Sveitarstjórn

1. fundur 11. júní 2002 kl. 13:00

Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, haldinn í Árnesi 11. júní 2002 kl. 13.00.  Mættir voru Már Haraldsson, Þrándur Ingvarsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Ólafur Leifsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir og Svala Sigurgeirsdóttir 1. varamaður A-lista.

Már Haraldsson setti fundinn og stakk upp á Matthildi sem fundarritara sem var samþykkt.

Dagskrá fundarins:
1.      Kosning oddvita og varaoddvita. 

Tillaga L-lista um að Már Haraldsson verði oddviti og Matthildur E. Vilhjálmsdóttir varaoddviti samþ. með 4 atkvæðum.  A-lista menn sátu hjá.

2.      Farið yfir hlutverk fundarritara samkvæmt sveitarstjórnarlögum. 

Samþ. var að ráða sérstakan fundarritara utan hreppsnefndar til að annast ritun fundargerða í tölvu.  Oddvita falið að annast málið.

 

3.      Hreppsráð.

Már kynnti hlutverk og valdsvið hreppsráðs samkvæmt sveitarstjórnarlögum og það fyrirkomulag sem var í Biskupstungum á s.l. kjörtímabili.  Rætt var um hlutverk hreppsráðs í sameinuðu sveitarfélagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og um fundarsköp fyrir það.  Már lagði til að hreppsráðið hefði fundarsköp Biskupstungna til grundvallar til að byrja með og unnið verði að fundarsköpum fyrir hreppsráð Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem fyrst.

Kosning í hreppsráð. 

A-lista menn óskuðu eftir fundarhléi.

Tilnefning listanna í hreppsráð:

L-listi tilnefndi Má Haraldsson og Aðalstein Guðmundsson til setu í hreppsráði og  A-listi tilnefndi Ólaf F. Leifsson.  Voru þessar tilnefningar samþ.

Kosnig varamanna í hreppsráð.
L-listi tilnefndi Hrafnhildi Ágústsdóttur sem 1.varamann og Matthildi E. Vilhjálmsdóttur sem 2. varamann.  A-listi tilnefndi Þránd Ingvarsson sem varamann.  Samþ.

4.      Nafn á hið nýja sveitarfélag.

Tillaga sameiningarnefndar til örnefnanefndar að nafni á sveitarfélagið var annars vegar Gnúpverja- og Skeiðahreppur og hinns vegar Skeiða- og Gnúpverjahreppur.  Örnefnanefnd mælir með þeirri síðar nefndu.

Gunnar spurði um þær tillögur sem komu fram í sameiningarkosningum í Gnúpverjahreppi og taldi að ef betur hefði verið staðið að þessum málum strax í upphafi hefðu íbúar getað kosið um nafn á sveitarfélagið í sveitarstjórnarkosningunum í vor.  Fleiri tillögur varðandi nafn komu ekki fram og telst því Skeiða- og Gnúpverjahreppur nafn hins nýja sveitarfélags.

5.      Nefndaskipan.

Rætt var um nefndarskipan vítt og breytt.  M.a. var rætt um að fjölga nefndarmönnum í þeim nefndum sem taldar eru eiga veigamikil störf fyrir höndum þ.e. skólanefnd, umhverfisnefnd, bókasafnsnefnd og ferða- og atvinnumálanefnd.  Einnig var rætt um hvort sameina ætti nefndir, leggja niður og stofna nýjar.  Þrándur Ingvarsson lagði til að stofnuð yrði skipulagsnefnd.  Már lagði til að því yrði frestað fram yfir væntanlegan oddvitafund þar sem m.a. á að ræða hugsanlega ráðningu Skipulagsfulltrúa.

6.      Ráðning sveitarstjóra.

Farið var yfir þær 16 umsóknir sem bárust, þar af barst ein of seint.  Ólafi Leifssyni og Má Haraldssyni falið að fara yfir umsóknirnar með KPMG-Endurskoðun á Selfossi.

Umsækjendur:

·        Sturla R. Guðmundsson, 231050-4799

·        Hörður Ríkharðsson, 291262-5899

·        Guðmundur Rúnar Svavarsson, 200160-5179

·        Árni Þorsteinsson, 260653-5559

·        Heimir Lárus Fjelsteð, 071045-3909

·        Sigurður H. Engilbertsson, 090758

·        Róbert Örvar Ferdinaldsson, 300672-5589

·        Ingunn Guðmundsdóttir, 131157-7119

·        Gísli Erlendsson, 301240-4819

·        Ragnar Davíðsson, 051160-2589

·        Jón Örn Arnarson, 240148

·        Jónas Yngvi Ásgrímsson, 170263-2279

·        Heimir Hafsteinsson, 51 árs

·        Sighvatur Blöndal, 050554-4499

·        Björgvin Skafti Bjarnason, 230860-4839

·        Þröstur Reynisson, 131054-5999, umsókn barst of seint.

 

7.      Önnur mál.

a)      Farið yfir stöðu mála á framkvæmdum á nýbyggingu í Brautarholti.

Ákveðið að veita heimild til að leysa út fellitjöld (brunatjöld) svo að þau komist upp sem fyrst öryggisins vegna.

b)      Varamenn í hreppsnefnd.  Ákveðið að boða 1. varamann hvors lista á hreppsnefndarfundi.

c)      Vinnuskóli fyrir unglinga var auglýstur í vor í Gnúpverjahreppi og hefur einn unglingur hafið störf.  Ákveðið að fela oddvita að auglýsa vinnuskóla aftur í sveitarfélaginu.

d)      Beiðni frá núverandi leigjanda á Heiði um áframhaldandi leigu.  Ákvörðun frestað, oddvita falið að finna lausn á málinu.

e)      Már greindi frá fyrirhuguðum málsverði fráfarandi hreppsnefnda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þeirrar nýju. 

f)        Hátíðarhöld á 17. júní.  Ákveðið að sveitarfélagið styrki skemmtanirnar í sveitarfélaginu á svipaðan hátt verið hefur.

 

Fundargerð lesin og samþykkt. Fundi slitið kl.         .