Sveitarstjórn

46. fundur 24. febrúar 2009 kl. 11:30

46. fundur. Aukafundur í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 24.febrúar 2009 kl. 11:30 í Árnesi

    

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera.

 

1. Trúnaðarmál.

 

2. Önnur mál. Samþykkt að taka á dagsskrá umfjöllun um starfslok sveitarstjóra og málefni íþróttahúss.

 

 A .1 Starfslok sveitarstjóra.

 

Samkomulag hefur náðst milli sveitarstjórnar Skeiða – og Gnúpverjahrepps og Sigurðar Jónssonar  kt:100745-7719  um að hann láti nú þegar af störfum. Samþykkt að fela Jóni Vilmundarsyni varaoddvita og  Einari Sveinbjörnssyni hjá  KPMG endurskoðun á Selfossi  að ganga frá uppgjöri við Sigurð Jónsson í samræmi við ráðningasamning frá 5.sept. 2006.

 

A 2.Yfirstjórn sveitarfélagsins.

Samþykkt að oddviti muni stýra starfsemi sveitarfélagsins þar til annað verður ákveðið, skv. 54 gr. samþykkta sveitarfélagsins.

 

B.Könnun á möguleikum á byggingu íþróttahúss.

     Þar sem ekki hefur unnist tími til að ljúka könnun á byggingu íþróttahúss samþykkir sveitarstjórn að fresta málinu óákveðið.

 

 

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 14.15