Sveitarstjórn

16. fundur 17. apríl 2007 kl. 10:30

16. fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða – og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 17.apríl 2007  kl. 10:30. í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson, 
Björgvin Skafti Bjarnason, Sigurður Jónsson sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Gunnar setti fund og spurði fundarmenn hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, en svo reyndist ekki vera.

 

Dagskrá:

 

1.   Fundargerð 3. fundar  Byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu  frá. 27.03.07 
Fundargerðin staðfest

 

2.   Fundargerð 91. fundar  félagsmálanefndar Uppsveita  Árnessýslu frá  27.03.07 
Sveitarstjóra falið að fá nánari upplýsingar um 9. lið í reglum félagsþjónustunnar hvað varðar trúnaðarmann .  
Fundargerðin staðfest að öðru leiti.

 

3.   Ársfundur sveitastjórna uppsveita Árnessýslu. 
Fundargerðin staðfest.

 

4.   Reglur um samstarf uppsveitanna. 
Sveitarstjórn telur að setja þurfi inn ákvæði um endurskoðun á samningnum,  komi til sameiningar sveitarfélaga. 
Sveitarstjórn samþykkir samninginn að öðru leiti

 

5.   Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps  2006  lagður fram til fyrri umræðu. 
Björgvin Guðmundsson frá KPMG  kom á fundinn og skýrði út reikningana.  Almennar umræður fóru fram um reikninginn.  
Ársreikningnum vísað til síðari umræðu. 

 

6.   Málefni Þjóðveldisbæjar í Þjórsárdal. 
Sveitarstjórn tekur jákvætt í einhverskonar þátttöku vegna 30 ára afmæli bæjarins, og felur sveitarstjóra að annast málið.

 

7.   Safnvegir og vegagerð,gögn áður send. 
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

 

8.   Menningarsamningur, gögn áður send. 
Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

 

9.   Bréf frá Árdísi Jónsdóttur. 
Sveitarstjórn samþykkir að senda UMF Gnúpverja fyrirspurn um hvort þeir telja sig eiga hlutdeild í Lestrarfélagi Gnúpverja.

 

10.   Lóðaúthlutun.  Gæðir ehf  sækir um lóðir á Flötum nr. 18,20,23 og 24. 
Sveitarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.

 

11.   Reglugerð um hundahald. 
Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram drög að  reglugerð um hundahald, á  næsta fundi.

 

12.   Lagður fram efnis og nafnalisti aðalskipulags breytinga vegna virkjana í neðri Þjórsá.  Pétur I  Haraldsson skipulagsfulltrúi 
mætti á fundinn og fór yfir næstu skref í málinu.  
 

13.   Hugmyndasamkeppni. Merki fyrir sveitarfélagið. 
37 hugmyndir bárust frá 14 aðilum. Hugmyndirnar verða til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma skrifstofunnar.

 

14.   Erindi um styrk frá Skálholtskór. 
Sveitarstjórn samþykkir að veita 15.000 kr styrk.

 

15.   Fundargerð 93. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 28.03.07 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

16.   Fundargerð 140. fundar  Sorpstöð Suðurlands  frá 26.03.07 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

17.   Fundargerðir  skólanefndar frá 26.03.07 og 02.04.07. 
Áður lögð fram fundargerð skólanefndar frá 14.03 staðfest.

Fundargerð skólanefndar nr. 10. Liðir nr. 7 og  8 í fundargerðinni eru í vinnslu. Liður 9 sem er tillaga skólanefndar um að 
kostnaðarþátttaka foreldra við rekstur leikskólans verði lækkaður.  Vísað til gerð fjárhagsáætlunar. Fundargerðin staðfest að öðru leiti.

Fundargerð nr. 11 frá 02.04.07 staðfest.

 

18.   Ráðning skólastjóra. 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skólanefndar um að ráða Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur sem skólastjóra Þjórsárskóla. 
Sveitarstjóra falið að ganga til  samninga  við hana.

 

19.   Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók. 
 

 

20.   Mál til kynningar. 
Sveitarstjórnin  gerir ekki athugasemdir við endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir  Verslunina Árborg í Árnesi.

 

Lögð fram staðfesting frá Félagsmálaráðuneyti um breytingar á samþykkt um

stjórn og fundarsköp Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í samræmi við þau verður kosið á einum stað til Alþingiskosninga  2007 
þ.e í Árnesi að þessu sinni.

 

Erindi frá Hestamannafélaginu Smára v Reiðhallar, lagt fram og  tekið til afgreiðslu á næsta fundi.

 

Fundi slitið kl: 16.30