Sveitarstjórn

12. fundur 01. febrúar 2011 kl. 13:00

12. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn  01. febrúar  2011  í Árnesi kl.  13:00.


Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.

Kristjana  H. Gestsdóttir  ritaði fundargerð.


Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

1. Farið yfir umsóknir sem borist hafa í veitingarekstur í Árnesi.
     Ákveðið að fela oddvita að ganga til samninga á grundvelli umræðna.

 

2. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014  - síðari umræða.
     Sveitarstjórn samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun 2012–2014.


3. Tillaga að samþykkt um fráveitur í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.
     Tillagan samþykkt.

 

4. Fundargerð atvinnu,  fjarskipta og samgöngunefndar,  4. fundur haldinn 13.01.2011. Fundargerð samþykkt.

     Vegna skiptiplans á Sandlækjarholti  er oddvita  falið að leita ásættanlegrar lausnar varðandi  rútuskipti  fjölbrautarskólanema.

 

5. Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla, fundur haldinn 26.01.2011.
    Fundargerð samþykkt.

 

6. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 31. fundur haldinn 21.01.2011, jafnfram lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 58. fundur haldinn 12.01.2011.  Fundargerð staðfest.  
     Mál nr. 1, Stöðuleyfi  masturs í Þjórásárdal vestan Fossár,  lagt fyrir  31. fund skipulags- og byggingarnefndar.  Stöðuleyfi  veitt í  eitt ár í samræmi við erindi Landsvirkjunar þar um.

 

7. Fundargerð oddvitanefndar með félagsþjónustu,  fundur haldinn 18.01.2011.
    Fundargerð lögð fram.

 

8. Fundargerð félagsmálanefndar  133. fundur haldinn 05.01.2011. 
    Fundargerð staðfest,  jafnframt eru breytingar á reglum  um félagslega heimaþjónustu í uppsveitum í Árnessýslu og Flóa samþykktar.

9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands   131. fundur haldinn 14.01.2011.
    Fundargerð lögð fram.

 

10. Fundargerð stjórnar SASS  440. fundur haldinn 14.01.2011. 
       Fundargerð lögð fram.

 

11. Erindi frá ráðherra velferðarmála varðandi lágmarksbætur til þeirra sem treysta á framfærslu sveitarfélaganna.  Erindið lagt fram og ákveðið að bíða viðbragða Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

12. Tillaga að gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.
       Gjaldskrá samþykkt.

 

13. Erindi frá Innanríkisráðuneyti vegna lóðar nr. 6 á Flötum,  jafnframt lagt fram svar lögmanns sveitarfélagsins vegna málsins.  Lagt fram.

 

14. Kynnt staða lánamála hjá sveitarfélaginu. 

 

15. Til umsagnar:  Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010.  Þskj.  122 - 113 mál.
        Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til þess  að gera breytingar á ný samþykktum  skipulagslögum og telur eðlilegra að reynsla komist á framkvæmd laganna  áður en breytingar  séu framkvæmdar á                 þeim.

 

16. Tekið til afgreiðslu áður kynnt erindi um hugsanleg kaup sveitarfélagsins á  hlutafé  í Límtré Vírnet ehf  að kr. 500.- þúsund.  Erindinu hafnað með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Odds G.                          Bjarnasonar.

 

Mál til kynningar.
 
A. Erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti  vegna breytinga á skipan ráðuneyta.


B. Erindi frá Mennta-og menningarmálaráðuneyti vegna framkvæmdar æskulýðsrannsóknanna  Ungt fólk.

Fleira ekki.  Fundi slitið kl. 16:20.

Ítarefni 12. fundar  hér