Sveitarstjórn

63. fundur 02. mars 2010 kl. 10:30

63. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 2. mars 2010 kl.10.30 í  Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Tryggvi Steinarsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð. Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

1.   Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 119. fundur haldinn 15.02.2010.
Fundargerð lögð fram.


2.   Fundargerð stjórnar SASS 431. fundur haldinn 12.02.2010.
Fundargerð lögð fram.


3.   Fundargerð stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands 124. fundur haldinn 04.02.2010.
Fundargerð lögð fram.


4.   Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 186. fundur haldinn 12.02.2010.
Fundargerð lögð fram.


5.   Fundargerð Þjórsársveita með forstjóra Landsvirkjunar ofl.
Fundargerð lögð fram.


6.   Erindi frá BM Vallá v/uppgjörsmála.
Oddvita falið að ganga frá samningum við BM Vallá.


7.   Kynning á vinnu sem er í gangi vegna reiðvegaverkefnis.
Upplýsingar frá ferðamálafulltrúa vegna fundar með formönnum hestamannafélagana  ræddar sem og ýmsar leiðir í reiðvegamálum.


8.   Breytingar á þjónustusamningi sem er í gildi við TRS.
Lagður fram nýr rekstrarþjónustusamningur milli TRS og sveitarfélagsins. Oddvita falið að ganga frá samningnum.


9.   Drög að samningi við vatnsveitufélagið Suður- Fall v/vatnssölu í Brautarholti.
Lagt fram.


10.  Fundargerð Skipulags- og bygginganefndar 21. fundur frá 16.02.2010 einnig fundargerð afgreiðslu byggingarfulltrúa, 38. fundur frá 27.01.2010.


Fundargerð frá 16.02.2010 
Mál nr. 2 Framnes II
Mál nr. 4 Brjánsstaðir 
Mál nr. 9 Árhraun - erindi
Mál nr. 10 Fagraland í landi Haga – deiliskipulagsbreyting
Mál nr. 11 Hulduheimar – deiliskipulag
Mál nr. 12 Skaftholt – deiliskipulag
Fundargerð staðfest.

Fundargerð frá 27.01.2010
Staðfest.

 

11.  Erindi frá Vinum Skaftholtsrétta með beiðni um fjárstuðning. 
Mættir á fund Kristján Guðmundsson og Sigurður Steinþórsson frá Vinum Skaftholtsrétta. Kristján fór yfir sögu endurbyggingarinnar. 
Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram 3.000.000 kr. og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn samþykkir á þessum tímapunkti að endurskoða  samstarfssamning við Vini Skaftholtsrétta.

 

12.  Gjaldskrármál sundlauga.
Sveitarstjórn samþykkir að íbúar Skeiða og Gnúpverjahrepps 18 ára og yngri fái frítt í sund í sundlaugar sveitarfélagsins.

 

13.  Deiliskipulag í Brautarholti, unnið er að hugmyndum sem kynntar verða á fundinum og eru í samræmi við umræður í sveitarstjórn.
Kynntar hugmyndir vegna skipulags í Brautarholti samþykkt að vinna þær áfram.

 

14.  Fjármál sveitarfélagsins.

Oddviti fór yfir fjárhag sveitarfélagsins og stöðu miðað við áætlun. Flestir liðir eru  nálægt áætlun.  Samþykkt að  flytja hluta inneigna í Landsbanka yfir á reikninga í öðrum bönkum.

 

15.  Þjórsárstofa, farið yfir málin í framhaldi af íbúafundi sem haldinn var þann 1. mars.  Samþykkt að láta gera kostnaðaráætlun vegna forstofu og geymslu við Árnes.

 

16.  Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða og Gnúpverjahrepps  2004-2006 spilda úr landi Álfsstaða. Í breytingunni felst að um 7 ha svæði innan 44,8 landsspildu sem kallast Hulduheimar breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Ástæða breytingarinnar eru áform um að reisa nokkur frístundahús á svæðinu, en meginhluti landsins verður þó áfram nýtt sem landbúnaðarland. Svæðið er við þjóðveg 324 rétt sunnan Álfsstaða.
Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.


17.  Erindi frá CISV (Children international summer village) um afnot af Þjórsárskóla tímabilið 28. Júní - 25.júlí 2010.
Sveitarstjórn  samþykkir að leigja CISV afnot af skólanum.


Fleira ekki gert fundi slitið kl: 15.50