Skólanefnd

5. fundur 09. mars 2023 kl. 16:00 - 17:35 Árnes
Nefndarmenn
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Sigríður Björk Gylfadóttir
  • Kjartan H. Ágústsson í forföllum Önnu Maríu Flygenring
  • Gunnhildur Valgeirsdóttir í forföllum Bjarna H. Ásbjörnssonar
Starfsmenn
  • Áheyrnarfulltrúar:
  • Bolette Höeg Koch skólastjóri
  • Anna Greta Ólafsdóttir leikskólastjóri
  • Matthildur M. Guðmundsdóttir fh. Foreldrafélagsins Leiksteins
  • Helga Guðlaugsdóttir fh kennara í Leikholti
  • Ingibjörg M. Guðmundsdóttir fh. kennara í Þjórsárskóla
  • Halla Rún Erlingsdóttir fh starfsfólks í Leikholti
  • Karen Kristjana Erntsdóttir fh. foreldra Þjórsárskóla
Fundargerð ritaði: Ingvar Hjálmarsson

Formaður setti fund og bauð fundarfólk velkomið. Formaður óskaði jafnframt eftir athugasemdum við fundarboð.

Samþykkt að breyta dagskrárröð og hafa umræður um starf skóla fyrir komandi vetur sem liði nr. 3 á dagskrá.

 

Mál á dagskrá:

  1. Reglur um myndbirtingar í skólastarfi

Andmælabréf við reglur um myndbirtingar í Þjórsárskóla barst frá starfsfólki skólans.

Rætt var um óánægju starfsfólks Þórsárskóla vegna reglna um myndbirtingar . Óánægju hefur einnig gætt meðal foreldra um myndaleysi á facebook síðu skólans. Það vantar tæki og tól til myndatöku í Þjórsárskóla og að upplýsa foreldra um reglur og ástæður fyrir þeim.

  1. Upplýsingagjöf frá skóla (mentor).

Rætt um stillingar í Mentor er varðar skilaboð til foreldra.

  1. Drög að skóladagatali Leikholts og Þjórsárskóla.

Bolette og Anna Gréta fóru yfir drögin. Verið er að reyna eins og kostur er að samræma sem flesta frí og starfsdaga Þjórsárskóla, Leikholts og Flúðaskóla.

  1. Drög að reglum um vinnufatnað fyrir starfsfólk

Drögin lögð fram og kynnt. Skólanefndarformaður vinnur málið áfram.

  1. Aðstaða til félagsmiðstöðvar í Árnesi.

Formaður skólanefndar ræddi um möguleika þess að setja á laggirnar félagsmiðstöð í Árnesi. Skólanefnd tekur undir þær hugmyndir og hvetur sveitarstjórn til þess að farið verði sem fyrst að undirbúa slíkt hjá sveitarfélaginu .

 

  1. Samstarf milli Þjórsárskóla og Flúðaskóla

Bolette fór yfir hvernig samstarfi er háttað með 7 bekkinga. Gera þarf formlegt og skriflegt samkomulag um samstarf við Flúðaskóla líkt og er milli Þjórsárskóla og Leikholts.

 

Bolette yfirgaf fundinn .

 

  1. Starfsáætlun Leikholts

Anna Gréta kynnti drög. Eftir umfjöllun hjá foreldraráði og samþykkt skólanefndar verður áætlunin birt opinberlega.

 

  1. Rekstraráætlun Leikholt

Anna Gréta kynnti . Rekstraráætlun mun birtast með starfsáætlun .

Í sumar verður farið í miklar endurbætur á útileiksvæði Leikholts.

 

  1. Upplýsingar um vinnu að skólastefnu

Vinnu við skólastefnu er að ljúka. Fundarmenn eru ánægðir með drögin. Drög að skólastefnu verða send fljótlega til umsagnar íbúa.

 

  1. Önnur mál varðandi skólastarf komandi vetur.

Formaður skólanefndar fór yfir hugmyndir að bættri starfsáætlun fyrir skólanefnd .

 

Skólanefnd vill koma á framfæri að Gunnlaug Hartmannsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri Skólaþjónustu Árnesþings.

 

Fundi slitið klukkan 17:35