Skólanefnd

9. fundur 24. mars 2015 kl. 16:50

09.  Skólanefndarfundur  

Leikskólamál 

Þriðjudaginn 24. mars 2015   -  Brautarholti

Fundur settur kl. 16:50

Mættir voru: Anna Þórný Sigfúsdóttir, Ásmundur Lárusson,Bjarni Másson, Sigríður Birna Birgisdóttir, Sigríður Björk Marinósdóttir, Ingvar Hjálmarsson, Kristófer Tómasson,  Meike Witt og Helga Guðlaugsdóttir

 

  1. Ráðning nýs leikskólastjóra

    Kristófer segir frá umsækjendum.  Hrafnhildur Karlsdóttir hjá Skólaþjónustu Árnesþings var fengin til að meta umsóknir og taka viðtöl við umsækjendur, ásamt Kristófer, Meike og Ingvari . Skólanefnd samþykkir tillögu sveitarstjóra, formanns og varaformanns um að bjóða Elínu Önnu Lárusdóttur starf leikskólastjóra.

     

  2. Umræða um opnunar/vistunartíma

    Sigríður Birna Birgisdóttir kynnir málið. M.a. var rætt um umframvistun skóla, eftir kl. 16 og fyrir kl.8. Skólanefnd leggur til að kannað verði fyrir sumarleyfi væntanlega vistunarþörf barna á leikskólaaldri.

     

  3. Þróunarstarfið í leikskólanum

    Sigríður Björk kynnti þróunarstarfið í skólanum, grænfánann og að skrifa sér til læsis.

     

  4. Umræða um sérdaga í leikskólanum – opið hús

    Umræður urðu um sérdaga leikskólans. Hugmynd er um að breyta fyrirkomulaginu um sérdaga og hafa opið hús sem kæmi til móts við allar fjölskyldugerðir, opið hús fyrir alla fjölskyldumeðlimi.  Það þarf að taka tillit til þeirrar stefnu sem skólinn fer eftir, um jafnrétti og lýðræði. Þegar um er að ræða opið hús í leikskólanum sé fjölskyldan boðin velkomin.

Fundi slitið kl. 18:08

Næsti fundur áætlaður þann 21. apríl í Árnesi kl. 16:30

Nefndarmenn
Nafn Listi
Meike Erika Witt  
Ingvar Hjálmarsson  
Anna Þórný Sigfúsdóttir aðalmaður
Bjarni Másson  
Ásmundur Lárusson  
Georg Kjartansson  
Irma Diaz Curs  
Ingvar Þrándarson  
Dag Kristoffersen  
Anna María Flygenring