Sveitarstjórn

14. fundur 06. maí 2015 kl. 14:00

14. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  06. maí  2015  kl. 14:00.

 

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson, Halla Sigríðar Bjarnadóttir, Meike Witt og Anna Þórný Sigfúsdóttir er sat fundinn sem varamaður Einars Bjarnasonar er boðaði forföll.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera.

 

Dagskrá:

Mál til umræðu og umfjöllunar

 1. Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2014. Síðari umræða.

  Gerðar voru breytingar á einstökum efnahagsliðum, en engar breytingar gerðar á rekstrarreikningi.

  Gunnar Örn Marteinsson og Halla S Bjarnadóttir lögðu fram svohljóðandi  bókun : Niðurstaða ársreiknings sveitarfélagsins sýnir veruleg frávik frá fjárhagsáætlun og ljóst að hagræða verður í rekstri sveitarfélagsins ef eitthvað fé á að vera til ráðstöfunar í uppbyggingu á næstu árum. Sveitarfélagið hefur ágætis tekjur og skuldar lítið og ætti því að vera vel í stakk búið til að ráðast í mörg áhugaverð verkefni á næstu árum, það er hinsvegar ekki möguleiki ef ekki verður hagrætt í rekstri og fastar haldið um hlutina. Ársreikningur samþykktur samhljóða. Lögð var fram endurskoðunarskýrsla samhliða fyrri og seinni umræðu um ársreikninginn.

 2. Fjárhagsáætlun viðaukar. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti drög að viðaukum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Sveitarstjóri lagði til að viðaukar yrðu teknir til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 3. Yfirdráttarlán. Sveitarstjóri lagði fram erindi þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn heimili yfirdráttarlán á veltureikningi sveitarfélagsins allt að 45 mkr til 3 júní næstkomandi. Samþykkt samhljóða.

   

 4. Bréf eigenda Stóra-Núps, varðar málskostnað.

  Fram var lagt á 12. Fundi sveitarstjórnar 01.04.2015 erindi frá Lex lögmönnum fyrir hönd eigenda og ábúenda Stóra-Núps um greiðslu sveitarfélagsins á áföllnum lögfræðikostnaði vegna málareksturs  er varðar deiliskipulagstillögu að minkabúi að Ásum. Fram var lagt minnisblað frá Torfa Sigurðssyni hrl vegna málsins.

  Eftirfarandi bókun var lögð fram. Erindi frá Lex lögmönnum fyrir hönd eigenda og ábúenda Stóra-Núps um greiðslu áfallins lögfræðikostnaðar vegna ágreinings um samþykkt sveitarstjórnar á deiliskipulagi fyrir minkahús að Ásum er hafnað. Samþykkt samhljóða.

 5. Skólaakstur, útboðsgögn. Útboðsgögn lögð fram. Samþykkt var samhljóða að bjóða út akstursleið að Laxárdal og að ræða um samninga við núverandi bílstjóra á öðrum leiðum um akstur skólabarna.

 6. Sorphirðumál. Lagt var fram minnisblað frá Berki Brynjarssyni hjá Tæknisviði Uppsveita um mögulegt sameiginlegt útboð á sorphirðu í Uppsveitum og Flóa. Í minnisblaðinu er getið um þrjá kosti í þeim efnum. Sveitarstjóra falið að vinna áfram fyrir hönd sveitarfélagsins að samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum og Flóa.

 7. Nafn sveitarfélagsins. Umfjöllun um framgang íbúakönnunar um breytingar á nafni sveitarfélagsins.

  Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og sveitarstjóra falið að kanna möguleika á rafrænni kosningu og nánari útfærslu kosningar ef til kemur.

 8. Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi. South Central sf. Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um rekstraleyfi fyrir South Central sf, kt. 65013-0910. Með vísan til laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Lögð var fram teikning af tilheyrandi húsnæði. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagt rekstrarleyfi.

  Fundargerðir

 9. Fundargerð Skipulagsnefndar 88. Fundur 22,23,24, og 25 þarfnast umfjöllunar. Mál 27,29 og 30 til kynningar.

  Mál 22. Hraunvellir : Ólafsvellir : Deiliskipulagsbreyting -1503011. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti að breyting verði gerð á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um að í skilmálum komi fram sambærilegar kröfur til byggingar á svæðinu vegna flóðahættu. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna samkv 2. Mgr. 43 gr skipulagslaga. Nr 123/2010.

  Mál 23. Sandlækjarkot 2 179080 : Vélageymsla –hænsnahús. Fyrirspurn 1501078.  Óskað er eftir að vélageymslu á jörðinni verði breytt að nýju í hænsnahús. Sveitarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði sett  í grenndarkynningu og felur Skipulagsfulltrúa að annast hana.

  Mál 24. Hraunhólar –Skaftholt. Stækkun íbúðasvæðis sunnan Árness : Aðalskipulag 1504015. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir umrædda aðalskipulagsbreytingu samkvæmt 2, mgr. 36 Gr Skipulagslaga. Nr, 123/2010.

  Mál 25. Hraunhólar – Skaftholt. Íbúða- og frístundalóðir: Deiliskipulag -1504014. Lögð fram deiliskipulagstillaga sem felur í sér þrjár afmarkaðar íbúðarhúsalóðir austan við núverandi íbúðarhús auk þriggja lóða undir frístundahús. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst samkv. 1. Málsgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

 10. Aðalfundur Byggðasamlags Skip og Bygg. Fundargerð frá 22 apríl lögð fram og kynnt. Í fundargerð kemur fram að samþykktar voru breytingar á 9.gr. , 10.gr. og 12. gr. samþykkta. Sveitarstjórn staðfestir ofangreindar breytingar samþykkta.

 11. Fundargerðir Skólanefndar Grunnskóla og leikskólamál frá 21.04.15 og Erindisbréf Skólanefndar. Uppfært erindisbréf skólanefndar lagt fram og samþykkt samhljóða. Lagðar voru fram fundargerðir Skólanefndar. Fundargerð nr. 10 um leikskólamál. Fundargerð staðfest. Sveitarstjórn tekur undir hamingjuóskir til leikskólans með Grænfánann. Fundargerð nr. 10 um grunnskólamál. Fundargerð staðfest.

 12. Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla frá 28.04.15. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 13. Fundargerð Menningar- og æskulýðsnefnd. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 14. Fundargerð NOS 6. Fundur 10.04.2015. Fundargerð staðfest.

 15. Fundargerð 5. Fundar Umhverfisnefndar 08.04.15. Fundargerð staðfest.

 16. Fundargerðir 6. FundarAtvinnu- og samgöngunefndar. Fundargerð staðfest.

Mál til umsagnar.

17. Þingskjal 1177. Umsögn um br laga um þjóðlendur og ákv marka eignarlanda. Lagt fram og kynnt.

Mál til kynningar

A:Umsagnir um Landsskipulagsstefnu.

B. SÍS Fundargerð nr. 826.

C. Aldursdreifing Íslenskum sveitarfélögum.

D. HSK Ársskýrsla.

E.Heilbrigðisstofnun Su. Fundargerð nr 163.

F. Fundargerð Fagráðs Tónlistarskóla Árnessýslu.

G. Landsþing Sambands sveitarfélaga.

H. Ársfundur Lánasjóðs sveitarfélaga.

I. Fundarboð Forsætisráðuneyti.

J.Frumkvöðladagur í Uppsveitum.

K. Skýrsla um Þýskukennslu.

 

Fundi slitið kl  17:00.

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn  03. Júní  n.k. kl 14:00