Sveitarstjórn

24. fundur 13. nóvember 2007 kl. 10:30

24. fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 13. nóv.  2007  kl. 10:30  í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, 
Björgvin Skafti Bjarnason, sem ritaði fundargerð, Sigurður Jónsson sveitarstjóri, á fundin mættu Pétur Ingi Haraldsson, 
skipulagsfulltrúi og Ívar Pálsson, lögmaður.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera.

Oddviti óskaði breytinga á dagsskrá, sem var samþykkt.

                                                 

1      Bréf frá Atla Gíslasyni, Björg Evu Erlendsdóttur,Finnboga Jóhannssyni og Kjartani Ágústssyni vegna auslýsta breytingar á 
aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps 2004-2016. 
Ívar fór yfir efni bréfsins og taldi að ekki væri um að ræða að sveitarstjórn væri  vanhæf í málinu, en taldi að kröfu um að 
málsmeðferð aðalskipulagstillögunnar verði hafin á ný verði vísað til málsmeðferðar hinnar auglýstu aðalskipulagsbreytingar.

 

    Bókun: Með vísan til framlagðar umsagnar Landslaga – lögfræðistofu hafnar hreppsnefnd kröfu bréfritara um að hreppsnefnd 
    víki sæti við umfjöllun málsins. Kröfu um að     
    málsmeðferð aðalskipulagstillögunnar verði hafin á ný er vísað til umsagnar og afgreiðslu samhliða öðrum athugasemdum sem
    lúta að efni og málsmeðferð hinnar auglýstu     
    aðalskipulagsbreytingar.

 

1a  Skipulagsmál vegna aðalskipulagstillögu, neðri hluta Þjórsár.

      Ívar og Pétur fóru yfir ýmis álitamál sem lúta að aðalskipulagstillögunni.

 

Bókun: Ívari falið að vinna drög að svörum, við athugasemdum sem bárust, við aðalskipulagstillöguna.

1.b Fasteignagjöld vegna sumarbústaðalóða í Kílhrauni.

Erindi frá Kílhrauni ehf annars vegar og eigendum lóðarinnar

Miðhraunsvegur 5 í landi Kílhrauns hins vegar.  Sveitarstjóra falið að svara erindunum.

 

Bréf frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðandi kæru Finnboga Jóhannssonar. 
Skv. bréfi frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál dags. 5. nóv 2007 telur nefndin ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu.

 

Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi úthlutanir aukaframlaga. 
Lagt fram.

 

Bréf varðandi ósk um viðræður um möguleg kaup á landi Heiðargerðis. 
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra og oddvita að ræða við lóðarhafa.

 

Bréf frá Menntamálaráðuneytinu vegna gjaldtöku af nemendum vegna ferðalaga. 
Lagt fram.

 

Bréf frá Staðardagskrá 21 varðandi ráðgjöf. 
Vísað til umhverfisnefndar.

 

Bréf frá Lýðheilsustöð varðandi lýðheilsuráðstefnu 10-13.júní 2008. 
Lagt fram.

 

Erindi vegna nafns á lóð úr landi Háholts. 
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti nafnið Öxl.

 

Styrktarbeiðni frá Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands. 
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk  10 þúsund á hvern nemenda úr sveitarfélaginu sem er í kórnum, 
að heildarupphæð 50 þúsund.

 

Bréf frá Vegagerðinni vegna tengingar um brú milli Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra. 
Lagt fram.

 

Bréf frá Fornleifavernd ríkisins vegna: 
Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kálfhóls á Skeiðum. 
Lagt fram

Frístundabyggð í Þjórsárholti. 
Lagt fram

Árnes-Réttarholt.Tillaga að deiliskipulagi í landi Réttarholts. 
Lagt fram

 

Bréf frá Landformi. Vinnuplagg vegna fyrirhugaðra breytinga á  skipulagi í Brautarholti á Skeiðum. 
Sveitarstjórn samþykkir að senda vegagerð tillögu Landforms frá 17.okt 2007 til umsagnar.

 

Styrktarbeiðni frá Héraðssambandinu Skarphéðni. 
Sveitarstjórn hafnar að greiða styrk umfram framlag í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga.

 

Fundargerð Skipulagsnefndar frá 25.10.07. 
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina

 

Fundargerð Félagsmálanefndar frá 2.10.07. 
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina

 

Fundargerð Bygginganefndar frá 16.10.07. 
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina

 

Fundargerðir: 
Sorpstöð Suðurlands frá 19.09 og 15.10.07. 
Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands frá 12.10.07. 
Skólaskrifstofu Suðurlands frá 21.09,1.10. og 29.10.07. 
SASS  frá 3.10.07. 
Heilbrigðisnefnd Suðurlands frá 2.10.og 1.11. 07. 
Brunavarnir Árnessýslu frá 1.10,8.10. 07 
Lagðar fram til kynningar.

 

Sveitarstjórn fagnar komu nýs og öflugs slökkvibíls í Árnes.

 

Kosning starfshóps til viðræðna við Búmenn. 
Sveitarstjórn samþykkir að skipa stýrihóp um húsnæðismál eldri borgara og mál því tengd.

 

Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007. 
Samþykkt með þeirri breytingu að styrkur til markaðsmála sem færður er sem lækkun á fasteignagjöld verði 
gjaldfærður á atvinnumál.

 

  Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið. 15.15.