Sveitarstjórn

61. fundur 02. febrúar 2010 kl. 10:30

61.   fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 02. febrúar 2010 í  Árnesi. Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Tryggvi Steinarsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð. Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. 
Samþykkt að taka eftirfarandi mál á dagskrá: fundargerð skipulagsnefndar.

1. Tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun Skeiða-og Gnúpverjahrepps.
Farið yfir áætlun , samþykkt að vísa henna til seinni umræðu.

 

2.  Fundagerðir félagsmálanefndar 119. Fundur haldinn 28.12.2009 og 120. fundur haldinn 12.01.2010.
Fundargerðir staðfestar.

 

3.  Fundargerð 28. aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram.

 

4.  Fundagerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 289. fundur  haldinn 02.12.2009. og  290. fundur haldinn 13.01.2010.
Fundargerðir lagðar fram.

 

5.  Jafnréttisáætlun Skeiða-og Gnúpverjahrepps.
Jafnréttisáætlun staðfest.

 

6.  Erindi frá Íbúðarlánasjóði v/fasteignagjalda og fl.
Álagningarreglur sveitarfélagsins gera ekki ráð fyrir staðgreiðsluafslætti af fasteignagjöldum og sorphirðugjöld taka mið af þjónustu sem veitt er.

 

7.  Dómsniðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í máli sem var höfðað á hendur sveitarfélaginu v/sumarbústaðar á Löngudælaholti, þar sem sveitarfélagið var sýknað af öllum kröfum og fær greiddar 400.000 krónur í málskostnað.
Vísað er í dómasafn mál nr. E-488/2009
Lögð fram.

 

8.  Drög að nýrri samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.
Drögum vísað til umhverfisnefndar til umsagnar.

 

9.  Drög að samþykkt og úthlutunarreglur fyrir atvinnuuppbyggingarsjóð Skeiða-og Gnúpverjahrepps.
Vísað til næsta fundar.

 

10.  Fundargerð Skipulags- og byggingarnefnar frá 26.01.2010
Fundargerð staðfest.

 


11. Bókun vegna ummæla umhverfisráðherra um sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í  bréfi dagsettu 29.01.2010.


Í bréfi umhverfisráðherra til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 29.01.2010 þar sem ráðherra synjar staðfestingar skipulagstillögu vegna Hvamms og Holtavirkjana er því haldið fram að sveitarstjórnarmenn, hafi persónulega þegið aukagreiðslur frá Landsvirkjun vegna funda í sambandi við skipulagsgerðina.” Þetta er rangt, sveitarstjórn hefur ekki þegið nein önnur laun né aðrar greiðslur en þær sem sveitarsjóður hefur greitt fyrir.  Ummælin eru illa ígrunduð, byggð á óáreiðanlegum heimildum og ærumeiðandi. Sveitarstjórn hefur ætíð haft að leiðarljósi að hvorki íbúar né landeigendur  biðu skaða af  framkvæmdum innan sveitarfélagsins.


Fundi frestað klukkan 14.10 til kl. 15.00 þann 3. febrúar  2010.

 

Fundi frestað til kl. 20:00       

Fundi fram haldið kl.20.00

 

12.  Ívar Pálsson lögfræðingur mætti á fundinn. Farið yfir bréf umhverfisráðuneytisins, vegna synjunar aðalskipulagsbreytinga vegna Hvamms og Holtavirkjana. 
Samþykkt að senda umhverfisráðherra bréf vegna málsins.


Bókun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Áður en frekari ákvarðanir verða teknar  í málinu, krefst sveitarstjórn Skeiða – og Gnúpverjahrepps svara við því af hálfu ríkisstjórnar Íslands, sem eigenda Landsvirkjunar, hvort stefna ríkisstjórnarinnar sé í samræmi við stefnu Landsvirkjunar um að virkja á umræddu svæði.

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið kl. 21.45