Sveitarstjórn

33. fundur 14. ágúst 2012 kl. 13:00

Fundur nr. 33 haldinn í  Árnesi 14.08.2012 kl. 13:00.

Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.  Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

Auk þess sátu fundinn Axel Árnason Njarðvík, Inga Lillý Brynjólfsdóttir og Árni Árnason Njarðvík.

 Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. Gunnar oddviti fór lauslega yfir þau mál sem eru á dagskrá.

Dagskrá:

1. Fræðslunetið.  Vísinda og rannsóknarsjóður. Beiðni um aðild.
Samþykkt samhljóða að leggja 50.000 kr til sjóðsins á ári næstu fimm árin.

 


2. Fjárlaganefnd: Breyttar áherslur við  fjárlagagerð. 
Lagt fram og kynnt.

 

3. Umhverfisráðuneyti:  Drög að Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 -2024.    Tekið er undir athugasemdir og vísað til athugasemda Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

4. Fasteignamat  2013. Óskað er eftir athugasemdum. 
Ekki voru taldar vera forsendur til að gera athugasemdir.

 

5. Fundur  nr. 10 stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árn. og Flóa haldinn 25.7. 12. Fram kom á fundinum ósk Ásahrepps um aðild að byggðasamlagi um Skipulags og byggingafulltrúa í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps. Auk þess var fjallað um framkvæmdaleyfi náma á svæðinu. Fundargerð staðfest.

 

6. Fundur nr. 49 Skipulags- og byggingarnefndar,  haldinn  25.7.12.
Fjallað sérstaklega um tillögu að deiliskipulagi að minkabúi að Ásum undir lið nr. 7. Fundargerð að öðru leyti samþykkt.

 

7. Umfjöllun um tillögu að deiliskipulagi  að minkabúi að Ásum.
Athugasmedir höfðu borist frá eigendum Ása ásamt álitsgerð Valtýs Sigðurðssonar Hrl fyrir þeirra hönd. Auk þess bárust athugsemdir frá Guðjóni Ármannssyni Hdl lögmannstofunni Lex fyrir hönd eigenda Stóra-Núps.
Ívar Pálsson Hrl hjá lögmannsstofunni Lagastoð lagði fram umsögn um málið er hann vann að beiðni sveitarfélagsins.


Bókað er eftirfarandi vegna deiliskipulags fyrir nýtt minkabú í landi Ása: 
Með vísan til umsagnar Landslaga, dags. 13. ágúst, er óskað eftir að umsækjendur geri nánar grein fyrir eftirfarandi atriðum:


1. Staðfestingu eða gögn um að ekki sé hægt að staðsetja minkahúsin og tilheyrandi mannvirki á öðrum stað innan jarðarinnar Ása þar sem starfsemin hafi minni áhrif á nágrannajarðir m.t.t. 500m reglunnar.


2. Nánari skýringar á því hver séu samlegðaráhrif þess að reisa búið við hlið búsins að Mön?


3. Gögn um að grenndaráhrif þ.m.t. lyktarmengun frá búinu verði ekki meiri en almennt má gera ráð fyrir á landbúnaðarsvæðum.
Samþykkt samhljóða  að fresta afgreiðslu málsins, óskað er eftir að framangreindar upplýsingar liggi fyrir með hæfilegum fyrirvara fyrir næsta fund sveitarstjórnar sem gert er ráð fyrir að verði þann 4. september nk.

 

8. Tillaga um breytingu aðalskipulags sem meðal annars felur í sér byggingu tveggja vindmylla á vegum Steingríms Erlingssonar Vorsabæ í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Eftirfarandi  er bókað : Sveitarstjórn samþykkir að láta taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu byggt á fyrirliggjandi gögnum og í samræmi við 1. Mgr. 30. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að leita umsagnar Skipulagsstofnunar og kynna lýsinguna fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

 


9. Erindi frá Einari Einarssyni og Aðalheiði  Einarsdóttur Bugðugerði  7a vegna kaupa  á 30 hektara landspildu úr landi Réttarholts.
Umrætt land er ekki nema að hluta í eigu sveitarféalgsins. Ekki er vilji til að selja þann hluta sem óskað er eftir. Sveitarstjóra er falið að ræða við umsækjendur um aðra möguleika í þessum efnum.

 

 

10. Farið yfir fyrirkomulag sorpmála í sveitarfélaginu.
Núgildandi samningur við Íslenska gámafélagið rennur út. 1. október n.k. Talsmenn Íslenska gámafélagsins komu 13 ágúst á fund fulltrúa sveitarfélagsins, þar var rætt um væntanlegar áherslur í nýjum samningi. Mögulegt virðist að að fækka ferðum eftir sorpi án þess að það skerði þjónustu.

 

11. Ábótinn ehf. Erindi er frestað var á síðasta sveitarstjórnarfundi. Axel Árnason Njarðvík mætti til fundar ásamt Ingu Lillý Brynjólfsdóttur lögmanni Ábótans og Árna Árnasyni Njarðvík.
Axel kynnti erindi sitt. Það varðar meint áhrif lagningar ljósðleiðarastrengs um sveitarfélagið  á rekstur Ábótans ehf. Hann leggur áherslu á að fótum verði kippt undan rekstri Ábótans ehf  með tilkomu ljósleiðarastrengs. Að hans mati og lögfræðings hans er þar um óeðlileg inngrip að ræða á þeim markaði.  Í ljósi þess fer Axel fram á sveitarfélagið greiði Ábótanum bætur að fjárhæð kr. 20 milljónir. Gunnar Örn oddviti lagði til að sveitarfélagið kallaði eftir  áliti lögmanns sveitarfélagsins á málinu. Samþykkt samhljóða.

 

Mál til kynningar

A. Úthlutun úr námsgagnasjóði.


B. Breytilegir útánavextir.

C. Vottorð úr fyrirtækjaskrá:  Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps ehf.

D. Endanlegt framlag til nýbúafæðslu.

E. 89. fundur  Brunavarna Árnessýslu haldinn  15.06.2012.

F. Fundargerð 798. fundar Samband ís.l sveitarfélaga haldinn 29.06.2012.

 

G. 217. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 26. Júní 2012.


H. Tónlistarskóli 2012-2013.

I. Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra-ábyrðgðaraðilar 2012-2014.


J. Skráning á skipulagi og framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar.


K. Minnisblað: Þjórsárdalur  rammaáætlun um útivist og ferðaþjónustu.


L. Lagning ljóðsleiðarastrengs. Staða á verkefni.

M. Ljósleiðaraefni í eigu Ábótans.

Fundi slitið kl : 16:20.

 

Næsti fundur ákveðinn 4. september næstkomandi.