Sveitarstjórn

21. fundur 15. maí 2019 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:
Starfsmenn
  • Anna Kr Ásmundsdótiir Anna Sigríður Valdimarsdóttir

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Oddviti óskaði eftir að einu máli yrði bætt við. Ályktun um vegamál í sveitarfélaginu. Var það samþykkt samhljóða

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Umsókn Selásbygginga um lóð

Lagt fram erindi frá Selásbyggingum ehf. Undirritað af Hákoni Páli Gunnlaugssyni.

Félagið óskar eftir byggingalóðum undir íbúðarhús við Vallarbraut 2-4 í Brautarholtshverfi og Heiðargerði 1 í Árneshverfi. Vallarbraut 2-4 þarfnast nánari skoðunar við út frá skipulagsmálum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta Selásbyggingum ehf lóð við Heiðargerði 1 og felur sveitarstjóra að semja lóðarleigusamning um lóðina.

 

2. Umsókn Guðmundar og Irmu um lóð

Lagt fram erindi frá Irmu Días Crus kt. 280678-2019 og Guðmundi Árnasyni 101271-3589. Þau óska eftir leigulóð undir íbúðarhús og smábýli við Flatir. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við umsækjendur um þá kosti sem verða í boði innan tíðar.
 

3. Undirskriftir Bugðugerði

Lagt fram og kynnt blað með undirskriftum íbúa við Bugðugerði í Árneshverfi. Þar er óskað eftir að aðkomu að Bugðugerði verði breytt á þann hátt að aðkoma verði frá Hamragerði. Sveitarstjórn sýnir erindinu skilning og felur sveitarstjóra og hönnuði götunnar að leita leiða til að koma til móts við hlutaðeigandi.
 

4. Stjórnsýslukæra  til Úrskurðarnefndar vegna Reykholts í Þjórsárdal

Dagmar Trodler kt. 250765-2319 hefur lagt fram stjórnsýslukæru varðandi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að  ekki sé þörf á umhverfismati vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Rauðakambs í Reykholti  í Þjórsárdal. Afrit af kærunni var lagt fram. Oddviti lagði fram svohljóðandi bókun: Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps harmar tilhæfulausa kæru til  Úrskurðarnefndar umhvefismála vegna ákvörðunarinnar um að framkvæmd Rauðakambs fari ekki í umhverfismat. Kæran  byggist á misskilningi að okkar mati.  Sveitarstjórn telur jafnframt að kærandi sé ekki hagsmunaaðili í skilningi laga og bendir á  að engin umhverfissamtök hafi kært málið. Einar Bjarnason og Anna Kr Ásmundsdóttir tóku undir bókunina. Anna Sigríður og Ingvar sátu hjá.
 

5. Sparkvöllur erindi UMF Skeið.

Lagt var fram erindi undirritað af Láru B. Jónsdóttur, Guðfinnu Ósk Magnúsdóttur og Ágústi Guðmundssyni sem skipa stjórn Ungmennafélags Skeiðamanna. Í erindinu er farið þess á leit að sveitarfélagið standi fyrir uppbyggingu á sparkvelli í Brautarholti. Vísað er til þess að mikilvægt sé að ungmenni hafi aðstöðu til íþróttaiðkunar í sínu nærumhverfi. Ungmennafélagið lýsir sig tilbúið að leggja fjármagn í verkefnið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að kanna hvaða útfærslur henti best við verkefnið, sem og kostnað og fjármögnunarleiðir.

6. Erindi frá starfsmönnum leikskóla

Lagt fram bréf frá starfsmönnum Leikskólans Leikholts. Undirritað af Helgu Kolbeinsdóttur, Hauki Viðarssyni og Sigurlaugu Reimarsdóttur. Í bréfinu er þess óskað að starfsmenn fái ákveðinn fjölda hreyfistunda innan vinnutíma. Auk þess er óskað að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði varðandi notkun síma í eigu starfsmanna vegna notkunar í þágu vinnustaðarins.  Loks er þess óskað að starfsmönnum sveitarfélagsins verði veittur afsláttur á útleigu á  samkomusölum í eigu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn þakkar framlögð erindi og felur sveitarstjóra að skoða betur möguleika í umræddum málum.

7. Bergrisinn Þjónustusamningar

Bergrisinn BS. Lagður var fram og kynntur samningur um þjónustu um málefni fatlaðs fólks milli sveitarfélaganna sem standa að Bergrisanum byggðasamlagi. Auk þess var kynntur samningur milli Bergrisans og sveitarfélagsins Árborgar um kaup á þjónustu. Samningarnir samþykktir samhljóða. Sveitarstjóra falið að undirrita þjónustusamninginn fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
 

8. Atvinnuuppbyggingarsjóður. Afgreiðsla umsóknar

Umsókn um styrk úr Atvinnuuppbyggingarsjóði Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Lögð fram umsókn frá Haraldi Jónssyni kt. 270576-5089 og Helgu Úlfarsdóttur kt. 290776-3929 búsett á Hraunvöllum. Auk þess lögðu umsækjendur fram framvinduskýrslu um verkefnið. Það varðar ferðaþjónustu á bænum Hraunvöllum. Eigið fé sjóðsins við úthlutun er 7.570.000 kr. Samkvæmt reglum sjóðsins skal úthlutun nema að hámarki 20 % af eignum sjóðsins á hverjum tíma sem úthlutun fer fram. Samkvæmt því er heimilt að veita 1.514.000 kr úr sjóðnum til ofangreinds verkefnis. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita úr sjóðnum 1.514.000 kr til verkefnisins. Sveitarstjóra falið að ganga frá greiðslu.
 

9. Fundargerð 175. Fundar Skipulagsnefndar mál 16 og 17 þarfnast umfjöllunar

Mál nr. 16. Áshildarvegur 1-45 (oddatölur) Kílhraun: Stækkun og fækkun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1702029

Lögð er fram umsókn Hlyns Árnasonar dags. 15. febrúar 2017, um breytingu á gildandi deiliskipulagi hluta frístundabyggðar í Kílhrauni, Áshildarvegi, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin felur í sér að hluta byggðarinnar er breytt úr frístundabyggð í íbúðarhúsalóðir. Breytingin nær til vestasta hluta svæðisins og tekur til oddatölunúmera lóða 1-45. Lóðirnar sem um ræðir voru 20, en fækkar í 18 vegna innbyrðis breytinga og sameiningu á nokkrum lóðum. Deiliskipulagsbreytingin er i samræmi við nýsamþykkta breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 og einnig í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða og Gnúpverjahrepps 2017-2029 sem er í skipulagsferli.

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Mál nr. 17. Holtabraut 1-3; Endurskoðun bílastæðalausnar; Deiliskipulagsbreyting-1904011.

Lögð er fram umsókn fh. Landstólpa ehf, dags. 2. apríl 2019, ásamt tillögu frá JeES arkitektum, um minni háttar breytingu á deiliskipulagi Brautarholts á Skeiðum vegna bílastæða við Holtabraut 1-3. Í greinagerð eru lagðar fram tvær tillögur að breytingu bílastæða og aðkomu að lóð.

Ekki er vilji sveitarfélagsins að auka umferð um Holtabraut og mælir því skipulagsnefnd með að sveitarstjórn synji erindinu.

Oddviti og sveitarstjóri greindu frá fundi sem þeir áttu með fulltrúum Landstólpa þar sem lagðar voru fram hugmyndir að nýjum útfærslum að bílastæðum og aðkomu lóðanna.

Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að ræða nánar við umsækjanda um útfærslu umræddra bílastæða.
 

10. Fundargerð 176. fundar Skipulagsnefndar. Mál 16 þarfnast umfjöllunar

Mál nr. 18. Efri- Brúnavellir 2. Lóð L 198543; Íbúðarhúsalóð; Breytt skráning lóðar- 1902061.
 

Lögð fram umsókn Tryggva R. Guðmundssonar, dags. 20.febrúar 2019, þar sem óskað er eftir að lóðinni Efri-Brúnavellir 2 lóð L198543 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, verði breytt úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð. Á lóðinni sem er 3.400 fm er 62,4 fm sumarhús og 17,5 fm gestahús.

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps synji erindinu þar sem hús á lóð stenst ekki kröfur byggingareglugerðar sem íbúðarhús.

Sveitarstjórn synjar erindinu af þeim ástæðum sem skipulagsnefnd tilgreinir.

11. Árhraun Skipulagsmál

Rúnar Guðmundsson Skipulagsfulltrúi mætti til fundar undir þessum lið.

Lögð fram skipulagslýsing að Árhrauni, lóð 3. Unnin af Ásgeiri Jónssyni hjá Eflu. Nýlega hafa erlendir aðilar fest kaup á Árhrauni, lóð 3. Þeir hyggjast hefja þar uppbyggingu. Um er að ræða flóðasvæði án vegtengingar. Það skapar flóknar aðstæður. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ræða við lögmann og hagsmunaaðila um þær aðstæður sem liggja fyrir og leita lausna.
 

12. Aðalskipulag 2017-2029 Svar til skipulagsstofnunar 

Liður nr. 9.
Heimild til veitinga- og gistiþjónustu í frístundabyggð og í þéttbýli. Setja þarf almenn ákvæði um tegund gististaða sem heimilt er að reka í atvinnuskyni í íbúðar- og frístundabyggðum. Hafa þarf í huga áhrif slíks atvinnureksturs á viðkomandi svæði.
Aðeins getur átt við að heimila heimagistingu og minna gistiheimili í frístundabyggðum.
Mælt er með að almenn ákvæði um gistiþjónustu í frístundabyggð taki
til málsmeðferðar þegar sótt er um rekstrarleyfi. Slíkt ákvæði þarf að
fela í sér viðmið t.d. varðandi fjölda útleiguhúsa, staðsetningu útleiguhúss,
nálægð við aðkomuveg og ástand innviða eða ákvæði um umsögn
félags frístundahúsaeigenda á svæðinu.

Velja þarf milli eftirgreindra tillagna
Tillaga A:
Heimiluð verði gisting í flokki I og II á íbúðar- og frístundasvæðum. Á íbúðarsvæðum er heimilt að vera með allt að 10 gesti.
Á frístundasvæðum er heimilt að vera með allt að 10 gesti. Forsenda er að félag frístundahúsaeigenda á hverju svæði leggist ekki gegn starfseminni.
Tillaga B:
Heimiluð er gisting í flokki I á íbúðar- og frístundasvæðum. Fjöldi gesta getur verið allt að 10.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu A.


Endanlegar afltölur vegna stækkunar Sultartangavirkjunar lágu ekki fyrir þegar Landsvirkjun, með bréfi dagsettu 6/11 2017, óskaði eftir því að afl virkjunarinnar yrði 130 MW í nýja aðalskipulaginu sem nú er í vinnslu. Í ljósi þess að endanlegt afl Sultartangavirkjunar 133 MW liggur nú fyrir óskar Landsvirkjun eftir því að miðað verði við þá tölu (þ.e. 133 MW) þegar nýja aðalskipulagið verður auglýst. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gert verði ráð fyrir að uppsett afl Sultartangavirkjunar verði 133 MW.

13. Skólaakstur - framhald samningamál

Sveitarstjóri greindi frá því samtölum sem hann hefur átt við starfandi skólabílstjóra í sveitarfélaginu. Allir bílstjórarnir utan einn hafa lýst yfir áhuga á að annast áfram akstur á þeim leiðum sem þeir aka. Bjarni Ófeigur Valdimarsson óskar ekki eftir áframhaldandi samningi um akstur. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða þeim bílstjórum sem vilja halda áfram. Samning til næstu tveggja skólaára eða til vors 2021.

Jafnframt er samþykkt að auglýsa eftir aðila til að taka að sér asktur á þeirri leið sem Bjarni Ófeigur hefur ekið.

Sveitarstjóra falið að semja drög að samningum um skólaakstur til skólaáranna 2019-2020 og 2020- 2021. Jafnframt er sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðila til að taka að sér skólaakstur á þeirri leið sem Bjarni Ófeigur hefur ekið.

14. Fundargerð Menningar og Æskulýðsnefndar 30.04.2019

Fundargerð lögð fram og staðfest.

15. Fundargerð stjórnar BÁ 30.04.2019

16. Fundargerð 196. fundur Heilbrigðisnefndar

17. Umsögn um Þingsályktun 772

18. Umsögn um þingsályktun 771

19. Ástand vega í sveitarfélaginu vorið 2019

Sveitarstjórn  Skeiða-  og Gnúpverjahrepps harmar óþolandi aðgerðarleysi Vegagerðarinnar og vanhugsaðar aðgerðir í vegamálum á Hlíðarvegi og Mástunguvegi.

Það stórsér á bílum og dekkjum, vegna stórgrýtis,  holna og almenns slæms undirlags.  Á mörgum vegum innan sveitafélagsins er ástandið alls ekki gott en á þessum vegum tekur út yfir allan þjófabálk. 

Fundi slitið kl 12:05    Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 5 júní kl  09.00. í Árnesi.

 

 

_______________________

                                  Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                         Ingvar Hjálmarsson              

 ________________________                      _______________________

 Anna Sigríður Valdimarsdóttir                                Anna Kristjana Ásmundsdóttir

 

Gögn og fylgiskjöl: