Skólanefnd

3. fundur 16. nóvember 2022 kl. 17:00 - 18:50 Árnes
Nefndarmenn
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Sigríður Björk Gylfadóttir
  • Kjartan Halldór Ágústsson - í forföllum Önnu Maríu Flygenring
  • Gunnhildur Valgeirsdóttir - í forföllum Bjarna H. Ásbjörnssonar
  • Bolette Höeg Koch
  • Anna Greta Ólafsdóttir
  • Áheyrnarfulltrúar:
  • Matthildur M. Guðmundsdóttir fh. Foreldrafélagsins Leiksteins
  • Helga Guðlaugsdóttir fh. kennara í Leikholti
  • Ingibjörg M. Guðmundsdóttir fh. kennara í Þjórsárskóla
  • Halla Rún Erlingsdóttir fh. Starfsmanna í Leikholti
  • Sigríður Garðarsdóttir fh. Starfsfólks Þjórsárskóla
Starfsmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Þór Jónsson

Formaður setti fund og bauð fundarfólk velkomið. Formaður óskaði jafnframt eftir athugasemdum við fundarboð. Athugasemdir komu fram að æskilegt væri að dagskrá fundar væri með þeim hætti að mál tengd hvorum skóla fyrir sig séu í samfellu. Með því móti geta áheyrnarfulltrúar haft möguleika á að sitja einungis þau mál sem tengjast sínum skólastigi.

Samþykkt að breyta dagskrárröð og hafa umræður um Skólaþing sem liði nr. 3 á dagskrá.

 

  1. Starfsáætlun Þjórsárskóla.

Starfsáætlun lögð fram. Í starfsáætlun eru tenglar sem vísa inná heimasíðu þjórsárskóla. Æskilegt er að í starfsáætlun séu öll gögn, líka þau gögn sem eru á bak við tenglana. Skólastjóra Þjórsárskóla falið að uppfæra starfsáætlun og leggja hana fram aftur til samþykktar.

  1. Fjárhagsáætlun Þjórsárskóla

Sveitarstjóri kynnir drög að fjárhagsáætlun 2023.

 

  1. Umræður um tilvonandi skólaþing

Skólaþing er haldið næsta laugardag. Haukur kemur inná fundinn fyrir hönd leikskólabarna í Leikholti og afhendir hugarkorts plakat að því hvernig þau vilja að skóli sé uppbyggður. Hvetjum alla til að mæta.

 

Eftir þennan liður víkur Ingibjörg M. Guðmundsdóttir af fundi.

  1. Fjárhagsáætlun Leikholts

 

Leikskólastjóri kynnir drög að fjárhagsáætlun 2023. Leikskólinn er full mannaður miðað við fjölda barna sem er áætlað að bætist við á nýju ári.

  1. Vinnustytting í Leikholti

 

Lögt fram til kynningar tillaga að vinnustyttingu í Leikholti sem er í gildi 1. September 2022 – 1.janúar 2023. Áætlað er að meta reynsluna af styttingunni í lok árs 2022.

  1. Leikskólalóðin

 

Það liggur fyrir að mikil þörf er komin á endurnýjun á leikskólalóðinni. Leikskólastjóri kynnir ýmsar hugmyndir að mögulegum breytingum á leikskólalóðinni og hvernig hægt væri að hanna hana uppá nýtt. Gott samtal um ýmsar útfærslur en stefnt er að því að fara í framkvæmdir á lóðinni næsta sumar. Leikskólastjóra falið að halda vinnunni áfram.

 

Fundi slitið kl. 18:50