Sveitarstjórn

3. fundur 04. júlí 2006 kl. 13:00

reppsnefndarfundur haldinn í Árnesi 14. júlí  2006 kl. 13.

Mættir Gunnar Örn Marteinsson, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem ritaði fundargerð.

 

Gunnar setti fund og spurði hvort menn gerðu athugasemd við boðun fundar en svo var ekki.

 

 

1.     Fundargerðir til staðfestingar. 
         a)  Skipulagsnefndar frá 29. júní 2006

                 Vegna liðar 23. í fundargerð Votamýri á Skeiðum , þá heimilar hreppsnefnd að byggt verði 50 m2 gestahús eins og beiðendur óska eftir.

                Fundargerð staðfest.

         b)   Bygginganefndar frá 27.júní 2006 

               Fundargerð staðfest

         c)   Oddvitafundar frá 8. júní 2006 
               Fundargerð staðfest.

          d)  Fundargerð skólanefndar nr 1  frá 5. júlí 2006 leikskólamál. 
               Fundargerð staðfest

          e)  Fundargerð skólanefndar nr. 2 frá 5 júlí grunnskólamál. 
               Trúnaðarmál vísað frá skólanefnd til hreppsnefndar bókað í trúnaðarbók.

                Fundargerð staðfest.

           f)   Fundargerð skólanefndar nr. 3 frá 12. júlí 2006. 
                Fundargerð staðfest.

 

2.     Fundargerðir til kynningar. 
 

a)  Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 24. maí 2006 
b)  Sorpstöðvar Suðurlands 1. júní. 
 

3.     Úrskurður frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru Jónasar Yngva Ásgrímssonar fyrir hönd E- lista Einingar vegna synjunar 18. maí sl. um afhendingu gagna úr bókhaldi sveitarfélagsins. 
Lagt fram

4.     Erindi lagt fram frá Umhverfisráðuneytinu vegna frumvarpsdraga um skipulags- og byggingarlög. 
Lagt fram.

5.     Lóðaúthlutanir. 
Lóð númer 9 á Flötum, samþykkt umsókn Evu Bjarkar Kristjánsdóttur og Ásgeirs Guðmundar Hilmarssonar.

Lóð í landi Réttarholts (númer 5) , umsókn frá  Garðari Steingrímssyni og Hrönn Egilsdóttur. Oddvita falið að kanna stöðu mála þar sem þessari lóð var úthlutað áður og hefur ekki verið skilað.

 

6.     Samræming á stofngjaldi vegna kaldavatnsveitna. 
Oddvita falið að kanna hvernig gjaldskrármálum er háttað. Ákvörðun frestað.

 

7.     Erindi frá starfsfólki leikskóla. 
Sveitarstjórn fagnar erindi frá starfsfólki leikskóla og leggur til að skólanefnd vinni að málinu.

 

8.     Álit Lögmanna vegna lóðar Kertasmiðjunnar í Brautarholti. 
Oddvita falið að ræða við Ker hf

 

9.     Tilboð í hlutabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Límtré hf. 
Yfirtökutilboð frá VBS fyrir hönd Fasteignafélagsins Ártúns ehf í hlutabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps  í Límtré hf.  Tilboðið er 3,80 kr. á hvern hlut en hlutafjáreign Skeiða- og Gnúpverjahrepps er 16.865.552 hlutir.

Samþykkt að selja hlutabréfin.

 

10.     Skipan nefnda.  Vinabæjarnefndar, skoðunarmenn reikninga hreppsins og 
fulltrúa í húsnefnd Árness.

 

Vinabæjarnefnd.

Bente Hansen

Sigríður Pétursdóttir

Helga Guðlaugsdóttir

 

Nefndinni falið að undirbúa stofnun vinabæjarfélags.

 

Skoðunarmenn reikninga:

 

Viðar Gunngeirsson

Birna Þorsteinsdóttir

 

Til vara.

Bjarni Ó Valdimarsson

Jónas Yngvi Ásgrímsson

 

Fulltrúi í húsnefnd Árnes.

 

Hrafnhildur Ágústsdóttir

 

Til vara:

Páll Árnason

 

12.     Ráðning sveitarstjóra. 
 

Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Sigurð Jónsson  kt:100745-7719 fyrrverandi sveitarstjóra í Garði. Alls sóttu 19 manns um og er þeim þakkaður áhugi  á starfinu.

 

13.     Önnur mál engin.

     

       Fundi slitið kl. 16:20