Sveitarstjórn

34. fundur 02. mars 2004 kl. 10:30

34. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 2. mars 2004  í Árnesi kl. 10:30. 

Fundinn sátu; Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1)      Fundargerðir til staðfestingar

a)      Hreppsráðs frá 24. febrúar ásamt tilllögu að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Brautarholti og Árnesi

b)      Bygginganefndar uppsveita Árnessýslu frá 27. janúar

Athugasemdir og umræður.  Varðandi gjaldskrá gatnagerðagjalda var samþykkt að fela sveitarstjóra að gera breytingar varðandi gjaldtöku og leggja fyrir næsta fund.

Hrafnhildur spurði um önnur mál d. leigusamning um Árnes og það álit lögmanns að rétt væri að auglýsa eftir leigutökum sbr. úrskurð Samkeppnistofnunar í svipuðu máli.  Hreppsnefnd samþykkti að segja upp samningi við núverandi leigutaka og auglýsa.

Varðandi lið 1. Hitaveita Brautarholts var lögð fram samantekt verkstjóra áhaldahúss um kostnað vegna breytinga á dælum.  Samþykkt að fela stjórn Hitaveitunnar að fjalla um málið og taka ákvörðun.

Fundargerð byggingarnefndar staðfest.

2)      Fundargerðir til kynningar

a)      Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 16. janúar

b)      Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 28. janúar

c)      Stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 28. janúar

d)      Stjórnar SASS frá 6. febrúar

e)      Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 18. febrúar

f)        Almannavarnarnefndar Árborgar og nágrennis frá 13. febrúar

g)      Fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu frá 13. febrúar

h)      Stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 13. febrúar

Lagðar fram.

3)      Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 18. febrúar með umsókn Bergleifs G. Joensen um endurnýjað veitingaleyfi, óskað er umsagnar hreppsnefndar.  Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

4)      Erindi frá umhverfisnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004-2008.  Lagt fram.

5)      Kynntar umsóknir um starf á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, umsóknarfrestur er til 1. mars.  Fimm sóttu um starfið þau, Björgvin Skafti Bjarnason, Magnea Sigrún Símonardóttir, Ragna Hjördís Hannesdóttir, Eygló Lilja Ásmundsdóttir og Helga Kolbeinsdóttir.  Samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að ræða við umsækjendur og ráðning fari fram á næsta fundi hreppsnefndar.

6)      Önnur mál.

a)      Aðalsteinn greindi frá símtali við gjaldanda sem óskaði eftir niðurfellingu fasteignagjalda af útihúsum sem ekki eru í notkun.

b)      Lagður fram kaupsamningur og afsal dagsett 10. febrúar.  Jökull Helgason Ósabakka kaupir landspildu af Jónu Egilsdóttur.  Hreppsnefnd samþykkti tilfærslu landspildunnar milli jarða eins og samningurinn gerir ráð fyrir og einnig að falla frá forkaupsrétti.

c)      Tillaga að opnunartíma sundlauga sumarið 2004

Sumaropnun hefjist um hvítasunnu endar í ágústlok

Neslaug

Laugardaga frá kl. 11 til 22

Sunnudaga frá kl. 11 til 18

Mánudaga frá kl 14 til 22

Þriðjudaga frá kl 14 til 19

Miðvikudaga frá kl 14 til 22

Fimmtudaga frá kl 14 til 19

Föstudaga frá kl 14 til 22

Skeiðalaug

Laugardaga frá kl. 11 til 22

Sunnudaga frá kl. 11 til 18

Mánudaga frá kl 14 til 19

Þriðjudaga frá kl 14 til 22

Miðvikudaga frá kl 14 til 19

Fimmtudaga frá kl 14 til 22

Föstudaga frá kl 14 til 22

d)      Kauptilboð í sumarbústað í Brautarholti dags. 4. mars 2004 frá Pjetri N. Pjeturssyni.  Samþykkt heimild til sveitarstjóra að gera gagntilboð og ganga frá sölunni ef um semst á þeim nótum sem rætt var á fundinum.

e)      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. febrúar með kynningu á ráðstefnu um Staðardagskrá 21. Samþykkt að kynna erindið fyrir formanni umhverfisnefndar og gefa kost á að einn til tveir fulltrúar sitji ráðstefnuna.

f)        Erindi frá formanni vinabæjarnefndar í Vestvaagoy dags. 26. febrúar þar sem kynnt er dagskrá fyrirhugaðs fundar þar sem til stendur að undirrita vinabæjarsamning sveitarfélaganna.

g)      Erindi frá foreldraráði Brautarholts- og Gnúpverjaskóla varðandi mötuneytismál dags. 26. febrúar.  Lagt fram.

h)      Samþykkt að auglýsa eftir aðilum til að sjá um slátt opinna svæða í Brautarholti og Árnesi.

i)        Rætt um fyrirkomulag á eyðingu minka og refa.  Samþykkt að auglýsa eftir aðilum til að sinna því starfi.

j)        Kynnt tilboð frá Sorphirðunni ehf í sorphirðu í Gnúpverjahreppi.

k)      Leigusamningur við Loft Erlingsson um rekstur tjaldstæðis og gistingar í Brautarholti.  Samningurinn staðfestur.

l)        Viðhaldsframkvæmdir í Brautarholti.  Sveitarstjóri kynnti nýja verðáætlun frá Verkfræðistofu Guðjóns Sigfússonar þar sem fram kom umtalsverð hækkun frá fyrstu á ætlun.  Samþykkt að fela hreppsráði að fara yfir málið með Guðjóni.

Fundi slitið kl. 14:00