Sveitarstjórn

19. fundur 09. ágúst 2011 kl. 13:00

19. fundur haldinn  í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn  09.08.2011  í  Árnesi  kl. 13:00.

Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson,  Sigrún Guðlaugsdóttir 1. varamaður Hörpu Dísar  Harðardóttur,  Oddur Guðni Bjarnason, og Björgvin Skafti Bjarnason.


Kristjana  H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
Gunnar Örn setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

1. Fundargerð skólanefndar fundur nr. 10 haldinn 21.06. 2011.
Farið yfir tilhögun skólaaksturs og jafnframt rædd starfsmannamál. 
Fundargerð skólanefndar nr. 10 staðfest.


2. Fundargerð félagsmálanefndar 138. fundur haldinn 09.06.11.
Fundargerð  staðfest.


3. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 37. fundur haldinn 28.07.2011,  jafnframt lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 67. fundur haldinn 13.07.2011.
Fundagerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 37 staðfest.  Afgreiðslufundargerð  byggingarfulltrúa nr. 67  lögð fram.


4. Ósk frá Tónkjallaranum um framlengingu á samningi við sveitarfélagið.
Erindi Tónkjallarans  frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.


5. Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi  þar sem óskað er eftir umsögn um breytingar á rekstrarleyfi hjá Matsofunni Árnesi  kt.550311-0540.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti vegnar rekstrarleyfis Matstofunnar Árnesi.


6. Tilboð í uppbyggingu ramps á gámasvæðinu við Brautarholt, jafnframt farið yfir aðrar framkvæmdir á því svæði.
Tekið var tilboði frá Ingimar Þorbjörnssyni, Andrésfjósum í jarðvinnuna og tilboði Þrándarholts sf var tekið  í uppsteypu og byggingu ramps.


7. Samningur milli Vegagerðarinnar og SASS um almenningssamgöngur milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins.  
Sveitarstjórn bendir á að Árnes er  ekki inn í væntanlegu leiðakerfi og telur að útfæra þurfi akstursleiðir betur  og kostnaðarskipting þurfi að vera á hreinu áður en afstaða er tekin til málsins.


8. Erindi frá Matstofunni Árnesi varðandi rekstur á tjaldsvæði við Árnes og Þjórsárstofu.
Sveitarstjórn  býður þeim aðilum sem sýnt hafa tjaldsvæðinu áhuga að skila inn hugmyndum sínum að rekstri tjaldsvæðisins fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

 


Mál til kynningar

A. Fundargerð 3. aðalfundar Háskólafélags Suðurlands haldinn 14.06.2011.


B. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 301. fundur haldinn 14.06.2011.


C. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 204.fundur haldinn 10.06.2011.


D. Erindi frá Umhverfisráðuneyti vegna dags íslenskrar náttúru þann  16.september 2011.


E. Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga mánuðina janúar-júní 2011.


Fleira ekki.  Fundi slitið kl. 16:00.

 

Ítarefni má nálgast hér