Skólanefnd

10. fundur 21. apríl 2015 kl. 16:00

Skólanefndarfundur nr. 10 - grunnskólamál

21. apríl 2015   kl. 16:00 -  haldinn í Þjórsárskóla

 

Nefndarmenn mættir:

Meike Witt, formaður, Ingvar Hjálmarsson, varaformaður, Bjarni Másson 

Anna Þórný Sigfúsdóttir, Anna María Flygenring  - varamaður Ásmundar Lárussonar

 

Starfsmenn mættir:

Kristófer Tómasson, fulltrúi sveitarstjóra, Bolette Høeg, fulltrúi skólastjóra grunnskóla

Kjartan Ágústsson, fulltrúi grunnskólakennara, Unnur Lísa Schram, fulltrúi foreldra

 

 

1. Skóladagatal 2015-2016 – Farið var yfir skóladagatalið. Skóladagatalið er samþykkt af nefndinni.

2. Innramat og skipulag Þjórsárskóla 2015-2016 – Skjölin, eins og þau líta út í dag, voru kynnt.  Skýrsla um innra mat skólans verður útbúin seinna. Bolette ræddi aðeins um hugmynd að breyttu skipulagi skólans fyrir næsta skólaár. Um ræðir hugmyndir að breytingum á hópaskipulagi og tímasetningu kennslustunda.

3. Útboð skólaaksturs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2015 – farið var yfir mikilvægi þess að bjóða verkið út, Sveitarfélaginu ber skylda til þess samkvæmt lögfræðilegri ráðgjöf  Sambands íslenskra sveitarfélaga. Farið var yfir skjölin í annað sinn, með leiðréttingum / breytingum. Gerðar voru minniháttar breytingar á lið 015, 032 og 046 og á 3. málsgrein í kafla 1.4. auk ábendingar á breytingum á leiðum. Skólanefndin samþykkir drögin að öðru leyti.

4. Beiðni um styrk vegna náms - Hildur Lilja Guðmundsdóttir óskar eftir styrk til Mastersnáms í kennslu ungra barna í grunnskóla. Um fjarnám er að ræða og er óskað eftir óskertum launum þegar viðkomandi sækir staðlotur, nokkrir dagar á önn.  Skólanefndin samþykkir það.

5. Unglingavinna í sumar.  Farið var yfir starfið á síðasta sumri þar sem unglingar gerðust staðarleiðsögumenn og kynntu venjulegan dag í lífi þeirra fyrir ferðamenn. Vangaveltur eru um það hvað gera skal í sumar. Nefndin er jákvæð fyrir áframhaldi á þessu verkefni.

 

6. Önnur mál, löglega fram borin.

a) Boðun varamanna á Skólanefndarfundi  -  Formaður skólanefndar óskar eftir samþykki skólanefndar á breytingum á boðun varamanna á fund í erindisbréfi Skólanefndar. Skólanefndin samþykkir.

Fundi slitið kl 17:11

Næsti fundur er fyrirhugaður þriðjudaginn 18. ágúst 2015