Sveitarstjórn

27. fundur 19. apríl 2016 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

1.    Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2015. Lagður fram til fyrri umræðu. Auðunn Guðjónsson Endurskoðandi sveitarfélagsins fór ítarlega yfir ársreikninginn og helstu staðreyndir hans. Talsverðar umræður urðu um ársreikninginn Samþykkt að vísa afgreiðslu ársreiknings til síðari umræðu.

2.    Endurskoðunarskýrsla KPMG 2015. Lögð var fram endurskoðunarskýrsla til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundinum. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi fór yfir skýrsluna.

3.    Tillaga að afskriftum. Lögð fram til kynningar tillaga að niðurfærslum óinnheimtra skatttekna.

4.    KPMG. Skýrsla til sveitarstjóra- stjórnsýsluskoðun. Skýrsla lögð fram og kynnt.

5.    Eignarhaldsfélag Suðurlands. Kosning fulltrúa á aðalfund félags. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Kristófer Tómasson verði fulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á aðalfundinum.

6.    Hátíðahöld 17. Júní. Fyrirkomulag, kosning fulltrúa í nefnd.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Magnea Gunnarsdóttir verði fulltrúi í sveitarfélagsins í 17. Júní nefnd.

Fundargerðir

7.    Fundargerð Skipulagsnefndar 108. Fundur. Mál nr 4 og 5. Þarfnast afgreiðslu.

Mál nr 4. Hraunvellir: Ólafsvellir Dsk breyting. Heimild til að byggja allt að 1.000. m2 þjónustu og gistihúsnæði. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa breytinguna skv 1. Mgr 41.gr. skipulagslaga 123/2010

 Mál nr 5. Búrfellsvirkjun, stækkun virkjunar. Lögð  fram drög að samningi  um eftirlit með framkvæmdum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við samninginn.

8.    Fundargerð 2. Fundar jafnréttisnefndar frá 15.04.2016. Lögð var fram fundargerð nefndarinnar, en þar var tekin fyrir Jafnréttisstefna sveitarfélagsins 2014-2018. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða Jafnréttisstefnu.

9.    Samþykktir Skipulags- og byggingafulltrúa BS. Oddviti lagði fram og kynnti breytingu á samþykktum Byggðasamlags Skipulags- og byggingafulltrúa auk fjárhagsáætlunar samlagsins. Breytingar samþykkta og fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

10.   Önnur mál. Sveitarstjóri sagði frá bréfi frá Búnaðarfélagi Gnúpverja þar sem rifjað er upp erindi er óskað var eftir að sveitarfélagið kaupi af félaginu hluta iðnaðarhúsnæðis sem það hyggst byggja. Máli frestað til næsta fundar.

 

Mál tilkynningar

A.  Stjórnarfundur SASS nr 507.

B.   Afgreiðsla byggingarfulltrúa 31.03.2016.

C.  Íbúaskrá 8720. 1. Des 2015.

D.  Framlag nýbúafræðslu.

E.   Ferðaþjónustudagurinn 2016.

F.   Jöfnunarsjóður vegna tónlistarnáms.

G.  Kynning Wapp 2016.

H.  Lýðræði í starfi Flúðaskóla.

I.      Tölulegar upplýsingar Skóla- og velferðarþjónustu.

J.      Viðbragðsteymi heilbrigðisþjónustu.

Fundi slitið kl 18:20

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikuudaginn 4. maí næstkomandi kl 14:00.

 

 

 

_