- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
|
1. Fundarsetning Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar, setti fund kl. 15:00 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir um það hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki. Á fundinn voru mætt: Vilborg Ástráðsdóttir, Bjarni H. Ásbjörnsson, Sigríður Björk Marinósdóttir, Anna María Flygenring, Guðmundur Finnbogason og Sylvía Karen Heimisdóttir.
|
|
2. Málefni félagsmiðstöðvarinnar Ztart - drög að starfsáætlun Ingibjörg María Guðmundsdóttir mætti kl. 15:04. Formaður bauð Elvar Má Svansson, forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Ztart, velkominn til starfa og bauð honum að greina frá drögum að starfsáætlun félagsmiðstöðvarinnar fyrir skólaárið 2025-2026. Félagsmiðstöðin er opin eftir skóla, mánudaga og miðvikudaga fyrir unglinga- og miðstig. Hann lýsti því hvernig starfið hefur farið vel af stað og eru unglingar úr Uppsveitum og Flóa velkomnir þegar opið er. Dagskráin er mjög fjölbreytt og hafa unglingarnir haft hönd í bagga með skipulag hennar. Umræður urðu um málið.
|
|
3. Málefni félagsmiðstöðvarinnar Ztart - skýrsla forstöðumanns Elvar Már fór yfir starfið frá 1. september, þegar félagsmiðstöðin opnaði. Aðstoðarmaður hans er Hólmfríður Sigurðardóttir sem er honum innan handar í starfinu. Félagsmiðstöðin hefur verið opin í 4 vikur og hefur verið góð mæting. Umræður urðu um málið. Haraldur Þór Jónsson kom inn á fundinn kl. 15:23. Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir kom á fundinn kl. 15:40. |
|
4. Málefni Þjórsárskóla - Drög að starfsáætlun Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2025-2026 Formaður bauð nýjan skólastjóra Þjórsárskóla velkominn á fundinn. Guðmundur Finnbogason lagði fram drög að starfsáætlun Þjórsárskóla fyrir skólaárið sem er nýhafið. Skólinn er fullmannaður og 60% starfsmanna hafa kennsluréttindi. Helmingur þeirra starfsmanna sem eru ekki með kennsluréttindi er í námi til þeirra réttinda. Einn stuðningsfulltrúi hefur lokið stuðningsfulltrúanámi. Samkennsla nemenda er minni en áður. Miðstigið er þó saman í kennslu sem og unglingastigið, sem er enn þá í mótun þar sem efsti bekkur er ekki kominn inn. Skólaráð hefur verið skipað. Starfsáætlun skólaráðsins liggur fyrir og var fyrsti fundur haldinn þann 22. september sl. Fram kom í máli Guðmundar að stærstu breytingar á starfsáætluninni eru drög að nýjum skólareglum semverða einfaldaðar, orðalag lagfært og reglurnar gerðar almennari þannig að þær geti átt við skólasamfélagið í heild sinni frekar en nemendur eingöngu. Skólaráð hefur skoðað fyrstu drögin.Verkefni Grænfánans og ART hafa verið flutt úr þróunarverkefnum þar sem þau hafa verið við lýði í langan tíma og hafa því breyst í eðli sínu. Innleiðing á innra matskerfi fyrir skólann, BRAVO, er hafin og er gert ráð fyrir að hún verði langt komin um áramót. Samstarf Þjórsárskóla og Leikholts er mikið þar sem elstu nemendur Leikholts koma í heimsókn í Þjórsárskóla. Dregið verður aðeins úr heimsóknum á haustönn, m.a. vegna þess að árshátíð verður haldin að hausti í stað vors. Heimsóknir úr Leikholti verða öflugar á vorönn í staðinn. Stjórnendur skólanna eru að kortleggja samstarfið og skipuleggja það betur. Umræður urðu um málin.
|
|
5. Málefni Þjórsárskóla - skýrsla skólastjóra Skólastjóri lagði fram skýrslu sína og fór yfir helstu atriði hennar. Breytingar hafa verið gerðar á morgunhressingu í skólanum á þann hátt að hafragrautur verður í boði og starfsmenn sjá mjög jákvæða þróun hjá nemendum sem eru mun afkastameiri og rólegri fram að hádegi. Skólanámskrá er í vinnslu og verður tilbúin á næstu dögum. Áhersla er lögð á að hún verði auðlæsilegri, en þó með hefðbundnu sniði og tengd betur skólastefnunni. Skipulag skólaaksturs er krefjandi, sérstaklega meðan nemendur eru enn í Flúðaskóla. Enginn akstur fer yfir klukkustundarviðmið með nemendur í skólabíl. Skipulag akstursins verður einfaldara á næsta skólaári þegar nemendur fara ekki lengur í Flúðaskóla. Haustútilega var endurvakin eftir nokkurt hlé og gekk vonum framar. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk sem stóðu sig með prýði. Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni lánaði tjöld í útileguna en stefnt er að því að skólinn eignist gott úrval af búnaði. Styrkir fengust frá fyrirtækjum sem nýttir voru til kaupa á sjö 8-10 manna tjöldum frá Skátabúðinni. Þau nýtast vel í framtíðarferðum. Unglingastig hefur smiðjudaga sína þennan vetur í Reykholti. Framboð af námskeiðum er nokkuð gott og mæta þörfinni fyrir val á unglingastigi ásamt félagslegum þáttum. Miðstig fer einnig í smiðjur. Sú fyrsta var haldin í Þjórsárskóla, þangað sem komu yfir 120 nemendur úr Uppsveitum og Flóa. Þessum nemendum var boðið í mat til þess að hægt yrði að lengja smiðjurnar aðeins og tókst það vel. Vinna við verknámshús gengur vel en jákvætt hefði verið að koma því í notkun fyrr á önninni. Húsið verður tekið í notkun í áföngum þar sem smíðastofa verður opnuð fyrst í byrjun október. Önnur rými ættu að verða tilbúin í byrjun nóvember.Gerðar voru breytingar innanhúss í skólanum í sumar fyrir miðstigið þar sem smíðastofan var flutt í nýja verknámshúsið. Þessar breytingar koma mjög vel út. Á skólalóðinni þarf að endurnýja leiktæki, undirlag og gervigras á battavelli. Hanna þarf aðstöðu til útikennslu og halda í náttúrulegan karakter skólalóðarinnar. Við fjárhagsáætlunargerð þarf m.a. að horfa til þess að tengja þarf skólann við nýja íþróttahúsið og færa skólamötuneytið í þá byggingu. Bæta þarf tölvubúnað nemenda á mið- og yngsta stigi. Uppfæra þarf fjarfundabúnað til að spara dýrmætan tíma í akstur á fundi. Uppfæra þarf búnað í nýrri og endurbættri aðstöðu fyrir verk- og listnám. Lítils háttar breytingar hafa verið gerðar á skólavist, tengdar breytingum á stundatöflum og skólaakstri. Skólavist fyrir yngsta stig verður 1-2 kennslustundir, fjóra daga vikunnar. Frístund tekur svo við til kl. 16:00. Umræður urðu um málið. Anna Greta Ólafsdóttir kom á fundinn kl. 16:06 og Helga Guðlaugsdóttir kl. 16:20.
|
|
6. Sameiginleg málefni - Málstefna sveitarfélagsins Formaður sagði frá því að drögum að málstefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi verið vísað til fastanefnda sveitarfélagsins á fundi sveitarstjórnar þann 6. ágúst síðastliðinn. Markmið stefnunnar er að tryggja íslensku sem meginmál í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins og að málnotkun sé vönduð, skýr og aðgengileg öllum íbúum. Skólasamfélaginu er bent á að kynna sér málstefnuna og ef ábendinga er þörf að skila þeim athugasemdum til sveitarstjórnar fyrir 6. október næstkomandi.
|
|
7. Sameiginleg málefni - skýrsla formanns skólanefndar Formaður lagði fram skýrslu sína varðandi störf sín frá síðasta fundi. Samstarf við skólastjórana hefur verið gott eftir sem áður - og nýr skólastjóri fellur vel í kramið. Upplýsingar um gang mála við upphaf skólaársins eru greinargóðar og það er alltaf ánægjulegt að fylgjast með metnaðarfullum stjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna í leik og starfi. Skólasamfélagið er eitt af mikilvægustu og umfangsmestu þáttunum í sveitarfélaginu okkar og því oft í mörg horn að líta. Vinna við undirbúning á leikskólalóð hefur gengið nokkuð vel þó að það hefði verið æskilegt að verklegar framkvæmdir hefðu verið hafnar en segja má að það sé einnig kostur að ígrunda málin vel svo að leiksvæðið verði vel heppnað. Núna hefur starfsemi félagsmiðstöðvarinnar verið færð undir hatt skólanefndar og er það ánægjuefni, aukið samstarf er tilhlökkunarefni. Þegar ákvörðun var tekin haustið 2022 um breytingu á byggðasamlaginu Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, á þann hátt að Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus gengu út úr byggðasamlaginu, var ráðgert að gera úttekt á starfseminni að ári liðnu til að vega og meta starfið, áskoranir og það sem vel hefur gengið. Í febrúar 2025 var óháður aðili fenginn til að vinna úttektina og er von á niðurstöðum greinargerðarinnar á næstu vikum. Niðurstöðurnar verða kynntar skólanefnd. Haraldur Þór Jónsson, oddviti, greindi frá þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í húsnæðismálum í skólasamfélaginu.Á síðustu þremur árum hefur verið unnið markvisst að því að byggja upp og bæta innviði í sveitarfélaginu og á það mikið til um húsnæði í skólasamfélaginu. Kláraðar hafa verið breytingar í Leikholti þar sem bætt var við nýrri deild og salerni sett inn á allar deildir. Skeiðalaug hefur tekið gagngerum breytingum, bæði með sundlaugarsvæðinu sem er opið 7 daga vikunnar ásamt nýrri æfingaaðstöðu. Þjórsárskóli hefur verið tekinn í gegn að innan, lyfta sett í húsnæðið, ný unglingadeild og nýtt svæði fyrir miðstigið. Kjallaranum hefur verið breytt í félagsmiðstöð og búið er að setja upp hoppudýnu og aparólu á skólalóðinni. Hugmyndir frá starfsfólki og nemendum hafa orðið að veruleika í þessari uppbyggingu. Framkvæmdir standa yfir við nýtt verknámshús sem verður tekið í notkun á næstu vikum. Íþróttamiðstöð er í byggingu þar sem verður einnig nýr stór matsalur. Byggingunni verður lokað á næstu vikum og íþróttamiðstöðin verður tekin í notkun fyrir næsta skólaár, haustið 2026 þegar Þjórsárskóli verður orðinn heildstæður grunnskóli frá 1.-10. bekk. Nú er að fara af stað vinna við að teikna drög að stækkun Þjórsárskóla til framtíðar, en mikilvægt er að gera sér grein fyrir stækkun skólahúsnæðisins svo það rúmi komandi nemendur með góðu móti. Í vetur þarf að auki að hanna tengibyggingu milli Þjórsárskóla og nýju íþróttamiðstöðvarinnar. Við munum leggja allan kraft í að sú tengibygging verði tilbúin fyrir upphaf næsta skólaárs. Þannig tryggjum við allt skóla, frístunda- og íþróttastarf undir sama þaki. Búið er að vinna töluvert í hönnun á nýrri leikskólalóð í Leikholti og ætlum við að klára þá hönnun í vetur og fara í þær framkvæmdir næsta sumar ásamt frágangi á lóðinni í kringum gamla bókasafnið/gamla leikskólann.Við horfum því björtum augum til þess að öll aðstaða fyrir leikskóla, grunnskóla, frístunda- og íþróttastarf verði orðin eins og best getur verið fyrir skólaárið sem hefst í ágúst 2026. Á næstunni þurfum við að finna nöfn á þessi nýju hús okkar og það væri ágætt að fá tillögur að því með hvaða hætti við ættum að finna þessi nöfn. Það verður skemmtilegt að byggja upp stemninguna og bjartsýnina í samfélaginu þegar skólinn og íþróttahúsið verða komin undir eitt þak, með heildstæðan skóla og samfellu við frístund. Umræður urðu um málin. Haraldur Þór fór af fundi kl. 16:50.
|
|
8. Sameiginleg málefni - Þróunarsjóðurinn Formaður minnti á Þróunarsjóð skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps og hvetur aðila þess til þess að sækja um styrk til sjóðsins vegna verkefna sem falla undir reglur um sjóðinn. Umsóknarfrestur er til 30. október 2025.
|
|
9. Málefni til kynningar - Öryggisúttekt BSÍ á leiksvæðum Þjórsárskóla og Leikholts Formaður lagði fram til kynningar skýrslur vegna lögbundinnar ástandsskoðunar á leiksvæðum Þjórsárskóla og Leikholts sem unnar voru af BSI á Íslandi.Leiksvæði Leikholts og Þjórsárskóla voru skoðuð þann 27. ágúst 2025.
|
|
10. Málefni til kynningar - Námsleyfasjóður grunnskóla Formaður kynnti umsóknarfrest í Námsleyfasjóð fyrir skólaárið 2026-2027, til handa grunnskólakennurum og stjórnendum grunnskóla. Umsóknarfrestur rennur út kl. 15:00 þann 14. október næstkomandi.
|
|
11. Málefni til kynningar - List fyrir alla Formaður kynnti bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hvatt er til þátttöku nemenda í grunnskólum landsins í tveimur listverkefnumtengdumt íslenskri tungu. Annað þeirra snýr að nemendum í 1. - 7.bekk og kallast: Svakalegasta lestrarkeppnin fyrir grunnskólanemendur. Hitt verkefnið tekur til nemenda í 8. - 10.bekk og kallast: Málæði fyrir grunnskólanemendur. Uppskeran verður birt í sjónvarpsþætti á RÚV á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. Elvar Már Svansson, Guðmundur Finnbogason og Ingibjörg María Guðmundsdóttir fóru af fundi kl. 17:05
|
|
12. Málefni Leikholts - Drög að starfsáætlun Leikholts fyrir skólaárið 2025-2026 Leikskólastjóri sagði frá drögum að starfsáætlun Leikholts skólaárið 2025-2026. Haldinn var fundur með foreldrafélagi leikskólans um starfsáætlunina þar sem m.a. er dregið fram samstarf þeirra. Jafnframt kemur fram í áætluninni samstarf við Þjórsárskóla sem hefur tekið smávægilegum breytingum. Umræður urðu um málið. |
|
13. Málefni Leikholts - skýrsla skólastjóra Leikholts Leikskólastjóri lagði fram skýrslu sína um starfið í Leikholti frá því í ágúst. Mönnun leikskólans er snúin á haustin en allt útlit er fyrir það að skólinn verði mannaður þó að eitt stöðugildi sé ómannað. Skráningardagar fyrir áramót liggja nú fyrir og eru þeir ívið fleiri en síðustu ár. Gefst færi á að nýta þá að hluta í innra starf leikskólans. Leikskólastjóri og skólastjóri Þjórsárskóla héldu samráðsfund sem skilaði þeirri niðurstöðu að fækka skólaheimsóknum fyrir áramót með áherslu á að vernda gæði heimsóknanna og einfalda þær. Fundað hefur verið með Leiksteini, foreldrafélagi leikskólans, þar sem farið var yfir starfsáætlun Leikholts og starfsáætlun Leiksteins. Tekið hefur verið í notkun nýtt brunaviðvörunarkerfi í Leikholti. Uppfæra þarf teikningar og brunaæfing er áætluð þann 30. september. Tilgangur brunaæfingarinnar er að æfa rýmingu hússins um brunastiga, fyrir utan yngstu nemendur og fara á sokkaleistunum út á söfnunarsvæði í sundlauginni. Þann 11. september var gerð eldvarnarskoðun á húsnæði leikskólans. Skýrsla var send umsjónarmönnum fasteigna til afgreiðslu. Útgjöld Leikholts það sem af er ári eru lægri en gert er ráð fyrir í útgjaldalið fjárhagsáætlunar á sama tímabili. Laun og launatengd gjöld eru að sama skapi innan ramma áætlunar. Verkefninu Snemmtæk íhlutun (SÍ) lýkur nú í nóvember. Handbók er að verða tilbúin og sett hefur verið saman innleiðingarteymi sem fylgir verkefninu eftir næstu tvö ár. Innra mat í gæðakerfi skólans mælir svo árangur og framgang verkefnisins. Fyrirlestur Sigríðar Sítu Pétursdóttur um leik/nám yngstu barnanna og fleira var haldinn í byrjun skólaárs. Almenn ánægja með mötuneytið kemur fram í niðurstöðum foreldrakönnunar. Ábendingar komu fram um að gæta betur að meiri fjölbreytni. Umræður urðu um málin.
|
|
14. fundi slitið - - Fleira var ekki gert. Formaður sleit fundi kl. 18:00.
|
Þeir fulltrúar sem voru á fundinum staðfesta fundargerðina með rafrænni undirritun.