Sveitarstjórn

49. fundur 01. febrúar 2005 kl. 15:00

49. Fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 1. febrúar  kl. 15 í Árnesi.

Mættir voru Aðalsteinn Guðmundsson, Tryggvi Steinarsson,  Hrafnhildur Ágústsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ólafur Fr. Leifsson, Jóhannes Eggertsson í forföllum Matthildar,  Ingunn Guðmundsdóttir og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð á tölvu.

 

Dagskrá:

1.     Fundargerðir til staðfestingar
27. fundur hreppsráðs frá 25. janúar
Félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 10. janúar
Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 25.janúar
Umræður og athugasemdir. Fundargerð starfshóps leikskólanna frá 7.desember sem vísað var til hreppsnefndar staðfest, og sveitarstjóra og form. skólanefndar falið að fylgja málinu eftir. Varðandi  lið 1d í fundargerð hreppsráðs , fundargerð Atvinnumálanefndar varðandi eign sveitarfélagsins í Límtré kom Hörður Harðarson á fundinn. Hörður greindi frá skipulagi, starfsemi og afkomu félagsins og svaraði spurningum hreppsnefndarmanna. Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á sölu hlutabréfanna. Fundargerðirnar staðfestar með framkomnum athugasemdum.

2.     Fundargerðir til kynningar
Stjórnar SASS frá 12. nóvember og 13. desember
Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 20. desember.
Framkvæmdaráðs Almannavarna Árborgar og nágrennis frá 23. desember.
Stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 28. desember.
Fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu frá 7. janúar.
Stjórn Tónlistarskóla Árnesinga frá 19. janúar
Fundargerðirnar lagðar fram.

 3.     Erindi frá Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands dags. 18. janúar þar sem kynnt er auglýsing á breytingu á skipulagi svæðisins sunnan Hofsjökuls.   
 Lagt fram til kynningar.
4.     Greinargerð og skilyrði fyrir starfsleyfi til vatnsveitunnar í Árnesi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 23. desember. Lagt fram til kynningar.
5.     Ársyfirlit bygginga- og skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu fyrir árið 2004, ásamt fundargerð oddvitafundar frá 21. janúar sl.
Fundargerðin staðfest. 

6.     Önnur mál.
a)      Rædd voru málefni áhaldahúss, húsnæðis og bílamál. Samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra að leita hentugra húsnæðis fyrir áhaldahús.

b)      Sveitarstjóri sagði frá því að gerð símenntunaráætlunar fyrir starfsmenn hreppsins væri lokið.  Framundan er sameiginlegt námskeið uppsveita fyrir starfsmenn skrifstofa og áhaldahúsa.  Sveitarstjórar uppsveita telja hagstætt að sameina krafta í námskeiðahald eftir föngum.

c)      Sveitarstjóri greindi frá fundi sínum, formanni sóknarnefndar og landeigendum um land undir stækkun kirkjugarðs á Stóra Núpi.  Samningur er á lokastigi.

d)      Sveitarstjóri kynnti erindi frá forystumanni hjónaballsnefndar Skeiðamanna þar sem sótt er um lækkun á húsaleigu vegan  hjónaballs. Samþykkt að Umf. Skeiðamanna greiði 50.000 í leigu  sem dregst af styrk til félagsins á fjárhagsáætlun

e)      Úttekt Rannsóknarstofnunar KHÍ á grunnskólunum.  Sveitarstjóri greindi frá stöðunni.  Samþykkt að stefna að íbúafundi um málið uppúr miðjum febrúar.  Ákvörðun þarf að liggja fyrir á marsfundi hreppsnefndar.

f)        Sveitarstjóri kynnti lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild í samræmi við lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

 

Fundi slitið kl. 18.35