Skólanefnd

12. fundur 07. janúar 2021 kl. 17:00
Starfsmenn
  • Skólanefnd: Einar Bjarnason Ingvar Þrándarson og Anna María Flygenring
  • Kristófer Tómasson ritaði fundargerð

Haldinn í húsi bókasafns í Brautarholti

  1. Húsnæðismál Leikskóla vegna myglu.

Boðað var til fundarins af því tilefni að mygla greindist í húsnæði leikskólans skömmu fyrir nýliðin jól. Foramaður skólanefnar setti fundinn og gaf sveitarstjóra orðið. Sveitarstjóri sagði frá stöðu mála. Tekin voru myglusýni í lok nóvember 2020. Greining á myglu lá fyrir um miðjan desember sl. Greining leiddi í ljós að mygla er til staðar í suðasutr hluta hússins á neðri hæð. Nánar tiltekið þar sem er eldri matsalur, eldhús, kvenfélagsrými og ljósleiðaraherbergi og fleiri rými. Í framhaldi af greiningu hófst verktaki handa við jarðvegsskipti utan við húsnæðið. Á fyrsta virka degi ársins 2021 hóf verktaki viðgerð þaki í millibyggingu, en slæmt ástand á þakdúk á því svæði hefur orsakað myglu. Miðvikudaginn 6. Janúar voru tekin fleiri sýni úr byggingunni sem send verða til rannsóknar. 

Sveitarstjóri var spurður um kostnað við viðgerð hússins af þessum orsökum. Hann kvaðst ekki geta svarað því að svo stöddu. En ljóst væri að þar væri um margar milljónir að ræða.

Átta starfsmenn hafa látið vita af óþægindum í öndunarfærum. Að þeirra mati getur það tengst myglu í húsnæðinu. Sveitarstjóri greindi frá því að Starfsfólk hefði verði hvatt til að láta lækni líta á sig ef slíkt tilefni er til.

Að mati sveitarstjóra, leikskólastjóra og oddviti er ekki um annað að ræða en rýma húsnæði leikskólans og flytja starfsemina annað tímabundið. Nokkrir kostir eru til skoðunar. Haft var samband við umráðamenn Hótels Heklu á Brjánsstöðum og húsnæði þar skoðað það stendur til boða að fara þangað með starfsemina. Mögulegt er að flytja starfsemina í félagsheimilið Árnes. Ef til vill yrði þá allt húsið lagt undir leikskólann að undaskildu elhúsi og kjallara. Til greina kemur að fá flytja leikskólastarfsemina í bókasafnshúsið og bæta við það færanlegum skrifstofugámum. Leikskólastjóri og Sveitarstjóri sögðu þann kost vera nokkuð álitlegan í stöðunni.

Spurt var um hvað langan tíma tæki að hreinsa mygluna úr húsnæðinu og hvenær mætti ætla að hægt verði að flytja starfsemi leikskólans í það á ný. Líklegt er að það taki þrjá til fjóra mánuði. Ekki óeðlilegt í ljósi aðstæðna að það um mánaðamótin apríl maí megi reikna með að flutt verði inn í húsnæðið á ný.

Sveitarstjóri sagði ekki líklegt að tryggingafélög eða sjóðir myndu bæta það tjón sem muni hljótast af myglunni.

Allmiklar umræður um um málið og lagði formaður skólanefndar áherslu á að skólanefnd yrði haldið upplýstri um gang mála.

 

Fundi slitið kl 18:05