Sveitarstjórn

6. fundur 03. október 2006 kl. 13:00

6. Hreppsnefndarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps haldinn í Árnesi 3.oktober 2006 kl:10.30

Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson , Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, 
Björgvin Skafti Bjarnason sem ritar fundargerð og  Sigurður Jónsson sveitarstjóri.

 

Gunnar setur fund og kannar hvort athugasemdir séu við fundarboð en svo er ekki.

 

1.      Svanhildur og Brynja  frá Landformi  gera grein fyrir vinnu að skipulagsmálum. Land hreppsins við Réttarholt- 
deiliskipulagstillögur til úrvinnslu og umræðu. Rætt fram og aftur um möguleika svæðisins.Ákveðið að vinna að 
útfærslu tillögu 2. 
 

2.     Afrit af bréfi frá skipulagsstofnunn til Umhverfisráðuneytis varðandi breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og 
Gnúpverjahrepps 2004 – 2016 vegna Kílhrauns á Skeiðum. Skipulagsstofnun mælir með því að tillagan verði 
staðfest. 
Lagt fram.

3.     Erindi frá Ábótanum ehf. Beiðni um fjástyrk vegna nýrra örbylgjusabanda Ábótans ehf. 
Erindi hafnað.

4.     Beiðni frá Hrunamannahreppi það sem óskað er eftir viðræðum vegna neysluvatnsnota. 
Samþykkt að ræða við Hrunamenn.

 

5.     Söluyfirlit vegna Brautarholts 8 (220-173) 
Brautarholt 8 var selt á 15,3 milljónir en áhvílandi voru 11,5 milljónir. Kaupendur eru Leó Þorsteinsson og 
Guðrún Alfreðsdóttir.

 

6.     Bréf varðandi kynningarfund  skipulagsstofnunar “Umhverfismat áætlana –ný lög nr. 105/2006 “Fundur á 
Selfossi 9.10. kl.14:00. 
Lagt fram.

 

7.     Bréf frá SASS greiðslur fyrir akstur skólabíla. 
Samþykkt að greiða 8% álag ofan á viðmiðunartaxta SASS.

 

8.     Umsókn um lóð nr. 12 á Löngudælaholti frá Sigurði Sigtryggssyni. 
Umsókn samþykkt.

 

9.     Styrktarbeiðni frá Gunnhildi Gunnarsdóttur, vegna keppni á bikarmóti IFBB í mótelfitness. 
Samþykkt að veita styrk að upphæð 10.000 kr

 

10.     Gerð grein fyrir tillögu að launum fyrir störf í sveitarstjórn og nefndum Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 
 

Tillaga oddvita og sveitarstjóra

 

Oddviti fái 35% af launum sveitarstjóra

Fyrir fundarsetu í hreppsnefnd kr. 20.000 á fund

Formaður skólanefndar kr. 20.000 á fund

Almennir skólanefndarmenn kr. 10.000 á fund

Formenn annarra nefnda kr. 9.000 á fund

(t.d. umhverfisnefnd, samgöngunefnd og atvinnumálanefnd)

Almennir nefndarmenn 6.000 á fund.

Laun verði endurskoðum um hver áramót.

Samþykkt.

 

11.     Fundargerð Félagsmálanefndar frá 6.09.06. 
Ákveðið að skoða lið 5 nánar en fundargerð að öðru leiti staðfest

 

12.     Fundargerð Fræðslunefndar v/Flúðaskóla frá 21.08.06. 
Lögð fram

 

13.     Fundargerð Skipulagsnefndar frá 13.09.06. 
Liður 2. Stefna um stærðir frístundahúsa, tillaga skipulagsnefndar samþykkt.

Liður 3. Granni- Landupplýsingakerfi, hreppsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti.

Liður 28 Blesastaðir 3  deiliskipulag, samþykkt.

Liður 29 Deiliskipulag Hraunvalla  samþykkt.

Liður 30 Sandlækur, landspildublað samþykkt.

Liður 31 Þjórsárholt deiliskipulag samþykkt. Athygli er vakin á samþykkt skipulagsnefndar þar sem stærð 
aukahúss er samþykkt 50 fm.að hámarki.

14.     Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 06.og 18.09.06. 
Lagðar fram.

15.     Fundargerðir stjórnar SASS frá  06.09 
Lögð fram

16.     Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 30.06. og 18.08.06. 
Lagðar fram

17.     Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 20.09.06. 
Lögð fram

18.     Fundargerð Umhverfisnefndar frá 20.09.06. 
Staðfest.

19.     Fundargerð Afréttamálanefndar frá  25.08.06. 
Staðfest

20.     Fundargerð Skólanefndar frá 2.10.06. lögð fram. 
Tillaga um að leikskólinn verði starfræktur á einum stað.

Samþykkt að taka fundargerð skólanefndar  á dagskrá.

Bókun: Skólanefnd samþykkti með 3 atkvæðum gegn 2 tillögu skólanefndarformanns

sem er: Skólanefnd samþykkir að leikskólinn verði starfræktur á einu stað, þ.e. í Brautarholti frá og 
með að skólahald hefst eftir sumarlokun 2007.

 

Bókun frá Björgvini Skafta Bjarnasyni: Ég tel að um þjónustuskerðingu við íbúa sé að ræða að flytja leikskólann á einn stað. 
Því hefði átt að athuga með að reka leikskóla bæði í Brautarholti og Árnesi. Einnig bendi ég á bókun leikskólastjóra á 
skólanefndarfundi þar sem hún lýsir áhyggjum vegna samstarfs skóla og leikskóla í framtíðinni.

Fundargerð skólanefndar samþykkt.

21.     Önnur mál. 
Endurskoðun fundarskapa og erindisbréfa nefnda.

Samþykkt.

Bókasafnsnefnd: Áslaug Harðardóttir óskar eftir því að hætta í bókasafnsnefnd. Í hennar stað er Halla Guðmundsdóttir 
tilnefnd. Ákveðið að Sigrún H. Arndal verði formaður nefndarinnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir .

 

Fundi slitið kl. 16.00