Sveitarstjórn

54. fundur 15. september 2009 kl. 10:30

54.    fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 15. september 2009 kl. 10:30 í Árnesi.


 
Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ari Einarsson í fjarveru Ingvars Hjálmarssonar, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við boðun fundarins en svo reyndist ekki vera. Samþykkt að taka fundargerð afréttamálanefndar frá 23. ágúst 2009 á dagskrá.

 

1.    Fundargerð 425. Fundar SASS haldinn 25. Júní 2009 
Lögð fram.


2.    Fundargerðir 174. fundar  Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 25. júní 2009 og 175. fundar haldinn 24. ágúst 2009
Lagðar fram.


3.    Fundargerð skólanefndar nr. 38 haldinn 2. sept. 2009 – leikskólamál, og fundargerð skólanefndar nr. 39 haldinn 2. Sept 2009 – grunnskólamál.
Fundargerð nr. 38  samþykkt.  Fundargerð nr. 39 samþykkt.


4.    Farið yfir stöðuna í skipulagsmálum vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár.
Fundað var með Ívari Pálssyni lögmanni, í framhaldi af úrskurði Samgönguráðuneytisins frá 31. ágúst 2009  sem lagður var fram á fundinum í stjórnsýslumáli nr.25/2009 -Ölhóll gegn sveitarstjórn Flóahrepps.  
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með Umhverfisráðherra

 

5.    Lögð fram kostnaðaráætlun vegna lagfæringar á íþróttasal í Brautarholti. Einnig rætt um önnur viðhaldsverkefni.
Lögð fram kostnaðaráætlun frá Verkfræðistofu Suðurlands dags. 4.sept 2009 vegna hljóðeinangrunar í íþróttasal í Brautarholti. 
Samþykkt að fela oddvita undirbúning framkvæmda og leita tilboða í verkið, skv leið 1. í kostnaðaráætlun, en áætlaður kostnaður er 1.917.820 m. vsk.
Kostnaði vísað til fjárhagsáætlunar 2010.


6.    Fundargerð afréttamálanefndar frá 23. ágúst 2009 
Fundargerð samþykkt.

 

7.    Auglýsing um skilgreiningu línubrjótafjár í Árnessýslu nr. 725/2004
Matvælastofnun leggur til við Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að auglýsingin verði felld úr gildi.
Lögð fram.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 13.40