Skólanefnd

9. fundur 18. maí 2020 kl. 16:30
Nefndarmenn
  • Anna Kr. Ásmundsd
  • Anna Maria Flygenring
  • Bolette Höeg Koch
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Þrándarson
  • Kjartan Á. Ágústsson
  • Karen Ernstsdóttir
  • fulltrúi foreldra
  •  

Árnesi, 18 maí, 2020

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202005-0003

9. Fundargerð

skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps

Þjórsárskóli

1. Skóladagatal 2020 – 2021

Bolette fer yfir skóladagatal. Kynnir að Menntamálaráðuneyti hefur fært samræmd próf (sjá skóladagatal). Skóladagatal 2020-2021 samþykkt.

2. Innra mat Þjórsárskóla 2020

Bolette leggur fram fyrirspurn til skólanefndar vegna innra mats. Stóð til að það yrði lagt fram  nú á vordögum en hún leggur til að innra mat verði gert bæði á haustönn og vorönn. Skólanefndin samþykkir að innra mat verði fært á haustönn.

3. Starfsmannamál

Auglýst var eftir starfsmanni í 100% stöðu. Halla Sigríður Bjarnadóttir hefur verið ráðin í hluta þeirrar stöðu. Enn á eftir að ráða í stöðu íþróttakennara. Verður auglýst.

Starfsmenn eru 16 í mismunandi stöðugildum.

4. Kennsla í samkomubanni

Bolette tekur fram að starfsfólkið hafi staðið sig afar vel í samkomubanni. Allir starfsmenn lögðu sitt af mörkum til að hlutirnir gengju upp. Hópaskipt eftir svæðum og systkinum. Börnin komu í skólann annanhvern dag. Eldri nemendur voru í Teams í dönsku. Heilt yfir hægt að segja að allir nemendur hafi fengið fulla kennslu.

Skólanefnd lýsir yfir mikilli ánægju sinni með úrlausn á þeim verkefnum sem starfsmenn urðu að leysa.

5. Íslensku menntaverðlaunin – til kynningar

Minnt er á að frestur til að senda inn tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna er 1. júní nk.
Íslensku menntaverðlaunin er viðurkenning fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum:
1.         Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur
2.         Framúrskarandi kennari
3.         Framúrskarandi þróunarverkefni
Að auki er veitt hvatning til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr.
Eru viðtakendur þessa tölvupósts hvattir til að senda inn tilnefningar og vinsamlegast beðnir um að kynna verðlaunin sem víðast, til dæmis á heimasíðu og Facebooksíðu sveitarfélaga.
Sjá nánar: http://skolathroun.is/menntaverdlaun/

6. Önnur mál

Bolette:

Segir frá grænfánaskýrslunni sem send var nú í vor.

Skólaslitin verða með öðrum hætti vegna aðstæðna.

Fer fram á að skipurit skólans verði endurskoðað.

Viðhald skólahúss og uppsetning á leiktækjum gengur hægt og ekki.

Skólanefnd skorar á sveitarstjórn að sinna þessum brýnu verkefnum.

Skólanefnd samþykkir að vísa málinu til sveitarstjóra.

 

Fundi slitið kl. 16:15.     Næsti fundur ákveðinn í ágúst.