Sveitarstjórn

66. fundur 01. júní 2006 kl. 15:00

66. fundur í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn fimmtudaginn 1. júní 2006 klukkan 15 í Árnesi. 

Fundinn sátu:  Aðalsteinn Guðmundsson oddviti, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Dagskrá:

1.     Fundargerðir til staðfestingar. 
Skólanefndar, tvær fundargerðir frá 16. maí. Fundargerðirnar staðfestar.  Matthildur sat hjá við staðfestingu liðar 1 vegna skyldleika við einn starfsmann sem um er fjallað. 
Félagsmálanefndar uppsveita frá 8. maí.  Fundargerðin staðfest. 
Skipulagsnefndar uppsveita frá 18. maí. Hreppsnefnd samþykkir að vísa 42. lið fundargerðarinnar til afgreiðslu viðtakandi hreppsnefndar enda þurfi málið frekari athugunar við.  Fundargerðin að öðru leyti staðfest. 
Byggingarnefndar uppsveita frá 16. maí 
Fundargerðin staðfest.

2.      Fundargerðir til kynningar

a.       Aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 26. apríl.

b.      Héraðsnefndar Árnesinga frá 28. og 29. apríl.

Fundargerðirnar lagðar fram.

3.      Erindi frá vottunarstofunni Túni ehf dags. 22. maí 2006 með boðun um aðalfund.

Lagt fram.

4.      Skýrsla um starfsemi orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslum dags. 15. maí.

Lagt fram til kynningar.

5.      Upplýsingar dags. 27. apríl og erindi frá 23. maí frá verkefnisstjórn vegna álagningar fasteignagjalda í Landskrá fasteigna.

Lagt fram til kynningar.

6.      Erindi dags. 14. maí frá Valdimari Jóhannssyni fyrir hönd Ungmennafélags Gnúpverja varðandi umhirðu íþróttavallar við Árnes.

Samþykkt að vísa erindinu til viðtakandi hreppsnefndar.

7.      Erindi dags. 5. maí frá Íþrótta og ólympíusambandi Íslands með samþykktum 68. íþróttaþings ÍSÍ.

Lagt fram til kynningar.

8.      Ályktanir frá 33. aðalfundi FOSS sem haldinn var á Selfossi þann 8. maí s.l.

Lagt fram til kynningar.

9.      Önnur mál.

a.       Erindi frá Landsvirkjun dags. 29. maí 2006 þar sem ítrekuð er beiðni um breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjana í Neðri-Þjórsá.

Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu viðtakandi hreppsnefndar.

 

b.      Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hún átti með tveimur 10 ára grunnskólastúlkum varðandi leikvöll í Brautarholti.  Þær höfðu meðferðis hugmyndir um endurbætur. 

Hreppsnefnd þakkar þeim fyrir góðan hug.
 

c.       Aðalsteinn oddviti þakkaði hreppsnefndarmönnum og sveitarstjóra fyrir gott samstarf.  Þrándur þakkaði einnig samstarfsfólki í hreppsnefnd.  Aðrir fundarmenn tóku undir þakkir og óskuðu einnig nýrri hreppsnefnd velfarnaðar í starfi.

 

Fundi var slitið klukkan 16:20