Engin.

                  

       Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:15