Sveitarstjórn

10. fundur 14. desember 2010 kl. 13:00

10. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn  14. desember  2010 í Árnesi kl. 13:00.


Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttur, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana  Heyden Gestsdóttir  ritaði fundargerð.


Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

1. Fulltrúar Intrum á Íslandi mættu á fundinn og fóru yfir verklag við innheimtu.


2. Fjárhagsáætlun 2011, síðari umræða.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar vegna  2011.  

                                      A hluti                   A og B hluti
  Tekjur                         395.118                    403.684
  Gjöld                         (365.349)                  (368.779)
  Fjármunatekjur               7.678                         3.940
  Rekstrarniðurstaða         37.447                      38.845 


 
3. Fundargerðir 131. og 132. fundar félagsmálanefndar.
Fundargerðir staðfestar.

 

4. Fundargerð 53. fundar Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð lögð fram.

 

5. Fundargerð 6. fundar stjórnar Skipulags-og byggingarfulltrúaembættis.
Fundargerð staðfest.

 

6. Fundargerð stjórnar SASS 438. fundur.
Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn tekur undir  bókun stjórnar SASS um fangelsismál.

 

7. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 125. fundur.
Fundargerð lögð fram.

 

8. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 296. og 297. Fundir. Einnig fundargerð 30. aukaaðalfundar Atvinnuþróunarfélagsins.
Fundargerðir lagðar fram.

 

9.  Lögð fram drög að samningi við Vinnuvernd ehf  sem lýtur að vinnu- og heilsuvernd, svo og trúnaðarlæknisþjónustu, en samningurinn er sameiginlegur með öðrum sveitarfélögum í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Drögin samþykkt og oddvita falið að skrifa undir.  

 

10. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 196. Fundur.
Fundargerð lögð fram.


11. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 130. fundur.
Fundargerð lögð fram.

 

12. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu 100. fundur. 
Fundargerð  lögð fram.

 

13. Tillaga um að setja þak á aldur þeirra sem sveitarfélagið styrkir til tónlistanáms.
Sveitarstjórn samþykkir að taka ekki þátt í kostnaði við tónlistarnám nemenda eldri en 20 ára og miða skal við afmælisárið. Samþykktin tekur þegar gildi. Undanþegnir eru þeir sem þegar eru skráðir í tónlistarnám, þetta námsár, 2010-2011, að því loknu tekur samþykktin einnig gildi um þá.  En þeir sem hafa hafið nám fyrir tvítugt geta sótt um undanþágu vegna áframhaldi náms.

 

14. Erindi með ósk um stuðning við Snorraverkefnið.
Erindi hafnað.

 

15. Erindi frá HSK með ósk um fjárstuðning.
Samþykkt að styrkja HSK um kr. 30, - á hvern íbúa til viðbótar við styrk Héraðsnefndar. 

 

16. Umsókn um styrk vegna eldvarnaátaks 2010.
Erindi hafnað.

 

17. Beiðni um styrk við bændur í verkefninu bændur græða landið.
Samþykkt að styrkja umbeðna upphæð.

 

18. Lagðar fram hugmyndir til kynningar sem borist hafa í nöfn á götur í Brautarholti.
Lagt fram.

 

19. Leiðrétting á bókun 29. fundagerðar Skipulags- og byggingarnefndar, liður nr. 12 
Húsatóftir  I -  landskipti. 
Leiðrétt bókun lögð fram frá Skipulags- og byggingafulltrúa og hún samþykkt.


Mál til kynningar

A. Ályktun félags stjórnenda í leikskólum og félags leikskólakennara á  Suðurlandi.


B. Uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta á árinu 2009.

C. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 781. fundur.

D. Erindi frá Saman hópnum.

E. Ályktun frá Barnaheill.

F. Upplýsingar frá þjóðskrá vegna tilkynninga um lögheimilisflutninga.

 

Næsti fundur sveitarstjórnarfundur verður haldinn  11. janúar 2011.

 

Fleira ekki.  Fundi slitið kl. 16:50