Sveitarstjórn

31. fundur 15. apríl 2008 kl. 13:00

31. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 15.april 2008 kl.13:00 í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson,oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson,
Björgvin Skafti Bjarnason og Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.Ennfremur sátu fundinn Ívar Pálsson,
lögmaður og Pétur Haraldsson,skipulagsfulltrúi.

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins,svo reyndist ekki vera.

 

Oddviti óskaði eftir að fá að taka á dagskrá fundarins bréf frá Sól á Suðurlandi. Samþykkt..

1.   Lagt fram bréf frá Sól á Suðurlandi,þar sem óskað er eftir því að sveitarfélög

      Sem koma að virkjunaframkvæmdum í neðri hluta Þjórsár standi fyrir

     málþingi.Samþ. að vísa erindinu til samráðsfundar sveitarfélaga.

2.  Tillaga að svörum við athugasemdum sem bárust vegna auglýstra breytinga á aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps 
2004-2016 varðandi fyrirhugaðar    virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár.

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004 – 2016, 
Hvamms- og Holtavirkjun, sem var auglýst til kynningar frá  18. janúar til 15. febrúar 2007 með athugasemdafresti til 
1. mars s.á. Athugasemdir bárust frá 279 einstaklingum og 8 lögaðilum í 92 bréfum sbr. framlagðar athugasemdir. 
Jafnframt eru lögð fram bréf Umhverfisstofnunar frá 4. maí 2007, Fornleifavernd Ríkisins, dags. 27. mars 2007, 
Rangárþings Ytra, dags. 26. mars 2007, Rannsóknarmiðstöð í Jarðskjálftaverkfræði, dags. 2. júlí 2007, Landbúnaðarstofnunar, 
dags. 7. maí 2007, Atla Gíslasonar, hrl., dags. 3. febrúar 2008, tölvupóstur Sigþrúðar Jónsdóttur, dags. 10. mars 2008 
og umsögn Landslaga lögfræðistofu um athugasemdir, dagsett 10. apríl 2008. Einnig lagt fram bréf eigenda Miðhúsa I. og II, 
dags. 8. apríl 2008.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða umsögn Landslaga lögfræðistofu, dags 10. apríl 2008,  um athugasemdir. 
Umsögnin verður send þeim sem gerðu athugasemdir þegar aðalskipulagstillagan verður afgreidd. 
Umsögnin verður strax gerð aðgengileg á heimasíðu hreppsins og heimasíðu skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu.

Aðalskipulagsbreytingin verður afgreidd síðar.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.                          

 

 

 

 

Fleira ekki gert                          Fundi slitið kl.13:30