Skólanefnd

15. fundur 18. maí 2021 kl. 16:30
Nefndarmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
  • Anna K Ásmundsdóttir
  • Anna María Flygenring
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • Einar Bjarnason
  • Elín Anna Lárusdóttir
  • Sigríður Björk Marinósdóttir (í stað Helgu Guðlaugsdóttur)
  • Ingvar Þrándarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir mætti sem fulltrúi foreldra. 
  •  

1. Foreldrakönnun kynning

Formaður kynnti könnun sem gerð var hjá foreldrum barna í mars og apríl í leikskólanum varðandi skoðun foreldra á ýmsum þáttum hvað varðar starfsemi leikskólans. Meginniðurstöður þessarar könnunar um innra starf eru mjög jákvæðar og greinilegt að foreldrar bera traust til skólans og starfsins þar og börnunum líður mjög vel.

Aukin krafa er um sveigjanlegri opnunartíma og greinilegt að ákveðin þörf er þar fyrir hendi.

70 prósent foreldra eru ánægðir með gjaldfrjálsan leikskóla.

Fram kemur að um samskiptavanda er að ræða á milli u.þ.b. þriðjungs foreldra og leikskólastjóra og þarf að vinna hratt og vel í því að greina hann betur og lagfæra.

Leikskólastjóri lagði til að leggja aftur opna könnun fyrir starfsfólk og foreldra í lok október þegar starf skólans er aftur komið í eðlilegra horf. Skólanefnd samþykkir.

2. Skóladagatal 2021-2022

Leikskólastjóri kynnti skóladagatal Leikholts veturinn 2021-2022. Réttarfrí hefur verið viðhaft hingað til, stefnt er að því að það verði valkvætt í ár að teknu tilliti vegna lokun vega.

Matthildur María ræddi dagatalið og benti á ýmsa hluti í uppsetningu þess.

Stefnt er að því að samræma starfsdaga með grunnskóla eins og hægt er.

Skólanefnd gerir tillögu að starfsdagar verði sex og að haustþingi meðtöldu.  

Skólanefnd samþykkir dagatalið með þessum fyrirvara.

3. Gjaldtaka og rekstur

Formaður kynnti tillögu frá sveitarstjórn um að taka upp gjaldtöku í leikskólanum í haust. Tillaga um að hafa hóflegt gjald fyrst í stað.

Einnig að fæðugjald verði hækkað.

Leikskólastarfsmenn benda á að börn fá bæði grænmeti og ávexti í millimál.

Skólanefnd samþykkir þessar tillögur og leggur einnig til að opnunartími á föstudögum verði lengdur.

Formaður fór yfir breytingar og útreikningar á barngildum. Lagt er til að gerð verði ýtarleg könnun á forsendum barngilda áður en að tekið verði endanleg ákvörðun um breytingu.

Sumarfrí leikskólans verður 5 vikur.

4. Umsókn um námsleyfi

Umsókn barst frá Matthildi Elísu Vilhjálmsdóttur um námsleyfi.

Skólanefnd samþykkir að veita henni það með þeim skilyrðum sem koma fram í kjarasamningi leikskólakennara.

5. Önnur mál

Bréf til skólanefndar.

Leikskólastjóri kynnti starfsmannakönnun sem var tekin innan skólans. Tekið var fyrir ýmsa þætti sem snúa m.a. að starfsemi, aðbúnaði og upplýsingaflæði innan skólans.

Sveitarstjóri ræddi flutninga og framkvæmdir í Brautarholti. Enn er stefnt er að flutningum á tilsettum tíma.

Leikskólastjóri ræddi tillögu frá skólaþjónustunni að stofnun foreldraráðs. Erindi vísað til aðalfundar foreldrafélagsins.

Fundi slitið kl. 19.46   Næsti fundur ákveðinn  síðar.