Sveitarstjórn

24. fundur 03. júlí 2003 kl. 13:00

24. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn í Árnesi fimmtudaginn 3. júlí 2003 klukkan 20:30.  

Fundinn sátu; Aðalsteinn Guðmundsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Már Haraldsson og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Erindi Frá Landsvirkjun varðandi framkvæmdir við Norðlingaölduveitu þar sem óskað var eftir að hreppsnefnd taki til meðferðar tillögu Landsvirkjunar sem kynnt var á fundi hreppsnefndar þann 11. júní s.l.  Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta hreppsnefndarfundi.
Fyrir lá umsögn Umhverfisstofnunar um tillögu Landsvirkjunar um veitutilhögun Norðlingaölduveitu dagsett 1. júlí 2003.  Einnig bréf Landsvirkjunar og minnisblað til Umhverfisstofnunar dagsett 21. maí 2003 varðandi sama mál.  Þá lá einnig fyrir ósk Landsvirkjunar um samráðsfund aðila um málið. 

Samþykkt var að skipa eftirtalda fulltrúa fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps í samráðsnefnd:  Már Haraldsson, Þrándur Ingvarsson og Hrafnhildur Ágústsdóttir. Til vara Gunnar Örn Marteinsson og Matthildur E. Vilhjálmsdóttir.

Önnur mál.
a)      Sveitarstjóri kynnti dreifibréf varðandi hreinsun rotþróa og fleira.

Fundi var slitið klukkan 21:57