Skólanefnd

6. fundur 25. maí 2023 kl. 16:15 - 18:20 Árnes
Nefndarmenn
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Sigríður Björk Gylfadóttir
  • Anna María Flygering
  • auk þess mættu á fundinn eftirfarandi áheyrnarfulltrúar
  • Bolette Höeg Kock - skólastjóri Þjórsárskóla
  • Anna Gréta Ólafsdóttir - leikskólastjóri
  • Matthildur M. Guðmundsdóttir - f.h. foreldrafélagsins Leiksteins
  • Ingibjörg M. Guðmundsóttir f.h. kennara Þjórsárskóla
  • Halla Rún Erlingsdóttir f.h. starfsfólks Leikholts
  • Björn Hrannar Björnsson f.h. foreldrafélags Þjórsárskóla
  • Helga Guðlaugsdóttir f.h. leikskólakennara boðar forföll
Fundargerð ritaði: Bjarni Hlynur Ásbjörnsson

Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 16:15 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki.

Dagskrá:

  1. Vinnuáætlun/ tímalína skólanefndar.
  2. Munnleg skýrsla skólastjóra Þjórsárskóla.
  3. Skóladagatal Þjórsárskóla.
  4. Munnleg skýrsla skólastjóra Leikholts.
  5. Fyrirhugaðar breytingar á húsnæði og lóð leikskólans.
  6. Skóladagatal Leikholts.
  7. Drög að starfsáætlun Leikholts 2023-24..
  8. Breyting á kjörnum fulltrúa í skólanefnd.
  9. Kynningarbréf um fagháskólanám í leikskólafræði – lagt fram til kynningar.
  10. Beiðni um breytingu á stjórnunarteymi Þjórsárskóla.

 

  1. Vinnuáætlun / tímalína skólanefndar

Formaður lagði fram drög að áætlun um starf skólanefndar og skólanna sem tengjast henni. Markmið er að koma á samstarfi við skólanefndir nágrannasveitarfélaga til að auka samstarf á milli þeirra.

Vinnuáætlunin var rædd og lagfærð eftir upplýsingum frá skólastjóra og kennurum.

Ákveðið var að starfsmenn skólanna færu yfir áætlunina og kæmu lagfæringum og ábendingum til formanns skólanefndar.

Bent var á að fjárhagsáætlun skólanna þarf að berast skólastjórum nægjanlega tímanlega til að hægt verði að gaumgæfa hana vel áður en hún verður lögð fyrir skólanefnd.

 

  1. Munnleg skýrsla skólastjóra Þjórsárskóla

Fjármunir – úthlutun og ráðstöfun er námskeið sem skólastjóri og fjármálastjóri hafa setið þar sem farið er yfir verkefni og forgangsröðun þeirra.

Bolette fór yfir verkefni skólans. Hún hrósaði árshátíð skólans sem gekk mjög vel. Tveir nýir ART kennarar eru komnir í ART hópinn í skólanum. Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Árnesi og náði Þjórsárskóli fyrstu þremur sætum sem er mjög gott. 6. og 7. bekkur fóru á Reyki á vormánuðum. Veðrið síðustu daga hafa sett mark sitt á starfi skólanna og hefur þurft að fella niður ferð í Þjórsárdalsskóg.

Auglýst hefur verið eftir kennurum. Umsóknir hafa borist en ekki er búið að ráða. Líklega þarf að auglýsa meira.

 

  1. Skóladagatal Þjórsárskóla

Skólastjóri lagði fram skóladagatal Þjórsárskóla næsta skólaár. Ræddi uppbrotsdaga og skerta daga. Rætt var um litakóða í skóladagatalið og nytsemi þess. Bent var á að ekki væri gert ráð fyrir réttardegi í skóladagatalinu og var það snarlega bætt inn í.

Vetrar og haustfrí eru ekki eins í Flúða- og Þjórsárskóla. Skólinn þarf að kynna foreldrum það. Kennarar töldu betra að vera ekki með vetrarfrí þar sem það slítur námslotur full mikið í sundur. Starfsdagar Þjórsárskóla og Leikholts eru nánast þeir sömu.

Skólanefnd samþykkir skóladagtalið með þeirri breytingu að réttardagur verði settur þar inn.

 

  1. Munnleg skýrsla skólastjóra Leikholts

Skólastjóri sagði frá því að fjórtán starfsmenn fóru í fjögurra daga ferð til Berlínar nýlega að kynna sér leikskóla þar. Húsnæðið og leiksvæði úti við vakti mikinn áhuga starfmanna. Margt í heimsókninni á leikskólann var áhugavert. En það sem stóð upp úr var efling félagslegra milli starfsmanna Leikholts í ferðinni.

Anna Gréta fór yfir verkefni leikskólans, m.a. lambaheimsóknir til Björns og Stefaníu í Vorsabæ, Elínu á Húsatóftum og útungun hænuunga frá Valgerði á Húsatóftum sem vöktu mikla lukku. Framundar er undirbúningur fyrir næsta skólaár. Fjöldi barna í leikskólanum núna er 40.

 

  1. Fyrirhugaðar breytingar á húsnæði og lóð leikskólans

Anna Gréta fór yfir þær breytingar sem liggja fyrir að verði gerðar á húsnæði Leikholts. Þar er um að ræða að skipta um stóra gluggann í tengibyggingunni á milli leikskólans og íþróttasalarins. Um leið verður lokað fyrir opið í matsalnum upp á efri hæðina, þannig að þar myndast nýtt pláss fyrir deildina uppi. Hljóðvist mun batna verulega. Skipulagi verður breytt all nokkuð á efri hæðinn og salernum fjölgað. Fjölga á geymsluhirslum og færanlegum einingum.

Leiktækin á lóð leikskólans eru úr sér gengin. Lóðin verður endurskipulögð og nýjum leiktækjum komið fyrir. Sett verða upp bambahús, eða annarskonar ræktunarhús, eldstæði og fleira sem getur nýst íbúum til afþreyingar utan opnunartíma leikskólans.

 

  1. Skóladagatal Leikholts

Anna Gréta lagði fram skóladagatal Leikholts næsta skólaár. Hefur það farið til umfjöllunar í foreldraráði.

Skólanefnd samþykkir skóladagtalið með þeirri breytingu að réttur réttardagur verði settur þar inn.

 

  1. Drög að starfsáætlun Leikholts 2023-24

Anna Gréta fór yfir drög að starfsáætlun næsta skólaárs. Áætlunin verður tilbúin í september.

Drögin voru lögð fram til kynningar.

 

  1. Breyting á kjörnum fulltrúa í skólanefnd

Sigríður Björk Gylfadóttir, skipaður nefndarmaður í skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps mun hefja störf við leikskólann Leikholt næstkomandi haust. Vísað er í Sveitarstjórnarlög nr. 38/2011.

Þar af leiðir að Sigríður Björk þarf að víkja úr nefndinni og annar verður skipaður í hennar stað.

 

  1. Kynningarbréf um fagháskólanám í leikskólafræði - lagt fram til kynningar

Formaður lagði fram til kynningar bréf um fagháskólanám í leikskólafræðum.

 

  1. Beiðni um breytingu á stjórnunarteymi Þjórsárskóla

Formaður lagði fram bréf, dags. 26. apríl 2023 sem sent var á sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá skólastjóra Þjórsárskóla, þar sem óskað er eftir heimild til að byggja upp stjórnendateymi í skólanum vegna tilkomu nýrrar skólastefnu fyrir sveitarfélagið og fjölgunar verkefna í skólanum.

Umræður urðu um málið. Formaður sagði að fullur skilningur er á því að innleiðing skólastefnunnar kallar á aukinn mannafla en ákvörðun ekki tímabær núna þar sem skólastefnan hefur ekki verið staðfest.

Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að fjölga þurfi stjórnendastöðum í skólanum óháð því hvort ný skólastefna liggi fyrir eða ekki. Nefndin leggur til að skólastjóri, formaður skólanefndar og sveitarstjóri vinni áfram að málinu.

 

Matthildur María fór af fundi kl. 18:10.

 

Fundi slitið 18:42