Sveitarstjórn

37. fundur 27. apríl 2004 kl. 10:30

37. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 27. apríl 2004 klukkan 10:30 í Árnesi.

Fundinn sátu; Aðalsteinn Guðmundsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Tryggvi Steinarsson, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ólafur F. Leifsson og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Enn fremur sátu fundinn við umfjöllun um tillögu að aðalskipulagi fulltrúa hönnuða þess; Oddur Hermannsson og Þráinn Hauksson, einnig skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýsu.

 

Dagskrá:

1.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Fyrir lágu umsagnir frá Landsvirkjun, Skipulagsstofnun, Vegagerðinni og Fornleifavernd.

Lagt var fram bréf frá Landsvirkjun dags. 26. apríl þar sem fram kemur vilji til viðræðna um að lækka vatnsborð Norðlingaölduveitu að vetrarlagi frá 568 m y.s.

Hönnuðir lögðu fram minnisblað um umsagnirnar, einstök atriði sem þarf að ræða og taka afstöðu til og tillögu að dagskrá almenns kynningarfundar.  Voru þessi atriði yfirfarin og rædd. 

Aðalsteinn gerði grein fyrir fundi Þjórsárveranefndar sem hann sat 26. apríl.

2.      Önnur mál.
Fundarboð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands þann 4. maí n.k. kl. 10:00.
Fundarboð aðalfundar Hitaveitufélags Gnúpverja þann 30. apríl n.k. afmælisfundur.  Samþykkt að Þrándur sitji áfram í stjórn fyrir hönd hreppsnefndar og fari einnig með atkvæði hreppsnefndar á aðalfundi.
Fundarboð aðalfundar Límtrés hf þann 7. maí n.k.  Samþykkt að fresta afgreiðslu til hreppsnefndarfundar 4. maí.
Vinabæjarferð til Vestvogeyjar í júní, samþykkt að fulltrúar hreppsnefndar verði Aðalsteinn Guðmundsson og Ingunn Guðmundsdóttir.
Sveitarstjóri sagði frá stöðu mála varðandi stækkun kirkjugarðs á Stóranúpi.
Fundarboð aðalfundar Hestamiðstöðvarinnar Rangárbökkum sem haldinn verður 29. apríl kynnt.  Gunnari Erni Marteinssyni falið að sitja fundinn.
Kynnt drög að svari til Björgvins Skafta Bjarnasonar við bréfi dags. 10. mars þar sem óskað er rökstuðnings vegna ráðningar í 50% stöðu skrifstofumanns.
 

Fundi var slitið klukkan 14:00