Sveitarstjórn

42. fundur 02. desember 2008 kl. 10:30

42. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 2.des. 2008 kl. 10:30 í Árnesi.

    

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason.  Einnig sat fundinn Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera.

 

 

                        Dagskrá:

1.    Styrktarbeiðni frá Kvenfélagi Skeiðahrepps.Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009.Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir að umsækjendur um styrk leggi fram ársreikning.

2.    Bréf frá Kálfhól varðandi markaðsstyrk.Sveitarstjórn bendir á að samkvæmt reglunum þarf fyrirtækið að eiga lögheimil í sveitarfélaginu til að njóta styrks.

3.    Bréf frá Fjölmenningarsetri varðandi upplýsingamiðlun til nýrra íbúa. Lagt fram.

4.    Bréf frá Vottunarstofunni Tún ehf.varðandi hækkun á hlutafé og forkaupsrétt.Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt.

5.    Bréf frá ÍSÍ ,þar sem bent er á mikilvægi þess að sveitarfélög standi vörð um mikilvægi íþróttahreyfingarinnar.Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið ÍSÍ.

6.    Fundur fulltrúa sveitarstjórnar og stjórnenda Landsvirkjunar í Búrfelli.Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins í viðræðum við fulltrúa Landsvirkjunar.

7.    Styrktarbeiðni frá Héraðssambandinu Skarphéðni.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

8.    Fundargerð Félagsmálanefndar frá 4.11.08.Samþykkt.

9.    Fundargerð um vatnsveitumál frá 10.11.08. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar,16.des.n.k.

10.Fundargerðir Fulltrúaráðs BÁ frá 18.11.08, Einnig fundargerð verkstjórafundar BÁ og Brunavarnaáætlun.Lagt fram.

11.Fráveita í Árnesi. Verkfundargerðir nr. 6,7,8 og 9.Lagt fram.

12. Álagningareglur fyrir árið 2009. (Meðfylgjandi eru reglur ársins 2008).Sveitarstjórn samþykkir að álagningaprósenta útsvars og fasteignagjalda verði óbreytt fyrir árið 2009. Gjaldskrá leikskóla og í skólamötuneyti verði óbreytt á árinu 2009.Lóðargjöld og fráveitugjöld breytast í samræmi við þróun vísitölu. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingu og að kannað verði hvernig gjaldskrármálum er háttað í nágrannasveitarfélögum.

13. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008. Afgreiðsla.Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs verði kr. 20.337 þús. Og niðurstaða samstæðureiknings verði kr. 15.870 þús.Fjárfestingar ársins verða kr.36.900 þús. Ekki er gert ráð fyrir neinni lántöku á árinu.Sveitarstjórn samþykkir áætlunina,en bendir á að færa þurfi hluta af kostnaði skrifstofu yfir á skipulagsmál.

14.Mál til kynningar.

        a) Tillaga frá oddvita og sveitarstjóra.

 

Samkvæmt samningum og samþykktum eiga laun sveitarstjóra,oddvita og sveitarstjórnar að taka breytingum samkvæmt þróun launavísitölu í janúar og júní ár hvert.

Nú er fyrirsjáanlegt að tekjur sveitarfélagsins dragast saman vegna efnahagsástandsins í landinu.

Af þeirri ástæðu leggjum við til að laun sveitarstjóra,oddvita og sveitarstjórnar fái ekki neinar hækkanir á á árinu 2009.Sveitarstjórn samþykkir tillöguna

 

          b) Varðandi fjárhagsáætlun 2009. Sveitarstórn samþykkir að á árinu

2009 verði stofnunum sveitarfélagsins ekki heimilt að stofna til útgjalda vegna kaupa á nýjum búnaði.

 

        c) Fundargerð Skipulagsnefndar frá 27.11.08 og 27.mál úr fundargerð sveitarstjórnar(fundargerð Skipulagsnefndar) frá 4.nóv.s.l. Samþykkt.

 

 

 

    

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 14:30